Æskan - 01.03.1973, Síða 26
Glettur
Leiksviðið er venjuleg stofa.
Persónur: Kennslukonan, Barði, Fúsi, Hörður, Alfa, Beta, Dfsa,
gömul kona og vofan.
1. atriði
(Barði og Fúsi sitja viS borð og lesa).
Barði: Hvað áttum við nú að hafa i Is-
landssögunni?
Fúsi: Við áttum að lesa kaflann um Ólaf
hclga og íslendinga.
Barði: Lestu það nú fyrir mig. Ég er eitt-
hvað svo latur núna.
Fúsi: t>ú verður þá að hjálpa mér að reikna
á eftir.
Barði: Já, það skal ég gera. Byrjaðu nú.
Fúsi: (les): Ólafur helgi Noregskonungur
scndi Þórarin Nefjólfsson til íslands
að bjóða landsmönnum vináttu sina og
traust, ef þeir vildu verða þegnar hans.
Einnig bað Þórarinn þá að gefa kon-
ungi Grímsey. Flestir höfðingjar tóku
vel þessari málaleitun. Sagði Guðmund-
ur hinn ríki, að sér mundi mætari vin-
átta konungs en útsker það. En þá flutti
Einar Þveræingur, bróðir Guðmundar,
snjalla ræðu, þar sem hann mælti ein-
dregið á móti þvi, að erlendum konungi
væri gefin Grímsey. Hann benti á, að
í Grímsey mætti fæða útlendan her, og
gæti það verið hættulegt sjálfstæði hins
unga þjóðveldis.
Barði: Hvort var það Guðmundur eða Ein-
ar, sem vildi gefa konungi Grimsey?
FÚ8í: Það var Guðmundur. Einar Þveræ-
ingur var hygginn kari, sem sá, hvað
það gat verið hættulegt.
Barði: Já, Einar var sómakari. En Guð-
mundur var liuglaus höfðingjasleikja,
sem mat meira vináttu konungs, en
sjálfstæði landsins. — En heyrðu, Fúsi.
Nú datt mér nokkuð i hug. Ja — ef þú
bara vissir.
Fúsi: Nú, hvaða látalæti eru þetta. Komdu
þvi þá einhvern tíma út úr þér.
Barði: Við skulum hrekkja stelpurnar eitt-
hvað. Þær eru alltaf með einhverjar
glósur um okkur.
Fúsi: Já, það væri þeim mátulegt. En
hvað eigum við að gera?
Barði: Það er ég, sem veit það, sauðurinn
þinn. Aldrei dettur þér neitt smellið i
hug.
Fúsi: Sjáið moldina rjúka í logninu. En
hvað er það þá, sem gáfnaljósinu hefur
dottið i liug? Lofaðu mér að heyra.
Barði: (ákafur) Við förum heim til stelpn-
anna og segjum þeim, að tveimur árum
eftir sendiför Þórarins Nefjólfssonar
hafi Ólafur helgi gefið Guðmundi ríka
dóttur sina, og þá liafi Guðmundur geng-
izt fyrir þvi, að konungi væri gefin
Grimsey, og síðan búi þar eintómir
Norðmenn, sem lifi mest á selveiðum
norður í íshafi.
Fúsi: Þetta er alveg ágæt hugmynd. En
hvernig fáum við þær til að trúa þessu?
Barði: Það verður nú að vera kænlega út-
búið. Hvað heldurðu að kennslukonan
segi, þegar þær koma með þessa speki?
Fúsi: Já, þetta er mátulegt handa stelp-
unum. Þær eru svo merkilegar með sig
upp á siðkastið og þykjast vera okkar
fremri i öllu.
Barði: Já, það eru nú meiri montrófurnar
síðan á prófinu. Þær eru svo upp með
sér, af þvi að Dísa skyldi verða efst i
bekknum.
Hörður: (kemur inn) Sælir félagar. Hvers
vegna eruð þið svona glaðlegir? Hafið
þið unnið i happdrættinu?
Barði: Nei, nei. En við vorum bara að ráð-
gera, livernig við ættum að leika á stelp-
urnar.
Hörður: Blessaðir segið þið mér það. Ég
skal verða með i því. Þær eiga það skil-
ið.
Fúsi: Barði er búinn að finna svo nnzi
sniðugt ráð, ef við aðeins getum fram-
kvæmt það.
Barði: Við ætlum að telja þeim trú um,
að Ólafur liclgi hafi gefið Guðmundi
rika dóttur sina og fengið Grímsey I
staðinn, og siðan hafi Norðmenn búiS
þar.
Hörður: Norðmenn. Heldurðu að þær trú>
þvi? Þær hafa kannski einhvern tim®
hitt Grimseying.
Barði: Ég er viss um, að þær hafa ekki
hugmynd um þetta, ef við förum dáliti®
kænlega að.
Fúsi: Þær trúa þér ekki, Barði. Það et
betra, að við Hörður segjum þeim þa®'
Barði: Alveg rétt. Þið Hörður farið til
þeirra, og svo skal ég reyna að styrkj*
þær í trúnni á eftir.
Hörður: Þetta er ágæt ráðagerð. Það verS"
ur gaman að heyra, þegar þær far8
að segja kennslukonunni frá NorðmönD'
unum i Grimsey á morgun.
Tjaldið.
2. atriði
(Disa, Alfa og Beta sitja við lestur).
Dísa: Finnst ykkur ekki strákarnir and'
styggilegir. Þeir kaffærðu mig alveg
snjó, þegar ég kom heim úr skólanuin
i dag.
Beta: Jú, þeir ættu að fá duglega hirtinguj
Alfa: Þeir öfunda okkur svo mikið, af Þvl
að Dísa varð efst á prófinu. Þeir héldu
víst, að það yrði Barði eins og i fyrra.
Dísa: Það væri gaman að reyna einhver*1
tíma, hvort þeir eru eins hugaðir og Þelf
þykjast vera.
Beta: Já, það væri svei mér gaman.
Alfa: Nú höfum við alveg gleymt að les°'
Eigum við þá ekki að byrja á Islands'
sögunni?
(Barið að dyrum).
Dísa: Ég er nú búin að lesa hana. Ko11'
‘nn' .-j
Hörður og Fúsi (koma inn): Komið ÞlC
sælar.