Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 48
NR. 128 TF-AIS
BEECHCRAFT C-45H
Skráð hér 8. apríl 1964 sem TF-AIS, elgandl Flugsýn hf. Hún
var keypt frá Danmörku (OY-DAY); hér var hún œtluð til farþega-
og vöruflutninga.
Hún var smfðuð f maí 1954 hjá Beech Aircraft Corporation,
Wichita, Kansas. Raðnúmerið var 52-10801.
Hún flaug hér á vegum Flugsýnar og þá einkum til Norðfjarð-
ar.
18. janúar 1966 flaug flugvélfn til Norðfjarðar til að sækja
þangað sjúkling. Veðurskflyrði voru mjög slæm. Þegar flugvélin
var f aðflugi til flugvallarins við Neskaupstað, rofnaði samband
við hana og náðist ekki aftur. Flugvélin hefur ekki fundizt, og
er talið að hún hafi lent í sjónum. Með henni fórust tveir menn.
BEECHCRAFT C-45H: Hreyflar: Tveir 450 ha. Pratt & Whitney
R-985-AN-14B. Vænghaf: 14.50 m. Lengd: 10.30 m. Hæð: 2.90 m.
Vængflötur: 32.4 m^. Farþegafjöldi: 8. Áhöfn 1. Tómaþyngd: 2855
kg. Hámarksflugtaksþyngd: 3970 kg. Arðfarmur: 438 kg. Far-
flughraði: 412 km. Flugdrægi: 2000 km. Flughæð: 6.250 m. 1. flug:
15. jan. 1937. Aðrar athugasemdir: í sfðari heimsstyrjöldinni voru
framleiddar samtals 5.204 flugvélar af þessari gerð og voru þá
nefndar C-45.
NR. 129 TF-ELL
PIPER APACHE
Skráð hér 22. aprfl 1964 sem TF-ELL, eign Guðbjörns Charles-
sonar, (safirði. Flugvélin var keypt hingað nýleg frá Bandarfkj-
unum (N4948P); hafði flogið Innan við 100 tfma hjá Jonas Aircraft
and Arms, New York.
Hún var smfðuð i janúar 1963 hjá Piper Aircraft Corporation,
Lock Haven, Penna. Raðnúmer: 27-533.
Flugvél þessi var hingað keypt með það í huga að hafa tiltaaka
flugvél á Vestfjörðum, ef á þyrfti að halda. Rekstur hennar gekk
þó ekki vel, og til þess að hjálpa upp á sakirnar, var stofnað um
hana hlutafélagið Vestanflug, en að þvi stóðu margir hreppat á
Vestfjörðum.
3. júni 1964 rann flugvélin út af flugbraut við Bíldudal °9
skemmdist nokkuð.
18. febrúar 1965 skemmdist flugvélin eftir lendingu á Reykja-
víkurflugvelli, þegar nefhjól hennar hrökk aftur upp. Flugvélin
skemmdist ekki mikið.
19. ágúst 1967 (eigandi var þá orðinn Vestanflug hf.) hlekktist
flugvélinni á á flugbrautinni við Arngerðareyri við Isafjarðardjúp-
Nefhjólið brotnaði undan henni og fleira skemmdist. Flugmann
og fjóra farþega sakaði ekki.
Flugvélin var gerð upp og keypti Flugstöðin hf. (skráð eign
31. maí 1968) í Reykjavik hana, en Vestanflug hf. hafði þá haett
starfsemi sinni.
PIPER PA-23-235 APACHE: Hreyflar: Tveir 235 ha. Lycoming
O-540-B1A5. Vænghaf: 10.85 m. Lengd: 8.41 m. Hæð: 3.15 m-
Vængflötur: 19.23 m^. Farþegafjöldi: 4. Áhöfn: 1. Tómaþyngd’
l. 340 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 2.181 kg. Arðfarmur: 364 kg>
Farflughraði: 290 km. Hámarkshraði: 400 km. Flugdrægi: 1-88^
m. 1. flug: 1952.
NR. 130 TF-LLC3
ROLLS-ROYCE 400
-Skráð hér 15. april 1964 sem TF-LLG, eign Loftleiða hf. Flug'
vélin var keypt af Canadalr Ltd. í Montreal í Kanada. Hún hafð1
46