Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 28

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 28
Ljós í myrkri Amma sat á rúmi sínu og prjónaði. Hún var blind. Amma heyrði ekkert nema titið I prjónunum, því að enginn var heima. „Á þessu heimili eru allir vinnandi manneskjur, nema ómaginn hún amma gamla,“ hugsaði hún hrygg í huga. Allt ! einu heyrði hún aukahljóð, sem blandaðist saman við titið I prjónunum. Hvað var þetta? „Mrmrmr.. „Ó, kisa, ert þetta þú, kisa mín?" Amma fálmaði eitthvað út í myrkrið, sleppti prjónunum, og hvar var kisa? Jú, þarna kom hún. Kisa skreið upp í fangið á gömlu konunni og malaði. Amma strauk kisu og gerði gælur við hana, og kisa endurgait atlot ömmu. Þarna sátu þær langa stund og léku sér hvor við aðra. Hér var loksins einhver, sem skildi ömmu. Þetta var það, sem hún þurfti. Allir á heimilinu voru sífellt á þönum, og enginn hafði tíma til að tala við hana. Ekkl einu sinni börnin, sem þutu i skólann á morgnana, komu heim um daginn með sama hraða, gleyptu i sig matinn, hurfu inn ( herbergi sitt til að læra, þutu slðan út til að leika sér og komu inn, þegar langt var llðið á kvöld. En ekki einu sinni þá átti amma tímann með börnunum, þvl að þau settust strax við sjónvarpið og sáty þar, það sem eftir var kvöldsins. Hann sonur hennar og tengdadóttir voru sömuleiðis á þönum allan daginn, en amma sat heima ein og yfirgefin. „Mrmrmr...,“ kisa hjúfraði sig upp að henni og malaði. Hún hafði nægan tíma. „Mrmrmr...," smám saman dó malið út. „Hvað er þetta? Ertu sofnuð, skömmin þín?“ Amma ýtti við kisu og kisa hreyfði sig aðeins. Þegar amma var Iftil, hafði amma hennar alltaf sagt henni sögur. Og nú kunni þvi amma margar sögur, en ... hún andvarpaði. Enginn var til þess að hlusta á hana. „Jú,“ fannst henni þá kisa segja. „Ég er til þess að hlusta á þig. Ég get hlustað á þig.“ „Já, hvaða vitleysa er þetta I mér,“ sagði amma. „Auðvitað getur þú hlustað á mig.“ Hún hélt kisu I fanginu og strauk henni. „Já, já. Það er nú það. O jæja, já ... Elnu sinni voru kóngur og drottning I rlki slnu. Þau áttu elna dóttur barna, 10 BLÖÐ Á ÞESSU ÁRI í STAÐ 9 ÁÐUR ÁRGANGURINN: KR. 680.00 Sími ÆSKUNNAR er: 17336 UPPLAG: 18 000 t sem Ingibjörg hét. Ertu’ að hiusta, kisu- grey?“ Kisa umlaði eitthvað til sam- þykkis. „Já, og skammt frá höllinni bjuggu karl og kerling I koti slnu. Þau áttu son, sem Þorsteinn hét...“ Þegar tengdadóttir hennar lelt inn til hennar um kvöldið, sat amma með kisu I fanginu og rerl I gráðið. „Llður þér ekki vel?“ spurði sú, sem inn kom. „Jú,“ svaraði amma. „Þvl ég sá Ijós I dag. Ljós I myrkri." Heiður Baldursdóttir. betur en það búi alveg eins góðir Is- lendingar og við í Grímsey. En nu er kennslustundin búin. Tjaldið. 4. atriði (Sama stofa og i 1. atriði). Barði: Ha ha ha. Bærilega heppnaðist þetta. Var ég ekki ágæt norsk kerling? Og fannst ykkur ekki stelpurnar lilaupa laglega á sig? Fúsi: Þetta var fyrirtak. Hvað ætli kennslukonan hafi hugsað? Hörður: Hana hlýtur að hafa grunað, að þetta væru einhverjir hrekkir. En hvað þú varst góð kerling, Barði. Ég dáðist að þér. Barði: Stelpurnar eru alveg bálreiðar. Þær hótuðu öllu illu. En varia trúi ég nú, að við hræðumst þær mikið. Fúsi: En ef þær segja kennslukonunni frá öllu saman. Hvernig lieldurðu, að hún líti á þetta tiltæki okkar? Hörður: Auðvitað er það ekki fallegt að skrökva svona i aðra. Og hræddur er ég um, að kennslukonan tali við okkur, ef hún kemst að þessu. Barði: Ekkert að óttast, við segjum bara eins og satt er, að þetta hafi verið ofur- litlar glettur við stelpurnar. Fólk ætti að geta skilið, að eitthvað þurfum við að gera okkur til gamans til þess að drepast ekki úr leiðindum. Hörður: En heyrðu, Barði, hvernig gekk þér með norskuna? Barði: Blessaður, ég talaði enga norsku. Bara eitthvert bannsett hrognamál og annað hvert orð á íslenzku. Fúsi: Já, en ég verð að segja, að þú varst reglulega fín kerling. En ef foreldrar okkar frétta þetta? Barði: Gerir ekkert til. Við getum verið óhræddir. Það dæmir okkur enginn hart fyrir svona grín. Þetta er bezti gr.ikkur- inn, sem við höfum gert stelpunum. (Hvít vofa kemur inn). Fúsi: Guð minn góður. Hvað er þetta? Vofan (dimmrödduð): Krjúpið á kné og biðjizt fyrirgefningar á syndum ykkar, annars iætur samvizkan ykkur aldrei i friði. (Fúsi og Hörður krjúpa á kné) Hörður: Góða vofa, vægðu okkur. Vofan: Ég vægi engum, nema hann biðJlS fyrirgefningar. Það verðið þið allir a gera. (Barði krýpur lika) Hvað haf' þið illt gert? Ég var sendur úr undir' heimum til að refsa ykkur. Drengirnir: Vægð, vægð, góða vofa. *1 skrökvuðum bara svolitið i stelpurnar- Vofan: Hafið þið iðrazt þess og beðið fyr irgefningar? Drengirnir: Já, já, við iðrumst og umst fyrirgefningar á því. Vofan: Ætlið þið^þá að lofa því að éeri það aldrei aftur? Drengirnir: Já, já, við lofum þvi. Vofan: Þá fyrirgef ég ykkur að þessU sinni, en fer með ykkur til undirheinia> ef þið gerið þetta aftur. (Beta og Alfa koma i dyrnar. Vofa° kastar af sér hvitu klæði) Drengirnir (risa á fætur): Það er Dísa- Dísa: Nú liöfum við launað ykkur lambi gráa. Stúlkurnar: Húrra ! Húrra I Húrra ! Tjaldið. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.