Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 41

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 41
 SKÓLASAGA Einhver hafði brotið eina rúðuna í skólastofunni með snjókúlu. Kennarinn ^afði grun um, hver framið hefði af- br°tið, og þess vegna ávarpaði hann nemendurna frá kennaraborðinu hárri °9 skýrri röddu: „Hver ykkar braut rúð- Ur|a, ef ég mætti spyrja?" „Ekki ég, ekki ég,“ gullu strákarnir vi® einni röddu. Aftast í stofunni sat pési. Hann virtist vera utan við sig og svaraði engu. Kennarinn gekk til hans °9 spurði: „Hví svarar þú ekki, Pési?“ ,.Eg heyrði bara ekki, hvað þér spurð- uð um,“ svaraði Pési. „bað var svei mér skrítið, lagsmaður! En við skulum nú athuga málið og gera tilraun. Nú sezt ég hérna f sætið þitt, en þú gengur upp að kennaraborðinu og segir eitthvað við okkur." Pési gekk rösklega upp að kennara- borðinu og sagði hátt og skýrt: „Hver ykkar var það, sem fékk vel úti látinn löðrung hjá ungu fimleika- kennslukonunni núna á síðasta skóla- balli?" Allir nemendurnir svöruðu: „Ekki ég, ekki ég.“ En — kennarinn svaraði engu og varð því að viðurkenna, að það heyrðist hreint ekki vel þarna á öftustu bekkjunum. GEORG LITLI Einkunnaspjald Georgs litla var nýkomið heim, og því mið- ur var útkoma prófsins mjög léleg, svo að foreldrar hans voru allt annað en ánægjulegir á svipinn. „Eg er alveg að missa þolin- mæðina yfir háttalagi þínu,“, sagði faðir hans. „Hvernig stendur á því, að Hans litli, scm cr miklu yngri en þú, er alltaf efstur, en þú neðstur?" (ieorg litli leit á föður sinn, þvi næst á móður sína, svo á föður sinn aftur og sagði svo: „Þú verður að taka það með í reikninginn, pabbi, að Hans litli á lika alveg sérstaklega greinda foreldra!“ ann, tókst honum að ná f snerilinn. Nú skyldi það verða! Loftsnerillinn þaut gegnum herbergið og málmblöðin i hon- um snerust með ofsahraða. Tomml þakkaði sínum sæla, að rafmagnsleiðsl- an á loftsnerlinum skyldi vera eins löng og hún reyndist. Loftsnerillinn náði til rúmsins, hitti nöðruna á hálsinn — og skrúfublöðin skáru hausinn af henni eins vel og það hefði verið gert með beittum hníf. Tommi hafði bjargað lífi frænda sins, og vitanlega urðu þeir enn betri vinir eftlr en áður. Skák Eftirfarandi skák var tefld í Leipzig 1932 á vetrarskákmóti taflfélagsins Augustea. — Hvitt liafði F. Bötzohld; svart hafði Guðmundur Guðmundsson frá I>úfnavöllum. 1. e2—e4 — e7—e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bc4 — Bc5 4. d2—d3 — Rf6 5. Bg5 — d7—d6 6. 0—0 - - h7—h6 7. Bh4 — g7—g5 I 8. Bg3 — h6—h5 I 9. Bg5 — h5—h4 10. Rf7 — h4xg3 11. Rxd8 - - Bg4 12. Del — Rd4 13. Rc3 — Rf3t 11 14. Gefið. Guðmundur Guðmundsson stud. mag. frá Þúfnavöllum i Hörgárdal var á sínum tíma einn bezti skákmaður Norð- lendinga. Hann var t. d. skák- ineistari Norðurlands árið 1928. Guðmundur lézt í Kaupmanna- höfn árið 1935 eftir stutta legu. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.