Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1978, Blaðsíða 36

Æskan - 01.10.1978, Blaðsíða 36
MEÐLIMIR: Chris Norman: gítar, söngur. Terry Uttley: bassi, söngur. Alan Wilson, gítar, söngur. Pete Spencer: trommur, söngur. Meðlimir SMOKIE eiga það allir sameiginlegt að þeir eru frá sömu borg í Englandi, Bradford. Þrátt fyrir að 90% af launum þeirra renni í breska ríkiskassann hafa þeir enn ekki látið sig og sitja sem fastast í heimaborg sinni. Sú hljómsveit er töluvert vandfund- in sem er ofar á blaði hjá evrópskum unglingum en SMOKIE. Allar plötur hennar stórar sem litlar hreinlega hverfa eins og dögg fyrir sólu og þeir spana upp alla vinsældalista. Og það þætti saga til næsta bæjar að ekki væri uppselt á hljómleika þeirra. (Þetta á þó ekki við um ísland.) f Bretlandi eru vinsældir þeirra ekki alveg svona miklar en þeir eru síður en svo óvinsælir þar. Kannski að ræflarokkið eigi sök á minni vinsæld- um þar. Eigi að síður hafa um tíu af lögum þeirra komist í fyrsta eða ann- að sætið á vinsældalistunum í Bret- landi og þar má nefna Living Next Door to Alice, l’ll Meet You at Mid- night, If You Think You Know How To Love Me og Lay Back In The Arms Of Someone. Frægðarsaga bresku hljómsveitar- innar frá Bradford hófst árið 1974 þegar Bill Hurley umboðsmaður SMOKIE gerði samning við plötuút- gefendurna og lagasmiðina Nicky Chinn og Mike Chapman en þeir mynda plötufyrirtækið Chinnichap. Chinn og Chapman tóku til óspilltra málanna við að semja lög og hvert ,,hit" lagið rak annað. Hljómplötufyr- irtækið RAK-records gerði dreifing- arsamning við SMOKIE um svipað leyti, og enn starfa þessir þrír aðilar saman og lifa góðu lífi. Vér Frónbúar höfum ekki farið var- hluta af tónlist SMOKIE og hefur hún náð miklum vinsældum hér. Greatest Hits plata þeirra félaga kom út vorið 1977 og náði gífurlegri sölu hér og raunar um allan heim. Fyrir síðustu jól kom út ein breiðskífan enn og bar hún nafnið Bright Lights and Back Alleys. Á henni er eitt lag sem náði óhemju vinsældum i Evrópu allri að fslandi meðtöldu. Það var gamla Searchers- lagið Needles And Pins. önnur vinsæl lög voru I Can’t Stay Here Tonight, Sunshine Avenue og Its Your Life. 0f Plötulisti hljómsveitarinnar svona meðallangur og fer hann her- Pass it around (SRAK 51 '’ Changing all the time (SRAK 51 Midnight Cafe (SRAK 520), Greates hits (SRAK 526), Bright lights an back alleys (SRAK 530). Litlar plötur þeirra eru eftirfaran '• Pass it around (RAK 192), I* ^0 think you know how to love me (R 206), Don’t play you rock’n’roll t° (RAK 227), Wild, wild angels (B* 233), l’ll meet you at midnight (P 241), Living next door to Alice (P 244), Lay back in the arms of some one (RAK 251), It’s your life (R/* 260), Needles and pins (RAK 26 For a few dollars more (RAK 267)- Verðlaunakrossgáta nr. 17. Úr réttum lausnum dregin eftirtalin nöfn: Ragnar I. Guðjónsson, Hlíðarbr 12, 540 Blönduós; Guðlaug Jónsdóttir, Melum, Pr° ^ firði, 500 Brú, Strandasýslu; María Bára Hilmarsdo ' Hornbrekkuvegi 13, 625 Ólafsfjörður, Eyjafirði; Erliaö^ Erlingsson, Mávanesi 10, 210 Garðabær; Tryggvadóttir, Eyrarlandsvegi 28B, 600 Akureyri; SiQ^ ur Valdís Jóhannesdóttir, Þorkelshóli, Víðidal. Hvammstangi, V.-Hún.; Guðmundur H. Halldórss^ Syðri-Sandhólum, Tjörnesi, 641 Húsavík; Ástdís björnsdóttir, Vestur-Fíflholti, Vestur-Landeyjum, P® . árvallasýslu; Gunnar Þór Haraldsson, Innra-Leiti, S arstrandarhreppi, 371 Búðardalur; Björn S. Benja^' ^ son, Rangá I, Hróarstungu, 701 Egilsstaðir; Harpa Jónsdóttir, Hrafnabjörgum III, Jökulsárhlíð, N.-^ú1-’ hanna Ósk Pálsdóttir, Lækjarbraut 3, Rauðalaek, Hol*a' hreppi, Rangárvallasýslu; Sveinbjörg H. Sigurðardól^ Staðarbakka, Helgafellssveit, Snæfellssýslu, 340 Sty ishólmur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.