Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1973, Blaðsíða 17

Æskan - 01.07.1973, Blaðsíða 17
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR ingaað er °ft og mikið talaö um óreglu ungl- ■ En sem betur fer er þó meiri hluti 'rra reglusamt dugnaðarfólk. fó,kndanfarið hef ég rætt nokkuð við ungt Um reykingar. Og flestir, ef ekki allir, act var|ið sig á þann leiða sið, segj- ^iá eftir þvf. ag UmurT1 Þykir það kannski ieiðindaraus en ^mnast meira á sígarettur og reykingar ®kki ^gar hefur verið gert. Mér finnst þó a3 °f oft nefnt, hversu bjánalegt það er enna baeði peningum og heilsu. þvi1 an*e9a verður þó hver og einn að ráða sJálfur, hvort hann reykir eða ekki. En baþ Þvi bag Sorglega er, að menn virðast ekki ráða sJálfir. Margir byrja bara að fikta við 9era 6rU SV0 or®n'r Þrselar áður en þeir Ser grein fyrir því. Sa9ð'9a Stúlku h'(ti e9 um daginn, sem Þlönk T Æ’ mér fmnst ég alltaf hafa verið lofug’ S'ðan e9 fór að reykja. Nú er ég trú- stiáv 6r hyriu® kaupa hitt og þetta h^gte^'s ' Þúið. Og það er ótrúlega margt b6ss að kaupa fyrir „sígarettupeningana". ag raV®9na er ég líka að reyna að hætta kfún , reykja. En það er erfitt. . . SVitakófi, __ , Sagðist hrökkva upp á nóttunnl í Og ... ,fi’ ~~ vera sveitt í lófunum á daginn, hún. 'rieitt eirðarlaus og líða illa. Svo sagði byrj.T ^9 vildi bara, að ég hefði aldrei Upp| & að reykja. En ég skal ekki gefast Vo! É9 ekk ~9 skal hætta! nandi tekst henni það. sPurði glæsilegan nýstúdent, sem ag steVlt'r’ Þvort það hefði ekki verið erfitt bvj an nda at ser ásókn þeira, sem reykja, fá f| ■ at virðist þeim ákaflega annt um að Haeir' f sinn hóp. Hannnn taidi Það ekki hafa verið erfitt. án áfgSa9ðist dansa mikið og skemmta sér Ur hafn^'S °9 fóbaks. Hannsagðist óhrædd- v^r| a sagt þeim „ásækjendum”, að það Orn al^J°r sjálfsblekking að telja sér trú Það væri fínt að reykja. Erla Guðjónsdóttir. Læknanemi sagði mér, að þeir félagar vildu helzt banna innflutning á sígarettum. Og hann bættl við: — Eftir að hafa séð t. d. lungu og kransæðakerfi þeirra, sem reykja, skil ég ekki hvernig nokkur heil- vita maður býður likama sínum upp á slíkt. í ágúst er verzlunarmannahelgin, og þá er vissulega gaman að fara í ferðalög og útilegu. Og ég vona, að þið, sem ekki reyk- ið, látið ekki freistast. Ef þið eruð t. d. boðin í „þartý”, hvort heldur það er f tjaldi eða annars staðar, þá þorið að segja, að þið kærið ykkur ekki um sígarettu, þótt henni sé haldið að ykkur. Ef þið ætlið ykk- ur ekki að reykja, þá standið ykkur! Meðal þeirra, sem ég spurði, er Erla Guðjónsdóttir frá Keflavík. Erla verður 14 ára í september. Erla: — Nei, ég reyki ekki, og mig lang- ar ekki til þess. Ég vona, að ég verði ekki svo vitlaus að fara að byrja á því. Mér finnst það veikleikamerki að geta ekki sagt nei. T. d. var ég á balli í vor, ásamt stelpu, sem heitir Ellen. Við vorum spurðar að þvf, hvort við reyktum ekki. Þegar við sögðum nei, þá bara hlógu krakkarnir og spurðu, hvort við værum svona mikil börn! Ingibjörg: — Mér finnst þeir miklu meiri „börn" — eða réttara sagt óþroskaðri, sem þora ekki að segja nei og eru alltaf að reyna að vera eins og allir hinir, en ekki þeir sjálfir. Reykja margir á þinum aldri? Erla: — Já, allt of margir. — Ég held bara flestir. Ingibjörg: — Nú hefur skólafólk yfirleitt ekki mikið kaup. Finnst þér ekki heimsku- legt að láta peningana sína fara að miklu leyti í sígarettur? Erla: — Jú. Ég vildi fremur gera eitthvað annað við þá. T. d. vildi ég geta eignazt bíi einhvern tíma seinna, eða geta farið í ferðalög og skemmt mér. — Og eitt enn, sem ég vil segja þér. — Mér ieiðast fullir öskuþakkar, og reykingafýla út úr fólki finnst mér vond! Ingibjörg: — Hvað heldurðu, að krakk- arnir reyki mikið á dag? Erla: — A. m. k. hálfan pakka á dag. Og áður en þeir átta sig, eru þeir komnir upp í heilan pakka á dag. Ingibjörg: — Það eru yfir 30 þúsund krónur á ári! — Nóg fyrir skemmtiferð til út- landa. Erla: — Já, það væri líka áreiðanlega skemmtilegra. Ég mundi byrja á að fara til Færeyja. Ingibjörg: — Ég skal koma með þér! Því það er dásamlega gaman að heimsækja þessa góðu frændur okkar og vini f Fær- eyjum. Og ef skólafólk hefur hug á að fara þangað, ætla ég að benda því á að byrja strax að safna og panta sér tfman- lega gistingu, t. d. á Farfuglaheimilinu „Fráhald” hjá þeim ágætu hjónum Hall- gerði og Jóni Sivertsen. Þangað fer skóla- fólk frá öllum löndum, og er því vissara að panta fyrirfram. Erla: — Ég vona, að það verðl ekki langt þangað til ég kemst þangað. Ingibjörg: — Það vona ég líka. Svo sendi ég beztu óskir til allra vina okkar f Færeyjum. Og við þökkum þeim m. a. ágæta menningarviku, sem haldin var f Reykjavík í vor. Kærar kveðjur! INGIBJÖRG. Ætlun mín og von Enginn ætti að reykja sígarettur eða drekka áfenga drykki, þvf að eins og allir vita, er hvorttveggja mjög skaðlegt heilsu manna og enn meira heilsu, vexti og þroska unglinganna. Tóbakseitrið verkar á taugakerfið, hjartað og æða- kerfið. Þeir, sem reykja mikið, fá lang- vinna tóbakseitrun, og lýsir hún sér f höfuðverk, skapvonzku og magatruflun- um. Læknar telja nú fullsannað, að tóbaksreykingar valdi lungnakrabba og kransæðasjúkdómum. Ég hef heyrt full- orðið fólk, sem hefur hætt að reykja, segja, að það sé ekki bara vegna pen- inganna, sem það hætti, en það kostar um það bil 30 þúsund krónur á ári að reykja einn pakka á dag, heldur vegna þess, að þegar það hefur ekki reykt I nokkurn tíma, líður því miklu betur bæði andlega og líkamlega. í áfengi er eitur- efni, sem kallast vínandi, en það berst með blóðinu út um líkamann og veldur lömun í taugakerfinu. Ölvaðir menn verða ófeimnir, málgefnir og fjörugir fyrst f stað, en þegar áfengis er neytt meira, verða menn oft illir og hætta að gera sér grein fyrir réttu og röngu og gera þá oft hluti, sem þeir mundu ekki gera allsgáðir. Það er ætlun mín, ósk og von, hvorki að reykja eða drekka áfenga drykki. Álfhildur Ragna Halldórsdóttir. 15

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.