Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1973, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1973, Blaðsíða 16
hún látin vera þarna, þangað til jarðarfarardaginn. Þetta var allt, sem hún vissi. „Já,“ sagði þún aðeins svo lágt, að forstjórinn heyrði það sennilega þkki. „Þess vegna iættuð þér að gera allar leikaragrillur út- lægar úr kollinum og hugsa um mömmu yðar og framtíð- ina,“ hélt hann áfram. „Já,“ sagði Tim og mætti augum hans feimnislaust. „Það er satt, og það vil ég einmitt, en það er engu líkara en ég eigi ekki verulega heima við neitt, en ég verð að gera tilraun í hattadeildinni, ef yður er alvara með að leyfa mér að reyna." „Hringið til mín í fyrramálið,“ sagði hann. „Þá skal ég vera búinn að koma þessu í kring. En gefizt þér nú ekki strax upp. Að vísu getið þér haft böggladeildina í bakhöndinni, en réttara er fyrir yður að stefna ögn hærra. Sá, sem engan metnað hefur, kemst aldrei hátt í heiminum." Tim vissi eiginlega ekki, hvort hún var hrygg eða glöð, þegar hún var komin upp í sporvagninn og áleiðis heim. Helzt fannst henni, eins og hún hefði fengið ofanígjöf, réttmæta að vísu, en þrátt fyrir það ekki efni til að vera sæl og glöð yfir. Hann hafði rétt fyrir sér, það fann hún. En hattabúð . . . Þegar hún kom heim, stóð Kátur innan við hliðið, belgdi upp hvoptinn og bauð hana velkomna af mestu kátínu. Og nú var hún ekki hið minnsta hrædd við mót- töku hans, því að hún hafði farið í gamla kápu. Hún þreif hann í fangið og trítlaði inn með hann, glöð og léttstíg, og hrópaði undir eins, þegar hún var komin inn í forstofuna: „Anna, Anna, ég er búin að fá vinnul" Og henni fannst sjálfri, að það hljómaði nærri því glaðlega. En það var ekki Anna, heldur Ríkarður, sem heyrði til hennar og kom út úr borðstofunni. „Halló,“ sagði Tim og kinkaði kolli til kveðju. „Hvar eru hin?“ „Siri frænka og María fóru í pósthúsið. Frænka er hin hressasta. Ég er viss um, að hún hefur mjög gott af því að fara burt og hvíla sig.“ Hann bauðst til að hjálpa henni úr kápunni og gúmhos- unum, en hún afþakkaði. Annars var þetta í fyrsta skipti, sem hann bauð Tim þjónustu sína. „Nú er allt í lagi,“ sagði hún. „Ég er búin að sækja farseðlana, fara í lyfjabúðina, kaupa ávexti og fara með læknisvottorðið fyrir mömmu til forstjórans." Og hún taldi á fingrunum erindin og tók svo miða upp úr veski sínu til þess að ganga úr skugga um, að hún hefði engu gleymt. „Jú, þú gleymir einu, Tim. Þú gleymir að segja mér það, sem þú ætlaðir að fara að ryðja úr þér, þegar þú ui" komst inn. Anna fór í kjötbúðina, svo að þú hefur nema mig til að úthella hjarta þínu fyrir og gleðjast ö* ^ þér,“ sagði Ríkarður brosandi og gróf hendurnar djuP í vasana á sloppnum sínum. „Ó, já, það. Já, það verður hlutskipti mitt fyrst sinn að máta hatta allan guðslangan daginn á alls ko ^ skalla, bæði langskalla og breiðskalla og hvað þe,r , heita allir á vísindamáli. Vertu ekki að hlæja að þ Það er heiðarleg atvinna. Og ég skal áreiðanlega e verða sköllótt sjálf af því að ég fái ekki viðskiptavini, r fiún að þér finnist ég vera flón!“ Orðin ruddust úr henni í einni bunu, og svo þaut upp á loft og inn í herbergið sitt. Hana sveið i augun, ^ þau fylltust hvað eftir annað, og hún réð ekkert við Þa Svo skipti hún um föt í snatri og fór niður í eldhús. var reið við sjálfa sig. Hún hafði hagað sér eins og 35,1 Hún, sem hafði einsett sér að þykjast vera glöð og ingjusöm. Alveg leika við hvern sinn fingur. rkuf- búf' „Ríkarður!" hrópaði hún. „Þú ert svo stór og ste Hjálpaðu mér að ná perudósinni þarna uppi á efstu ^ hillunni. Þakka þér fyrir. Ég skal segja þér, ég el _ sæl og glöð yfir nýju atvinnunni minni. Hattar hafa elo* lega alltaf verið mín sérgrein og..." „Auðvitað höfuðatriði fyrir þig eins og aðra,“ erti h31 hlæjandi. „Dálítið skrítið samt, að þú stássar alltaf 111 alpakollu." „O, eins og maður hafi ekki heyrt, að forstöðuko ^ fvrir stórum, frönskum tízkuverzlunum til dærnis h11 y heltfur ekki hót um, hvernig þær eru sjálfar til fara, ganga um skreytta sali sína eins og afturgöngur, búnar hverjar svartar druslur. Svo að það er nú . ..“ Framhald' { eiU' Þaí5 skemmtilega við skákina er það, að alltaf eru að koma upp nýjar og nýjar stöður á skákborðinu, og virðist fjöl- brcytnin nánast takmarkalaus. Litum t. d. á bessa stöðu, en liún tefldist þannig: Hvitt: Svart: 1. a7! — Hxa7 2. Rb6t og bvítur er patt, cf svartur drepur riddarann með biskupi sinum. — Jafn- tefli! a A B C D E F 6 B D lC® * ■ a ms * [* A B C D E, F 14

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.