Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 35

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 35
■ ' '• :;-V. *" t";' . .. jsr.-NC'*' v.» ,tíj. - ■— >*>. **■„*'•’ -• *; — - *• ,-Æv :■ - ■ „ - : * r': • *’, “ j|; . | sSIN Í*J. * TRYGGÐATRÖLLIÐ Þegar Iskaldur vetrarstormur æðir yfir Suðurskautslandlð, frýs allt meginlandið. Sjófuglarnir svífa á braut, og selurlnn hvað þá annað heldur til norðurs. Öll dýrin hverfa utan eitt — keisara- mörgæsin — hinn trúfasti og eini búfasti Ibúi þessa meginlands. Keisaramörgæsin er sýnu stærri en ættingjar hennar, getur orðið um það bil metri á hæð og vegur allt að 45 kllóum. Hún hefur lagað sig að köldu loftslagi og hörðu umhverfi á eftirtektar- verðan hátt. Og ekki nóg með að hún þurfi að lifa sjálf af veturinn — hún verður llka að sjá um, að ný kynslóð llti dagsins Ijós. Seint á hausti meðan maísólin rétt gægist yfir sjóndeildarhring- inn, verpir keisaramörgæsin einu eggi. Og í hræðilegum kulda frostnæturinnar ungar karlinn út eggjum. Á tveggja mánaða langrl föstu missir hann allt að 45% af þunga sínum. HREIÐUR í ÍSNUM Nú eru þekktar um það bil tuttugu nýlendur keisaramörgæsar- innar á Suðurskautslandinu, og tala fuglanna er áætluð eitthvað um 100 þúsund. Fáeinir fuglar halda norður allt 60. breiddargráðu, en engin nýlenda fer norður fyrir heimskautsbaug. Syðsta ný- lendan, sem menn þekkja til, liggur í miðju Rosshafinu, á 77. gráðu suðlægrar breiddar. í byrjun apríl, þegar sjó tekur að leggja, safnast þúsundir fugla saman I nýlendunni. Keisaramörgæsin byggir ekkl hreiður, það er ókleift á Isnum, þar sem ekkert efni finnst til slíkra hluta. Eggið liggur umbúðalaust á Isnum. Þegar vetur gengur I garð, lætur frúin manninum eftir eggið, sem er um það bil hálft kiló á þyngd. Hann setur það varlega á fætur sér og hylur það slðan með skrokknum. Kvenfuglinn heldur síðan til heitari svæða og lætur bónda sínum eftir að unga út egginu, en það tekur 62—64 dægur. Allt þetta fer fram meðan vetrarstormarnir æða yfir megin- landið og kuldinn verður 50—60 gráður. Karlfuglarnir safnast nú saman I hópa til þess að geta betur staðið af sér kuldann. Þeir eru rígmontnir af egginu og sýna það gjarnan næsta fugli. Stund- um missa þeir eggið og oftlega skeður það að það eyðileggst eða þá að því er beinlinis stolið af einhverjum, sem ekkert eggið á. Eggið, sem hvílir á fótum fuglsins, er verndað af nokkurs konar útungunarvasa að aftan, en að framan af skinnfellingu, og stað- reyndin er, að mörgæsin getur hreyft sig stuttar vegalengdir án þess að missa eggið. BARNAHEIMILI Á ÍSNUM Mörgæsin, sem skrlður úr egginu, er hvergi nærri eins glæsi- legur fugl og foreldrarnir. Unginn er einna líkastur gráum dún- hnoðra á alltof stórum fótum. Fyrstu dagana liggur unginn I hreiðr- inu og emjar af sulti. Faðir og móðir skiptast á um að halda tll hafs og veiða fisk handa afkvæminu.’ Þegar unginn tekur að vaxa, er það ekki nóg, að annað foreldrið dragi björg I bú. Þá stofna mörgæsirnar „barnaheimili" á (snum, þar sem fullorðnar mörgæs- ir hafa auga með ungunum, á meðan aðrir afla matar. Með þessarl skynsamlegu vinnuskiptingu tekst mörgæsinni að afla fæðu handa öllum ungunum. Þegar líður að hausti, er unginn nærri fullvaxlnn, og dúnham- urinn tekur að falla. Innan skamms eru unglingarnir teknir að bera svip af foreldrum slnum og geta haldið norður á bóginn með hópnum. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.