Æskan - 01.10.1978, Blaðsíða 18
Miðnæturævintýri
FELUMYND
Hvar er strandvörðurlnn?
daganum, var með honum. En
Konsepsión fann það á sér, að hvorki
gæti hann sjálfur með þunga Y-laga
stafnum sínum né Afrikano hrundið af
sér storminum, sem var að myndast.
Hann hljóp eins hratt og sinastæltir
fætur hans gátu borið hann heim að
dyrunum á stóra húsinu. Honum
fannst hjartað berja með jafn miklum
hávaða á rifbeinin á sér, eins og
stafurinn hans á hurðina, sem skildi
hann frá Senjór Deek. Allt í einu
kviknaði Ijós og hann heyrði fótatak.
Deek var kominn fram í svefnher-
bergisdyrnar sínar.
— Úlfarnir! þeir eru að ráðst á geit-
urnar. Senjór Deek, komið með riffil-
inn yðar. Þeir eru margir, margir,
margir!
Húsbóndinn var þegar kominn í
buxurnar og teygði sig eftir stíg-
vélunum sínum. Hann kastaði yfir sig
þykkri úlpu og greip um leið riffilinn af
hreindýrahorninu yfir rúminu. Svo
hljóp hann ásamt Konsepsióni niður
að réttinni.
Þegar þeir komu þangað, stönsuðu
þeir agndofa. Hvorugur þeirra hafði
séð slíka sjón fyrr. Ótal mórauðir
flekkir hentust um í tunglsljósinu, og
mynduðu hring um réttina, þar sem
geiturnar stóðu innikróaðar og skelf-
ingu lostnar. Urrið í Afrikano sannaði,
að hann sveikst ekki um á verðinum.
Yst í hringnum, við hlið Afrikano,
stóðu nokkrir hugrakkir, gamlir geit-
hafrar, sem líka voru reiðubúnir til að
verja maka sína og börn. Þeir settu
undir sig hausana, svo hvöss hornin
vissu fram og mynduðu varnarvegg
gegn hinum lipru og fótvissu morð-
ingjum. Einn úlfurinn lá dauður við
fætur Afrikanos, og annar haltraði að
skógarbrúninni. Að baki hans sást
blóðslóð í snjónum.
En Afrikano og gömlu geithafrarnir
stóöu ekki einir. Utan við hringinn
kringum geiturnar, börðust stríð-
hærðar, lubbalegarog Ijótarskepnur,
sem skutust liðlega fram og aftur, létu
skína í vígtennurnar, glefsuðu fim-
lega, þegar árásardýrin komu í færi,
og börðust þegjandi en af slíkri leikni,
að Afrikano gat engan veginn jafnast
á við þær, þrátt fyrir góða tamningu
°g langa reynslu. Úlfur vogaði sér
nær. Ein af þessum lubbalegu
skepnum beit sig fasta í hálsinn á
honum, og hann féll dauður til jarðar.
önnur stríðhærð skepna þaut fram,
það heyrðist braka í beinum og annar
úlfur dróst í burtu máttlaus að aftan.
Senjór Deek skarst í leikinn með
byssuna sína. Og hann missti ekki
marks. Áður en úlfarnir hurfu inn í
skugga skógarins, lágu þrír loðnir
búkar í viðbót í snjónum. Þá settist
Senjór Deek á trjástofn. Hin kulda-
legu augu hans horfðu rannsakandi á
Konsó. — Hvaðan úr ósköpunum
koma þessir hundar, Konsepsión?
spurði hann.
— Það eru ekki hundar, svaraði
Konsepsión, utan við sig af tauga-
óstyrk. — Það eru geitur.
- Þú ert ekki með öllum mjalla.
Þetta eru hundar!
- Afsakið, senjór, sagði Konso,
sem skalf á beinunum. — Ég átti ekki
við að þetta væru reglulegar geitur.
Það eru hundar, sem halda að þeir
séu geitur. Þeir voru að berjast fyrir
fjölskyldur sínar — fyrir mæður sínar,
bræður og systur. Og Konsepsión
gerði játningu sína. Hann hafði ekki
drekkt hinum illa kynjuðu hvolpum,
Hann hafði gefið geitunum, sem voru
búnar að missa kiðlingana sína, þá-
Og geitamæðurnar höfðu alið þá- "
Svo þetta eru hundar, senjór, eins og
þér skiljið, hélt Konsó áfram. Þeir eru
bara ekki hundar að því leyti, að þe'r
halda að þeir séu geitur. Og þeir erU
geitur. . .
Rödd Senjórs Deeks var ekki
lengur þurr og kuldaleg, því hann
skellihló.
Þannig stóð á því að Konso fserði
Mikaelu grænan hundrað dala seðil
daginn eftir. — Hérna eru peningar
fyrir brúðarkjól handa þér, sagði hann
hreykinn. — Senjór Deek gaf mér þá
Og hann segir, að ég eigi ekki að
gæta geitanna lengur. Konsepsión á
nú að hjálpa til við að hirða brúnu og
hvítu hundana í stóru hundastíunm-
Kannski fer ég einhvern tíma
Kanada og kannski færð þú að fara
með mér.
Mikaela reyndi að troða seðlinum
aftur í lófa hans. — Nei, nei, þú Þarft
meira á fötum að halda en ég, sagð'
hún. — Fyrir brúðkaupið okkar!
— Ég þarf ekki ný föt, svaraði
Konsepsión og rétti úr sér. — ÞeSS'
vinnuföt eru nógu góð handa mér-
Fólkið, sem kemur í brúðkaup'ú
okkar, mun ekki horfa á föt Konsós-
Það mun horfa á hann sjálfan,
segja: Þarna er Konsepsión GomeZ’
sá sem elur upp geiturnar, sern
berjast við úlfana.
Hvar er strokufanginn?