Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 7

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 7
húsi5 me5 öxinni og lagði sólbirtuna Þá óðara inn. Fékk hann svo þessar 1°00 krónur. „Nú er komin ein,“ sagði karlinn og lagði svo aftur af stað. Að stundarkorni liðnu kom hann að Þúsi einu og heyrði út ógurleg óp og vein. Hann gekk' inn og sá kerlingu e'na, sem var að dangla í kollinn á manni sínum með barefli. Hann var búinn að steypa yfir sig skyrtu, en komst ekki I hana, því að klaufina vantaði. „Hvað gengur hér á?“ kallaði að- komumaður í gættinni. „Ætlar þú að drepa manninn þinn, kerling?" „Pú, ó-ekkí!“ mælti hún, ,,ég ætla ekki annað en koma honum í nýju skyrt- Ur>a slna.“ Maðurinn hljóðaði, bar sig hörmu- le9a og sagði: „Guð huggi og náði Þann, sem á að fara I nýja skyrtu. Ef einhver gæti kennt kerlingunnl minni að koma öðruvísi klauf á skyrtuna, þá skyldi ég glaður gefa honurrf 1000 krónur.“ „bað kunna að vera einhver ráð til Þess. Fáið mér aðeins skærl,“ sagði aðkomumaður. Kerlingin færði honum skærin; hann klippti klauf á skyrtuna og fékk svo Þessar 1000 krónur. „Nú eru komnar tvaer," sagði hann og hélt svo leiðar sinnar. Þegar hann var búinn að ganga lengi, korn hann loks að bæ einum og ætlaðl hvila sig þar stundarkorn. Hann gekk baðstofu og hitti þar kerlingu. Hún spyr: „Hvaðan ert þú, heilla- ^aður?" ”^9 er frá Hringaríki, þaðan er ég,“ Sa9ði karlinn. ”Nei, er það svo! Hvað segið þér? ruð þér frá Himnaríki? Þá þekkið þér lk|ega manninn minn sæla, hann Pétur annan?“ ^°nan var nokkuð heyrnardauf. Hún Var gift þriðja sinn manni, er Pétur hét, 6lns °g báðir fyrri mennirnir. Fyrsti ^ðurinn hafði verið vondur við hana, °9 Því hugsaði hún, að einungis annar b'sður hénnar, sem var henni góður, e,ði orðið sáluhólpinn. „Já, það ervist, 9 Þekki hann dável,“ sagði karlinn ra Hringaríki. „Hvernig líkar honum þá þar efra?" Porði kerlingin enn fremur. ’Æ, hann á í basli," svaraði karlinn. Í'ít'ann ráfar þar á milli bæjanna, fær éta og á ekki garmana utan á 9’ að ég ekki nefni peninga." „Ó, Guð náði hann þá,“ gall kerl- ingin við. „Hann þarf þó ekki að vera svo volæðislegur, maðurinn sá, því að svo miklar reitur voru eftir hann. Ég á fullan klefa af fatnaði eftir hann, og peningakistil geymi ég líka eftir hann sælan. Ef þér viljið flytja það með yður fyrir mig, þá skuluð þér fá hest og kerru til þess að aka þvi á. Og hestinum getur hann haldið hjá sér þar efra og lika kerrunni; hann getur tyllt sér á hana og ekið milli bæjanna, því að hann er ekki sá aumingi, að hann þurfi að vera fót- gangandi." Karlinn frá Hringaríki fékk fullt ækl af fatnaði, fullan kistil af Ijómandi fögr- um silfurpeningum og svo mikið af mat og drykk sem hann vildi. Og þegar hann var búinn að taka við þessu, þá kvaddi hann kerlingu, steig upp i kerruna og ók leiðar sinnar. „Nú eru komnar þrjár," sagði hann við sjálfan sig. Þriðji maður kerlingar var úti á akri að plægja. Og er hann sá ókunnugan mann koma með hest og kerru frá bænum, þá flýtti hann sér heim og spurði kerl- ingu sina, .hver sá væri, sem hefðl farið úr hlaðinu með moldótta klárinn. „Nú, sá! Það var maðurinn frá Himnaríki," mælti kerling. „Hann sagði mér frá, að hann Pétur minn sæli annar ætti svo bágt. Hann rólar þar og ráfar á milli bæjanna og hefur hvorki klæðl né fæði, og svo sendi ég honum fata- klifina, sem hékk hér eftir hann." En henni var ekki um að geta um peninga- kistilinn. Maðurinn skildi óðara, hvernig I öllu lá, lagði þegar á hest sinn og reið af stað í loftinu. Það leið ekki á löngu þangað til að fór að draga saman með honum og karlinum með kerruhestinn. En þegar karlinn frá Hringaríki sá eftir- förina, beygði hann út af veginum með hestinn og kerruna og inn i skóginn. Síðan sleit hann hnefafylli sína úr tagl- inu á hestinurri, hljóp upp á hæð nokkra, festi taglhárið upp i eik eina, lagðist þar svo niður og glápti og mændi upp ! skýin. Þegar Pétur var kominn rétt að honum, þá kallaði karlinn frá Hringa- riki hástöfum: „Nei, nei! Nú hef ég aldrei séð annað eins á minni lífsfæddrl ævil" Pétur þriðji staldraði stundarkorn við, horfði á hann og gat ekki skilið, hvað að honum gengi. Loksins spurði hann: „Hvað ertu að góna og blina á, þarna sem þú liggur?" „Nei! Aldrei hef ég séð annað eins," svaraði hinn. „Hér var einn áðan, sem fór beint upp í himininn með moldóttan hest; sumt af taglinu festlst í eikinni hérna, og þarna uppi ( skýjunum get- urðu séð moldótta klárinn." Pétur leit á vixl á manninn og upp f skýin og sagðl: „Ég get ekkert séð nema fáeln hross- hár i eikinni." „Nei, þú getur ekki séð það þaðan sem þú stendur," mælti hinn, „en komdu og leggðu þig niður einmitt hérna, þar sem ég ligg, og líttu beint upp i loftið; svo verður þú að blina stundarkorn og líta ekki augum af skýjunum." Á meðan Pétur iá grafkyrr og starði upp í himininn, hljóp karlinn frá Hringa- ríki að reiðhesti hans, stökk á bak, tók hestinn með kerruna og þeysti af stað, það sem klárarnir gátu farið. Þegar Pétur heyrði skröltið, spratt hann upp, en var í sömu andránni svo utan við sig, að hann hafði ekkl sinnu á að elta þann, sem fór með hestlnn hans, fyrr en honum var ómögulegt orðið að ná honum. Pétur kom heldur en ekkl nlðurlútur heim til kerlingar. En er hún spurðl, hvað hann hefði gert við hestinn sinn, sagði hann: „Ég fékk manninum hann, svo að hann gæti fært Pétri öðrum hann. Mér þóttl það ekkl hæfa Pétri að skjökta á kerru í himnaríki. Nú getur hann selt kerruna, keypt sér vagn og ekið með tveimur hestum fyrir." „Hafðu ástarþakkir fyrir, Pétur minnl" mælti kerling. „Mér hafði aldrei dottið i hug, að þú værirsvona hugull maður." Þegar karlinn frá Hringarfki kom helm til sin með tvö þúsund krónurnar, fata- klifina og penlngakistilinn, þá sá hann, að búið var að plægja akur hans og sá ( hann. Varð honum þá fyrst fyrir að spyrja kerlingu sina, hvaðan hún hefði fengið útsæði. „Nú, ójá,“ svaraði hún. „Ég hef alla- jafna heyrt, að sá, sem einhverju sái, eitthvað fál, og tók ég svo saltlð, sem við áttum eftir siðan i vetur, og sáði þvi; og ef það kæmi nú aðeins deigur dropi úr loftinu, þá held ég vfst, að það spretti og gefi vel ( pottinn." „Vitlaus ertu, og vitlaus verður þú á meðan þú tórir,“ svaraði karlinn, „en það verður þú að eiga, að hinar kerl- Ingarnar reiða ekkl vitið I stærrl þver- pokum en þú.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.