Æskan - 01.07.1973, Blaðsíða 43
Ég gaf merki það, sem við höfðum komið okkur sama um, og
von bráðar vorum við allir komnir saman i einn hóp. Ég skipaði
rauða Villa að sjá um varðhundinn, en ætlaði sjálfum mér að
taka strákinn. Þegar hann svo, garmurinn, kom nálægt, þar sem
við stóðum á bak við runnana, hlupum við að honum, stungum
upp i hann klútnum og tókum til fótanna. Hundurinn fór að verða
órólegur, en rauði Villi lagði í hann með kylfunni sinni og rotaði
hann I einu höggi. Svo þutum við af stað eins fljótt og við gátum
fyrir bannsettu myrkrinu og ójöfnunum á veginum. Nú er drengur-
inn kominn hingað, og greifinn skal mega höggva gott skarð I
maurakistur slnar, ef hann vill sjá son sinn afturi"
„Já! Þetta er nú gott og blessað, Eirikur. En nú verðum vlð
lika að fiytja okkur undlr eins lengra inn I skóginn."
„Nei, þvl þá það. Ég er orðinn þreyttur, og við verðum að
halda okkur góða veizlu, fyrst við veiddum svona vel. Heldurðu, að
okkur langi til að halda áfram að gaufast í myrkrinu og rifa okkur
til blóðs á trjánum? Nei, gamia norn. Það getur þú reitt þig á, að
við gerum aldrei. Við verðum að fá nóg vín og drekka I alla
nótt, svo getum við seinna hugsað um að komast burt.“
„Ég held, að þú sért ekki með sjálfum þér, Eirikur. Heldurðu,
að greifinn sakni ekki drengsins sins, heldurðu, að hann leggi
ekki strax af stað með alla sina menn? Nei, nú skulum við leggja
af stað, og það strax. Við getum haldið veizlu, þegar við höfum
forðað okkur."
„Þegiðu, aulinn þinn! Greifinn finnur okkur aldrei, og þótt hann
geri það, verður hann ekki lengi að hugsa sig um, ef við hótum
að drepa drenginn fyrir augunum á honum. Segið álit ykkar,
félagar. Eigum vlð að haida okkur hátið eða leggja af stað út I
náttmyrkrið aftur?"
Ræningjarnir hrópuðu allir, að þeir hefðu enga löngun til að
fara að ráðum kerlingar. Sá hún þá, að ekkl mundi tjá að tala
um það lengur, og flýtti sér því að setja fram mat og vín. Settust
nú ræningjarnir að drykkju með ópum miklum og ólátum. En
enginn skipti sér af sofandi börnunum eða litla fanganum, sem
leið illa.
En Bláskjár, sem alltaf lá vakandi og milli vonar og ótta, hlust-
aði á ráðagerðir ræningjanna. Honum létti nú um hjartaræturnar,
þegar hann sá, hvernig komið var.
Þegar hann þóttist viss um, að enginn gæfi þeim gaum framar,
sneri hann sér að Valter litla, sem enn þá lá vakandi og grét
sáran og þungan. Hvíslaði hann lágt að honum:
„Littu á mig, Valter, en hreyfðu þig ekki og segðu ekkert."
Valter leit upp, og við sjálft lá, að hann ræki upp gleðióp, þrátt
íyrir viðvörunina, en Bláskjár flýttl sér að leggja höndina ó munn
hans.
Framhald.
ÆSKtt H
Bláskjár
Eftir FRANZ HOFFMANN
SJÖTTI KAFLI
FLÓTTINN
Nokkrir dagar liðu, án þess að ræningjarnir létu verða af því að
framkvæma fyrirætlun sína að stela greifasyninum. Þeir héldu að
mestu leyti kyrru fyrir í hellinum, því Eiríkur var ekki alls óhrædd-
ur um, að greifinn kynni að hafa gætur á þeim, þótt lítið bæri á.
Hann hafði því af og til nokkra njósnara á varðbergi til að gera
honum aðvart, ef eitthvað sýndist grunsamlegt.
Ella og Bláskjár höfðu sjaldan tækifæri á daginn til að minnast
á áform sitt, þvi að Eiriki var illa við, að þau töluðu saman, og
hafði hvað eftir annað rekið þau hvort frá öðru með höggum og
illyrðum. En á nóttunni, þegar allt var kyrrt í hellinum og þau
vissu, að ræningjarnir höfðu drukkið mikið og sváfu fast, Iæddust
þau á fætur til að tala saman.
Þegar flökkumennirnir sáu engin merki þess, að greifinn hugs-
aði til hefnda, afréðu þeir að framkvæma barnsstuldinn sem fyrst.
Tóku þeir sig upp morgun einn snemma og skildu ekki aðra eftir
í hellinum en börnin og kerlinguna. Ella og Bláskjár litu hvort til
annars, og hvorugt þeirra efaðist um, að Valter litll yrði þar kom-
inn áður en dagurinn væri liðinn.
En samt sem áður fór það svo, að þeir komu heim við svo
búið um kvöldið, og eins fór næstu dagana.
Bláskjár heyrði á tali þeirra, að þeir hefðu leglð á gægjum
hingað og þangað við girðinguna, en greifasonurinn hefði ekki
sézt i garðinum alla þá daga.
„Ef við náum honum ekki í dag,“ sagði svarti Eiríkur um morg-
unlnn, „þá brjótumst við inn í hölllna og tökum hann úr rúminu.
Og nú skal það takast!"