Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 32

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 32
HALVOR FLODEN: Sigurður Gunnarsson Islenzkaði VEIÐAR Þegar öllu var á botninn hvolft, var Pétur Skogstad bezti karl. Hann lét þá ekki aðeins fá atvinnu hjá sér við skógar- högg, heldur gaf þeim einnig leyfi til að leggja fuglasnörur i skóginum sínum. „Og engir aðrir en þið skuluð fá leyfi til þess,“ sagði hann. — Þeir urðu fjarska glaðir og lögðu fjölda margar snörur. Þeim fannst réttast að vera dálitið stórtækir, fyrst þeir fengu tækifæri til þess. Annars var ekki mikið af stórum fuglum i skóginum á þessu hausti. Og þeir, sem héldu þar til, voru gamlir og varir um sig og létu ógjarnan leika á sig. En svo kom brátt í ljós, að einhverjir aðrir höfðu lagt snörur í landi Péturs. Þeir höfðu áreiðanlega ekki fengið leyfi til þess. Pétur Skogstad var ekki þannig gerður, að hann gæfi með annarri hendinni það, sem hann tók með hinni. Það hefði verið gaman að vita, hvar þetta væri. Þeir ákváðu að rcyna að koma upp um þenna’n ókunna veiði- mann, en honum tókst lengi að leynast. Þeir höfðu sínar á- kveðnu hugmyndir um, hver þetta væri. „Það er einhver, sem er reiður við okkur,“ sagði Þór. En hann vildi ekki enn nefna neinn sérstakan. Dag nokkurn er þeir voru, eins og oft fyrr, að svipast um eftir sökudólgnum, komu þeir að snöru, sem stór þiður var i. Óli sá hann fyrst og fleygði sér glaðlega yfir hann. „En sú heppni, drengurl“ hrópaði hann. „Hvað ertu að segja?“ spurði Þór og hljóp til hans. En er hann var nærri kominn, nam hann snögglega staðar og varð alvarlegur á svip. „Þetta er ckki okkar snara!“ sagði hann. „Er það ekki okkar snara? Hvað ertu að segja?“ Óli sleppti fuglinum og horfði vel i kringum sig. „Nei, svona ljóta snöruhnúta bindum við ekki.“ Og þetta var vissulega rétt. Það var hinn ókunni veiðiþjófur, sem átti snöruna. „Já, þetta er ljóta snaran!“ „Hér eigum við réttinn — og aðrir hirða veiðina." „Við eigum fuglinn." „Við gerðum réttast í að taka hann.“ „Já, víst væri það réttast. En við þurfum ekki að lúta svo lágt.“ Þeir hengdu fuglinn upp i grenitré rétt hjá og héldu svo leiðar sinnar. En það var ekki siðasti fuglinn, sem þeir hengdu upp fyrir veiðiþjófinn. Já, þeim fannst stundum að svo liti út sem hann hefði meiri veiðiheppni en þeir. Það var i rauninni skritið, því að þessi ókunni náungi var augsýnilega klaufi á ýmsan hátt. Óheppni þeirra var sennilega mest i þvi fólgin, að snör- urnar þeirra voru margar í miklu ólagi. Þær voru meira og minna rifnar af fuglum, fénaði eða óveðri — eða kannski af mönnum. Stundum voru í þeim litlar trjágreinar, og tæpast höfðu þær komizt þangað sjálfar! Og ástandið varð sííellt verra og verra. Stundum gerðu Þe,r lítið annað dögum saman en .ganga um og gera við snörur. Þeir urðu þvi þreyttir og leiðir, þar sem veiðin var svo lltih Og þó var nú stundum töluvert af fugli. Þeir sáu jafnvel stóra hópa öðru hverju. Ósjaldan höfðu fuglarnir fest sig i snörunum, en getað losað sig aftur. Það var eins og þeir hefðu slitið snörurnar, þótt þa11, væru nýjar og sterkar. Loks mátti geta þess, að það var sem fuglarnir væru alveS furðulega vitrir, næstum þvi eins og menn. Það var því líkast sem þeir bæru á sér hnífa og önnur tæki, sem tilheyra mönn- um! Nei, það var áreiðanlega enginn vafi lengur: Hér var einhver á ferð, sem stal fuglum úr snörum þeirra, strax og þeir festust i þeim. Það var vafalaust sami þrjóturinn og lagt hafði snörur i óleyfi. Þeim varð sifellt meiri heift i hug að þurfa að hengj® upp fugla fyrir þennan náunga. „Við verðum að bíða rólegir þangað til við getum rakið slóðina hans,“ sagði Þór. Þeir tóku upp á þvi um tima að vitja oftar um snörurnaf en fyrr, og stundum snemma dags. Og þá komu þeir oft á undan þjófunum og fengu dálitla veiði. Svo var það nótt nokkra, að það kólnaði og snjóaði töluvert- Þá biðu þeir daginn eftir, svo að þjófurinn gæti átundað i®Ju sína í ró og næði. Síðan lögðu þeir af stað. Jú, alveg rétt! Það hafði verið maður þarna á ferð og lirl eftir flestum snörunum þeirra, og hann virtist hafa gert Þ°® sama daginn. Hér var aðeins um dreng að ræða. Hann haf®1 unnið þetta verk sitt með mikilli varúð, svo að slóðin sæist ckk1 við snörurnar, gengið aftur á bak, dregið hríslur á eftir ser til að hylja slóðina og reynt að leggja leið sína nærri trjáú1’ þar sem lítill var snjór. Augljóst var, að hann hafði tekið fugl3 úr snörum þeirra. Og á dúninum, sem eftir lá, gátu þeir se ’ hvaða fuglategundir það höfðu verið. Furðulegt, ef þeir fi#tu ekki einhvern tíma komið upp um þjófinn! Þeir ákváðu a rekja slóðina. Það var auðvelt að þekkja hana á því, að ha1'' járnið vantaði á annan skóinn. Slóðin lá í áttina til Höfðabrekku, þar sem Hóll var og flc,rl bæir, enda höfðu þeir búizt við þvi. Þeir röktu hana langt niður eftir, nyrzt í bæjarhverfið. Þarna niður frá lá hún upp á sef nokkurn, svo að vonlaust var að rekja hana lengur. En Þc|r gáfust samt ekki upp, heldur fylgdust með því af mikilli n*1 kvæmni, hvort hún lægi ekki einhvcrs staðar út af veginulU' Er þeir komu á móts við Hól, lá ofurlítill stígur heim að bffu um, og i þessum stig fundu þeir aftur för eftir járnlausa ha: inn. Þá gátu drengirnir ekki stillt sig um að hlæja, þv* a. þetta kom alvcg heim við þann grun, sem þeim hafði Jenfi1 búið i brjósti. Þeir gengu heim og náðu tali af Siggu. „Er Hákon heima?“ „Já, hann er inni í Gömlustofu hjá afa sinum. Hann er u- kominn utan úr skógi.“ Þeir þutu strax þangað — og hún siar undrandi á eftir þeim. Þeir voru eitthvað svo einkennilegir> svo óvenjulegur asi á þeim — gáfu sér tæpast tíma til að heilsa henni. Hún skildi ekkert í þessari framkomu þeirra. Er þeir komu inn, sat Hákon berfættur framan við ariulUl1 og vermdi sig. Skammt frá arninum liéngu fuglar til l,erl *f’ og drengirnir töldu sig þekkja aftur suma af þeim, sem teuU höfðu verið úr snörum þeirra i dag. Gamli maðurinn, sem áður fyrr hafði verið mikill veiðiwa®1*’ fór nú höndum um fuglana og vildi vita nákvæmlega, hv Hákon hefði veitt þá. En eftir að þeir Þór og Óli komu inn, var eins og hon væri ekki lengur létt um svör. Hann nefndi nú stað langt n°r í ásnum. En þá varð gamli maðurinn mjög undrandi. „Hefurðu líka farið svona langt í dag?“ spurði hann. „Jæja, þú stundar þá líka veiðar?“ sagði Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.