Æskan - 01.02.1972, Side 45
FJÓSAKONAN
FJÓSAMAÐURINN OG PÚKINN
inu sinni hélt Saemundur fróði fjósamann, sem
honum þótti vera um of blótsamur, og fann
hann oft að því við hann. Sagði hann fjósa-
manni, að kölski hefði blótsyrði og illan munn-
söfnuð mannanna handa sér og púkum sínum til viðurværis.
,,Þá skyldi ég aldrei tala neitt ljótt,“ segir fjósamaður,
,,ef ég vissi, að kölski missti við það viðurværi sitt."
..Ég skal nú bráðum vita, hvort þér er það alvara eða
ekki,“ segir Sæmundur.
Lætur hann þá púka einn i fjósið. Fjósamanni var illa
við þennan gest, þvi púkinn gjörði honum allt til meins og
skapraunar, og átti þá fjósamaður bágt með að stilla sig
um blótsyrði. Þó leið svo nokkur tími, að honum tókst það
vel, og sá hann þá, að púkinn horaðist með hverju dægri.
Þótti fjósamanni harla vænt um, þegar hann sá það, og
blótaði nú aldrei.
Einn morgun, þegar hann kom út í fjósið, sér hann, að
allt er brotið og bramlað og kýrnar allar bundnar saman á
hölunum, en þær voru margar. Snýst þá fjósamaður að
púkanum, sem lá i vesöld og volæði á básnum sínum, og
hellir yfir hann bræði sinni með óttalegum illyrðum og
hroðalegu blóti. En sér til angurs og skapraunar sá hann
nú, að púkinn lifnaði við og varð allt I einu svo feitur og
Pattaralegur, að við sjálft lá, að hann mundi hlaupa i
spik. Stillti hann sig þá, fjósamaðurinn, og hætti að blóta.
Sá hann nú, að Sæmundur hafði satt að mæla, og hætti
að blóta og hefur aldrei talað Ijótt orð síðan. Enda er sá
Púkinn fyrir löngu úr sögunni, sem átti að lifa á vondum
nunnsöfnuði hans.
Svo bar til einn vetur, að maður kom til fjósakonu Sæ-
mundar fróða og bauð henni að sækja allt vatn fyrir hana
um veturinn, bera út mykjuna og fleira þess konar, ef hún
vildi gefa sér það i staðinn, sem hún bæri undir svuntu
sinni.
Fjósakonu þótti þetta boð gott, því hún hugsaði ekki
eftir því, að hún var þunguð, og mundi ekki til, að hún
hefði neitt fémætt undir svuntunni. Hún gekk þvi að
kaupunum.
En þegar út á leið veturinn, smálukust upp augun á
griðkunni, og þóttist hún þá sjá, hvar hún var að komin.
Varð hún þá þögul og fáskiptin og eins og utan við sig.
Sæmundur tók eftir því, tók hana tali og gekk á hana
um orsökina til fálætis þess, sem á hana væri komið. i
fyrstunni vildi hún ekki segja honum það, en að síðustu
komst hún ekki undan og sagði frá öllu greinilega og
rétt um kaup sitt við manninn. Sæmundur lét hana þá fyrst
vita, að sér hefði raunar ekki verið dulið ráðlag hennar,
enda þótt hann hefði ekki skipt sér af því fyrri.
„Vertu ókvíðin," segir Sæmundur, „ég skal kenna þér
ráð til þess að láta kölska verða af kaupinu. Þú skalt á
morgun biðja hann að sækja vatnið í hripum og ganga hjá
sáluhliði, annars sé hann af kaupinu.“
Fjósakona gjörir nú allt eins og Sæmundur hafði lagt
fyrir hana. Kölski reyndi til þrisvar sinnum, en það fór
alltaf á sömu leið. Snaraði hann þá frá sér hripunum i
bræði og hvarf burtu.
Fjósakonan ól síðan barn sitt, og vitjaði kölski þess
aldrei. Þar á móti hugsaði hann Sæmundi presti gott til
glóðarinnar, þvi hann þóttist eiga honum fyrir grátt að
gjalda.
Sumir telja, að talshátturinn „bakaratylft" (sem raunar merkir þrettán en ekki tólf) eigi rót sína að rekja til þess tima, er
gamlar konur voru látnar annast sendiferðir með brauð. Að launum fengu þær eitt brauð fyrir afhendingu tólf brauða til
viðskiptamanna. Önnur hugsanleg skýring gæti verið sú venja að gefa eitt brauð aukreitis með hverjum tólf til að forðast
sekt fyrir léttvæg brauð.
Verðlag á brauði og brauðskortur hafa valdið mörgum uppþotum. Ef til vill olli of hátt brauðverð ekki frönsku stjórnar-
byltingunni, en sú staðreynd, að margir fátæklingar sveltu, vegna þess að þeir gátu ekki keypt það, hefur vafalaust stuðlað
að þeim atburðum. i Bretlandi voru Kornlögin numin úr gildi i byrjun 19. aldar.
Nú á tímum baka fáir brauð til eigin þarfa, þó að það sé að verða eftirsóttara. Stór brauðgerðarhús fjöldaframleiða brauð
' snyrtilegum umbúðum. En margir telja, að þau brauð standist ekki samanburð hvað ilm og bragð snertir við þau brauð,
sem bökuð eru á gamla mátann yfir viðareldi úr hveitimjöli möluðu með steinum í myllu úti á landsbyggðinni.