Æskan - 01.02.1972, Side 66
Texti: Johannes Farestveit.
ÞÖKK FYRIR
SÍÐAST
Aðalsmaður einn, sem var
á ferðalagi með þjóni sínum,
fékk stígvélin sín einn morgun
óhreinsuð og óburstuð, eins og
þau höfðu verið kvöldið áður.
Þegar hann fór að inna þjón-
inn eftir þessu, svaraði hann
að það kæmi í sama stað nið-
ur, því að stígvélin yrðu óhrein
aftur. Aðalsmaðurinn sagði ekk-
ert, og svo var ferðinni haldið
áfram. Þjónninn hafði orð á því,
að hann hefði ekki fengið mat
um morguninn, en þá svaraði
aðalsmaðurinn: „Það kemur i
sama stað niður, þú verður
svangur aftur, þó að þú étir!“
JÖSSI BOLLA
Teikn.: Solveig M. Sanden
Komið cr bczta veður — og frí i skólanum. Snjónum hefur kyngt niður og Bjössi
og Þrándur fara að reisa sér snjólms. Bjössa finnst húsið ekki nógu hátt og vill
helzt liafa j>að háhýsi. „Hvernig ætlarðu að fara að þvi?“ spyr j>á Þrándur undr-
andi. En Bjössi er ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn. „Sérðu tréð jiarna? Við
höfum j>að fyrir stoð.“ Þeir l>yrja að hlaða, og alltaf hækkar snjóitúsið. „Já, þú
ert ekki eins vitlaus og þú lítur út fyrir að vera,“ segir Þrándur ertnislega.
Þvottabjörninn þvær alltaf
matinn sinn áður en hann étur
hann. Hann er meira að segja
svo þrifinn, að hann vill heldur
svelta en að éta óþveginn mat,
ef ekki er vatn nærri. En ef
hann neyðist til að éta matinn
óþveginn, strýkur hann af hon-
um áður en hann lætur hann
upp í sig.
Húsið hækkar og hækkar, og ofan á hverja hæð leggja þeir nokkrar fjalir, sem
mynda gólf á hverri hæð, og stiga hafa þeir líka við bygginguna. Bjössi er ekki
ánægður fyrr en húsið er orðið þrjár hæðir. Þarna standa þeir ánægðir og
hreyknir og horfa á snjóhöllina sína, þegar köttur kemur aðvifandi og klifrar
fimlega upp stigann alla leið upp á þak. Bjössi og Þrándur koma sér vel fyrir i
snjóhúsinu með kertaljós og myndablöð og ýmislegt góðgæti, sem þeir gæða
sér á, en alltaf er kötturinn á ferðinni ýmist upp eða niður. Hvað skyldi hann
sjá þarna uppi? Bjössi er forvitinn og lætur ekki )>ar við sitja, heldur klöngrast
upp stigann. En hann er heldur þungur á sér, og þið sjáið afleiðingarnar. Þrándur
steypist niður, en Bjössi nær taki á trjágrein og þar hangir hann i lausu lofti.