Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1978, Blaðsíða 40

Æskan - 01.10.1978, Blaðsíða 40
Leikmaður nær tökum á knetti með hægra fæti innanfótar og er í þann veginn að halda til vinstri. völdun. Hverju liði er það mjög mik- ilsvert, að sérhver varnarmaður þess geti metið gang leiksins hverju sinni, tekið sér rétta stöðu og með gerðum sínum hindrað fyrirætlanir mótherja. Leikkerfi er niðurröðun leikmanna í einstakar stöður á vellinum. Varnar- leikur og allar sóknaraðferðir byggj- ast á leikkerfum. 1) WM-kerfið (þriggja bakvarða— kerfið). ( þessari niðurröðun mynda sóknarmenn, W, en varnarmenn M. Einstakar stöður eru: 3 bakverðir, 2 tengiliðir og 5 sóknarleikmenn. Sér- kenni kerfisins felst í samvinnu tengi- liða og innherja á miðbiki vallarins. Bakverðirnir eiga að gæta útherjanna og miðherjans, en sóknarmenn að brjóta sér leið í gegnum vörn mót- herjanna. Upphafsmaður þessa kerfis var þjálfari enska liðsins Arsenals, Chapman að nafni, en það er mjög lítið notað nú. 2) 1-3-3-4 kerfið. Með því að draga einn sóknarmann til baka í stöðu tengiliðs, var leikmanni bætt í vörn- ina. Sóknarmenn (4) einbeita sér að sókninni og treysta á framtak tengi- liða, og á 1 varnarmaður eða 2 að skjótast fram í sóknina, ef svo ber undir. Hins vegar eiga 4 varnarmenn að ráöa til fulls við gagnsóknir mót- herjanna, þar til vörnin er öll komin á sinn staö. Framhald. KLIPP- R MYNDI Þetta er klippmynd, en í þær er hægt að nota alls konar tuskuaf- ganga og af þeim eru venjulega nægar birgðir í tuskupokanum. Og ekki spillir það, ef nokkrir skinn- eða filtbútar eru innan um. Myndin er gerð úr filti, tuskum, ullargarni o. fl. Sumir hlutar myndar- innar eru lausir við grunninn á stöku stað, þess vegna koma fram skuggar,- sem gera myndina svo lifandi og skemmtilega. En slíka mynd gera ekki aðrir en þeir, sem nokkra æfingu hafa. Ef ykkur langar að reyna, þá byrjið á viðráðanlegu verkefni, t. d. Óla lok- brá, en hún er gerð úr filti. Takið eftir litlu myndinni, en þar sýna slitróttu iínurnar hvernig sumir hlutar myndarinnar límast undir aðra, svo sem fætur, hendur, húfu og sólhlífina hans Óla. Og svo er hér urmull af smá- myndum, en eftir þeim getið þið klippt, úr mislitum tuskum, límt þær á strigaefni og gert þannig stærri mynd — með svipaðri aðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.