Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 40

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 40
JEvintýri Tomma í flustur-lndíum Tommi var sannarlega öfundsverður drengur: Hann hafði nýlega tekið óvenjulega gott próf, og nú hafði hon- um verið lofað að slgla með Jack frænda sfnum til Austur-lndia, en þar átti frændinn miklar ekrur og gróðurleridi. Jack frændi hafði verið sér til hvíldar hjá foreldrum Tomma I tvo mánuði, og allan þann tíma hafði Tommi bókstaflega verið á hælunum á frænda slnum á hverjum degi, þvl að svo merkilegur fannst honum þessi ættlngi, sem kominn var úr fjarlægum löndum og kunnl frá svo mörgu að segja, sem enginn vissi um I litla bænum, sem Tommi átti heima I. Tomml átti nú að vera hjá frænda sln- um I Austur-lndlum I eitt misseri fyrst um sinn, og kæmi það I Ijós, að hann þyldl loftslagið, sem er svo óhollt hvltum mönnum þarna, ætlaði Jack frændi að ala drenginn upp. Undir eins nokkrum dögum eftir að þeir voru komnir austur til Jacks frænda fór Tommi að venjast umhverflnu. Jack frændi sýndl honum I krók og kring, og Tommi fór að æfa slg I að skjóta af byssu. Það var nefnilega óhjákvæmi- leg nauðsyn að kunna að skjóta, ef maður ætlaði sér að eiga heima I hita- beltinu, sagði Jack frændi, og hann var sjálfur ágæt skytta. Tommi var rogg- inn, hann var með byssuna allan dag- inn og óskaði þess heltt, að hann fengi sem fyrst tækifæri tll að reyna skot- fimi sína. Svo var það einn daginn undir kvöld, að frændi sendi hann til nágranna, sem átti heima um það bil hálftíma leið I burtu. Tommi átti að fara með bréf þangað, og Jack frændi áleit, að dreng- urinn hefði gott af að fara leiðina einn, svona einu sinni, til þess að læra að rata. Tommi varð feginn þessari sendi- ferð, og vitanlega tók hann byssuna með sér. Viðstaðan þarna á bænum hafðl orðið talsvert löng, þvl að þetta var allra gest- risnasta fólk, sem bjó þar. Og þess vegna var komið myrkur, þegar Tommi fór að nálgast bæinn hans frænda slns aftur. Líklega mundi frændi vera farlnn að hátta, hugsaðl Tommi, að minnsta kosti var Ijós I svefnherberginu hjá honum. Þegar hann kom nær, heyrði hann, að frændi var að syngja inni I herberginu, og söngurlnn varð gleggri eftir því sem hann kom nær, enda stóð glugginn opinn. Tommi brosti og gekk að glugganum — það værl gaman að koma frænda að óvörum og gægjast inn um gluggann hjá honum. Tommi gægðist inn — en brosið fraus á vörunum á honum. Söngurinn kom frá rúminu, þar sem frændi hans lá! Það var svo undarlegur hreimur I söngnum hans frænda núna, og svo starði hann óaflátanlega á eitthvað, sem lá á ábreiðunni á rúminu hans. Dreng- urlnn var að þvl kominn að hljóða upp af hræðslu, en hann tók sig á. Fyrir framan Jack frænda lá stór gleraugna- slanga hringuð saman I kuðung, hún teygði úr hálsinum og vaggaði hausn- um fram og til baka eftir hljóðfallinu I því, sem frændi söng. Nú skildi Tommi, hvers vegna Jack frændi söng sömu vísuna I sifellu upp aftur og aftur. Hann hafði nýlega séð indverskan nöðrutemj- ara, sem notaði flautu til þess að kyrra nöðrurnar sínar með, þegar þær voru órólegar og virtust ætla að hefja árás. Þegar naðra heyrir einfalda tóna, sem eru endurteknir I sífellu, þá er alveg eins og tónarnir dáleiði hana, og hún getur ekkert aðhafzt nema vaggað sér eftir hljóðfalli lagsins — en vitanlega dugir þetta ekki nema um stund, það hafði frændi sagt honum. Það var þá þetta, sem Jack frændi notaði núna til þess að tefja fyrir því, að naðran réðist á hann. En hversu lengi gæti þetta stoðað? Fyrst datt Tomma í hug að skjóta nöðruna, en þorði það ekki þegar á átti að herða. Svo markviss var hann ekki ennþá, að hann þyrði að hleypa af byssunni á hausinn á nöðrunni, sem aldrei var kyrr — og ef hann hitti ekki, þá mundi kvikindið tryllast undir eins og ráðast á frænda hans. Á borðinu milli gluggans og rúmsins hans frænda hans var loftsnerill, sem gekk fyrir rafmagni. Tomma datt ráð hug! Hægt, afar hægt, reyndl hann að teygja höndina Inn um gluggann, og með þvl að beygja sig inn í glugg- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.