Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 26

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 26
Glettur Leiksviðið er venjuleg stofa. Persónur: Kennslukonan, Barði, Fúsi, Hörður, Alfa, Beta, Dfsa, gömul kona og vofan. 1. atriði (Barði og Fúsi sitja viS borð og lesa). Barði: Hvað áttum við nú að hafa i Is- landssögunni? Fúsi: Við áttum að lesa kaflann um Ólaf hclga og íslendinga. Barði: Lestu það nú fyrir mig. Ég er eitt- hvað svo latur núna. Fúsi: t>ú verður þá að hjálpa mér að reikna á eftir. Barði: Já, það skal ég gera. Byrjaðu nú. Fúsi: (les): Ólafur helgi Noregskonungur scndi Þórarin Nefjólfsson til íslands að bjóða landsmönnum vináttu sina og traust, ef þeir vildu verða þegnar hans. Einnig bað Þórarinn þá að gefa kon- ungi Grímsey. Flestir höfðingjar tóku vel þessari málaleitun. Sagði Guðmund- ur hinn ríki, að sér mundi mætari vin- átta konungs en útsker það. En þá flutti Einar Þveræingur, bróðir Guðmundar, snjalla ræðu, þar sem hann mælti ein- dregið á móti þvi, að erlendum konungi væri gefin Grímsey. Hann benti á, að í Grímsey mætti fæða útlendan her, og gæti það verið hættulegt sjálfstæði hins unga þjóðveldis. Barði: Hvort var það Guðmundur eða Ein- ar, sem vildi gefa konungi Grimsey? FÚ8í: Það var Guðmundur. Einar Þveræ- ingur var hygginn kari, sem sá, hvað það gat verið hættulegt. Barði: Já, Einar var sómakari. En Guð- mundur var liuglaus höfðingjasleikja, sem mat meira vináttu konungs, en sjálfstæði landsins. — En heyrðu, Fúsi. Nú datt mér nokkuð i hug. Ja — ef þú bara vissir. Fúsi: Nú, hvaða látalæti eru þetta. Komdu þvi þá einhvern tíma út úr þér. Barði: Við skulum hrekkja stelpurnar eitt- hvað. Þær eru alltaf með einhverjar glósur um okkur. Fúsi: Já, það væri þeim mátulegt. En hvað eigum við að gera? Barði: Það er ég, sem veit það, sauðurinn þinn. Aldrei dettur þér neitt smellið i hug. Fúsi: Sjáið moldina rjúka í logninu. En hvað er það þá, sem gáfnaljósinu hefur dottið i liug? Lofaðu mér að heyra. Barði: (ákafur) Við förum heim til stelpn- anna og segjum þeim, að tveimur árum eftir sendiför Þórarins Nefjólfssonar hafi Ólafur helgi gefið Guðmundi ríka dóttur sina, og þá liafi Guðmundur geng- izt fyrir þvi, að konungi væri gefin Grimsey, og síðan búi þar eintómir Norðmenn, sem lifi mest á selveiðum norður í íshafi. Fúsi: Þetta er alveg ágæt hugmynd. En hvernig fáum við þær til að trúa þessu? Barði: Það verður nú að vera kænlega út- búið. Hvað heldurðu að kennslukonan segi, þegar þær koma með þessa speki? Fúsi: Já, þetta er mátulegt handa stelp- unum. Þær eru svo merkilegar með sig upp á siðkastið og þykjast vera okkar fremri i öllu. Barði: Já, það eru nú meiri montrófurnar síðan á prófinu. Þær eru svo upp með sér, af þvi að Dísa skyldi verða efst i bekknum. Hörður: (kemur inn) Sælir félagar. Hvers vegna eruð þið svona glaðlegir? Hafið þið unnið i happdrættinu? Barði: Nei, nei. En við vorum bara að ráð- gera, livernig við ættum að leika á stelp- urnar. Hörður: Blessaðir segið þið mér það. Ég skal verða með i því. Þær eiga það skil- ið. Fúsi: Barði er búinn að finna svo nnzi sniðugt ráð, ef við aðeins getum fram- kvæmt það. Barði: Við ætlum að telja þeim trú um, að Ólafur liclgi hafi gefið Guðmundi rika dóttur sina og fengið Grímsey I staðinn, og siðan hafi Norðmenn búiS þar. Hörður: Norðmenn. Heldurðu að þær trú> þvi? Þær hafa kannski einhvern tim® hitt Grimseying. Barði: Ég er viss um, að þær hafa ekki hugmynd um þetta, ef við förum dáliti® kænlega að. Fúsi: Þær trúa þér ekki, Barði. Það et betra, að við Hörður segjum þeim þa®' Barði: Alveg rétt. Þið Hörður farið til þeirra, og svo skal ég reyna að styrkj* þær í trúnni á eftir. Hörður: Þetta er ágæt ráðagerð. Það verS" ur gaman að heyra, þegar þær far8 að segja kennslukonunni frá NorðmönD' unum i Grimsey á morgun. Tjaldið. 2. atriði (Disa, Alfa og Beta sitja við lestur). Dísa: Finnst ykkur ekki strákarnir and' styggilegir. Þeir kaffærðu mig alveg snjó, þegar ég kom heim úr skólanuin i dag. Beta: Jú, þeir ættu að fá duglega hirtinguj Alfa: Þeir öfunda okkur svo mikið, af Þvl að Dísa varð efst á prófinu. Þeir héldu víst, að það yrði Barði eins og i fyrra. Dísa: Það væri gaman að reyna einhver*1 tíma, hvort þeir eru eins hugaðir og Þelf þykjast vera. Beta: Já, það væri svei mér gaman. Alfa: Nú höfum við alveg gleymt að les°' Eigum við þá ekki að byrja á Islands' sögunni? (Barið að dyrum). Dísa: Ég er nú búin að lesa hana. Ko11' ‘nn' .-j Hörður og Fúsi (koma inn): Komið ÞlC sælar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.