Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 6
Karlinn frá Hringaríki inu sinni voru karl og kerling. Þau ætluðu að sá i akur sinn, en áttu enga peninga til að kaupa út- sæði fyrir. Aleiga þeirra var ein kýr og ein hæna. Þau afréðu, að karlinn færi með kúna í kaupstaðinn og seldi hana þar fyrir peninga, svo að þau gætu keypt sér úts'æði. En þegar til kom, þorði kerling ekki að sleppa karli sín- um með kúna, því að hún var hrædd um, að hann mundi kaupa brennivin fyrir peningana og drekka sig blind- fullan í kaupstaðnum. „Heyrðu, heillin mín!“ sagði hún, ,,ég held það sé bezt, að ég fari sjálf. Þá get ég komið út gömlu hænunni minni um leið." „Það skal vera eins og þú vilt,“ sagði karlinn, „en farðu nú skynsamlega að ráði þínu, mundu nú eftir að þú átt að fá 300 krónur fyrir kúnai" „Já, það skal ég muna,“ sagði kerl- ing. Hún lagði svo af stað með kúna og hænuna. Skammt frá kaupstaðnum mætti hún slátrara. Hann yrti á hana og spurði: „Ætlar þú að selja kúna þá arna, heillin góð?“ „Það trúi ég," mælti kerling. „Hvað á hún að kosta?“ spurði slátr- arinn. „Mér þykir líklegt, að ég fái 3 krónur fyrir kúna, en hænuna skalt þú hafa fyrir 300 krónur." „Já, þetta eru góð kaup,“ mælti slátr- arinn. „Ég þarf ekki á hænunni þinni að halda, og þú kemur henni orðalaust út, þegar þú kemur til kaupstaðarins, en ég skal borga þér 3 krónur fyrir kúna.“ Þau gerðu nú út um kaupin og kerl- ing fékk 3 krónur. En þegar hún kom í kaupstaðinn, þá vildi enginn lifandi maður gefa henni 300 krónur fyrir gamla útlifaða hænu. Kerling fór þá til slátrarans og mælti: „Heyrðu, fuglinn minn. Mér er ómögulegt að koma út hænunni. Þú verður að kaupa hana líka, blessaður, fyrst þú keyptir kúna, svo að ég geti komið heim með peningana." „Ja, jæja! Ég vona, að við komum okkur eins vel saman um það," mælti slátrarinn. Síðan bauð hann henni inn til sin og gaf henni mat og svo mikið af brennivíni sem hún vildi í sig láta. „Þetta er mikili blessaður slátrari," hugsaði hún með sjálfri sér og drakk, þangað til hún yar orðin út úr og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En hvað tók nú slátrarinn til bragðs? Á meðan kerlingin svaf úr sér vímuna, dýfði hann henni ofan f tjörukagga, velti henni síðan í fiðurbing og lagði hana svo niður úti, þar sem mjúkt var undir henni. Þegar hún vaknaði og sá, að hún var orðin alfiðruð frá hvirfli til ilja, datt yfir hana, og hún hugsaði með sér: „Hvernig ætli standi á mér? Er þetta ég sjálf eða einhver önnur? Nei, það er ómögulegt að þetta sé ég, það hlýtur að vera einhver furðustór dreki. — En hvernig á ég að fara að vita, hvort þetta er ég sjálf eða ekki? Jú, nú veit ég, hvernig ég skal komast eftir því. Ef kálfarnir sleikja mig og hundarnir gelta ekki að mér, þegar ég kem heim, þá veit ég, að þetta er ég sjálf." Óðara en hundarnir sáu ófreskju þessa koma inn í húsagarðinn, fóru þeir að gelta í ósköpum, svo að það fór að fara um kerlu. „Mér er næst að halda, að þetta sé ekki ég sjálf," sagði hún. Þegar hún kom inn í fjósið, vildu kálfarnir ekki sleikja hana, þegar þeir fundu tjörulyktina. — Nei, nú sé ég að þetta getur ekki verið ég; þetta hlýtur að vera einhver furðulegur, óþekktur fugl. Mér er eins gott að fljúga héðan," sagði hún. Hún skreið síðan upp á húsmæninn og fór að baða út handleggjunum, eins og þeir væru vængir, og ætlaði að hefja sig til flugs. Þegar karlinn sá þetta, tók hann byssu sína, fór út í garðinn og miðaði á hana. „Æ, nei!“ kallaði kerling i sama bili, „skjóttu ekki, heillin mín! Þetta er llklega ég sjálf." „Ef það ert þú,“ mælti karlinn, ,,þá stattu ekki þarna, komdu nlður og gerðu grein fyrir peningunum, og stattu skil á þeim.“ Kerling skreiddist þá ofan aftur, en hún gat ekki fært honum peningana. Hún fór að leita að krónunum, sem slátrarinn hafði goldið henni fyrir kúna, en hún hafði týnt þeim í drykkjuskapn- um. Og þegar karlinn heyrði alla sólar- söguna, varð hann svo reiður, að hann strengdi þess heit að fara í burt og koma aldrei heim aftur, ef hann hittl ekki þrjár aðrar kerlingar, sem væru eins vitlausar og kerlingin hans. Hann lagði síðan af stað. Þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, sá hann kerl- ingu eina, sem hljóp út og inn um ný- smíðað timburhús með tómt sáld í höndunum. í hvert skipti, er hún hljóp inn, breiddi hún svuntuna yfir sáldið eins og hún hefði eitthvað í því. „Hvað ert þú að bjástra, kelli mín?“ spurði karlinn. „Það er nú ekki annað en það, að ég ætlaði að bera dálítið af sólskini inn í húsið mitt að tarna. En ég veit ekki, hvernig því er varið; þegar ég er úti, er sólin í sáldinu, en þegar ég kem inn, þá er ég búin að missa hana. Á meðan ég var í gamla kofanum mínum, hafði ég næga sólbirtu, þó að ég bæri hana aldrei inn. Það vildi ég, að ég þekkti einhvern, sem gæti útvegað mér sól- skin í húsið; þá skyldi ég glöð gefa honum 1000 krónur." „Það kunna að vera einhver ráð til þess,“ sagði kariinn. „Ef þú hefur öxi, þá skal ég útvega þér sólina." Hún fékk honum þegar öxi. Smiðurinn, sem smíðaði húsið, hafði gleymt að hafa glugga í þvi, en karlinn hjó glugga á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.