Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1978, Blaðsíða 51

Æskan - 01.10.1978, Blaðsíða 51
DAGUR HEILAGS PACIFICOS M W| iguel var bóndi og bjó við ^ourófljótið í Portúgal. Aðalatvinnu- Ve9ur hans var vínyrkja. En hann stundaði einnig aldinrækt, og átti t. d. ePlatré sem gáfu góðan hagnað. ^iguel hafði brugðið sér til ná- 9ranna. Og á meðan bóndinn var ^rverandi greip José, er var tólf ára, '^kifaerið til þess að stela eplum. José fyllti alla vasa sína, auk þess SeiTi hann át. Hann hafði búist við að Mi9uel yrði ekki svo fljótur í ferðum og raun varð á. José hafði ekki tíma til þess að ^0rTTast niður úr eplatrénu og skjót- kóngurinn Munið þið nafnið á honum? Ef ekki, reynið þá að lesa það úr rúnum rammans. ‘ueuipooo Xuuag :usne-| ast burt áður en bóndann bar að. Þó kom bóndinn ekki strax auga á epla- þjófinn. Hann hafði um annað að hugsa. Miguel settist á bekkinn, sem var hjá eplatrénu er José hafðist við í. Bóndinn var auðsjáanlega í vondu skapi. Hann mælti: „Þvílíkur óþokki og glæpamaður, svikari og lubbi. En honum mun refsað verða hinum megin. Það er áreiðanlegt." Þegar hann hafði þetta mælt leit hann til himins, og sá José uppi í trénu. En það var ekki nema fimm metra hátt. ,,Hvað sé ég? Ertu líka að stela frá mér litli prakkarinn? Komdu strax niður svo þú getir meðtekið hina verðskulduðu hýðingu." „Vægð," sagði José. „Ég var bara að athuga hvort eplin væru fullþrosk- uð. Ég hef ekkert af þeim tekið.“ „Komdu niður úr trénu," öskraði Miguel. „Að öðrum kosti kem ég upp ogsækiþig." José mælti: „Kæri, herra Miguel, því ertu í svo vondu skapi í dag?“ Miguel svaraði: „Ég hef fulla ástæðu til þess. Ætti ég að vera ánægður yfir því að vera svikinn og féflettur? Svo er mál með vexti, að ég lánaði Pedró nágranna mínum fimm hundrað escudos fyrir nokkru síðan. Þetta er mikil fjárhæð. Pedró gaf mér það skriflegt að hann mundi borga upphæð þessa á degi hins heilaga Pacificos. Hér í Portugal er mikill fjöldi daga helgaður minningu dýrlinga eins og þér er kunnugt, og við notum þessa daga stundum í stað mánaðardaga.“ José sagði: „Hvað gerðist svo?“ „Hvað gerðist?" svaraði Miguel. „Það var augljóst að Pedró er refur, lævís og afsleppur. Það er sem sé enginn dýrlingur til er heitir Pacificos, og þar af leiðandi enginn minningar- dagur helgaður honum. Þegar ég rukka Pedró er alltaf sama svarið. „Bíddu þangað til á degi hins heilaga Pacificos, þá mun ég borga þér.“ Svo hlær hann og skeggið hristist. Hann veit að þessi dagur rennur aldrei upp.“ José gat ekki haldið niðri í sér hlátrinum. Honum þótti þetta svo sniðug aðferð hjá Pedró til að féfletta nágranna sinn. En svo varð drengurinn alvarlegur á svip. Hann mælti: „Jæja Miguel. Slepp ég við refsingu ef ég næ í peningana hjá Pedró?" „Já,“ svaraði bóndinn, en þó dræmt. Drengurinn fór þá niður úr trénu í einu vetfangi. José sagði: „Þú verður að bíða í viku. Þá er fyrsti nóvember. Þann dag förum við báðir til Pedrós, og mun hann þá borga skuldina.1' Að svo mæltu hló drengurinn, og fór sína leið. En vasar hans voru fullir af eplum, sem fyrr er sagt. Miguel horfði á eftir drengnum og kom til hugar að hann væri bragða- refur eins og Pedró. En svo var ekki. Fyrsta nóvember kom José eins og hann hafði lofað. Miguel og José fóru þá báðirtil Pedrós. Er þangað kom sagði drengurinn kurteislega: „Miguel bóndi vill nú fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.