Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1987, Síða 4

Æskan - 01.01.1987, Síða 4
UMFERÐARGETRAUNIN: Vinninguriim tíl Selfoss Rúmlega 450 lausnir bárust við um- ferðargetrauninni. Ekki verður annað sagt en hún hafi vafist fyrir mörgum því að aðeins helmingur lausna var réttur. Nafn vinningshafa var dregið út í beinni útsendingu á Rás 2 skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um sigur- vegarann í smásagnasamkeppninni. Að þessu sinni fóru verðlaunin til Selfoss. _ Vinningshafinn heitir Anna Birna Þor- steinsdóttir, og er til heimilis að Austurvegi 55. Hún er jafnaldra Rak- elar, sem sigraði í smásagnasamkeppn- inni, 14 ára. Þær stöllur munu væntan- lega sjást í fyrsta sinn á Keflavíkurflug- velli þegar þær halda til Stokkhólms í lok maí. Æskan birtir ferðafrásögn þeirra þegar þær koma til baka. Við óskum þeim báðum hjartanlega til hamingju og vitum að lesendur sam- gleðjast þeim! Aukaverðlaun: Eftirtaldir hlutu aukaverðlaun í um- ferðargetrauninni: Þóra Björk Eysteinsdóttir, 11 ára, Seljabraut 12, 109 Reykjavík. Jóna Finndís Jónsdóttir, 12 ára, Sölvabakka, 541 Blönduós. Bjarni Guðmundsson, 13 ára, Breiðvangi 28, 220 Hafnarfirði. Hjálmur Ingvar A. Levy, 9 ára, Hrísakoti, V-Hún, 531 Hvammstangi. Kristinn A. Aspelund, 11 ára, Daltúni 25, 200 Kópavogi. Orri Þór Bogason, Bollagötu 9, 105 Reykjavík. Elín Guðlaugsdóttir Henriksen, 16 ára, Laugarvegi 22, 580 Siglufirði. Tryggvi Freyr Harðarson, Heiðarskóla, Leirársveit, 301 Akranes. Arngrímur Fannar Haraldsson, Suðurengi 23, 800 Selfossi. Dagmar G. Þórleifsdóttir, 15 ára, Marbakka 6, 740 Neskaupstað. Gísli Rafn Kristjánsson, 7 ára, Fellsmúla 10, 108 Reykjavík. Edda Lind Ágústsdóttir, 15 ára, Hvammi, Skorradal, 311 Borgarnes. Gísli Einar Árnason, 12 ára, Árholti 9, 400 ísafirði. Þorgerður Guðmundsdóttir, Vesturbraut 15, 240 Grindavík. Dagný Rut Grétarsdóttir Syðri-Reykjum, Biskupstungum, 801 Selfoss. VERÐLALNASAMKEPPNI ÆSKUNNAj 123 sögur bárust Þorláksmessumorgunn hefur án efa verið lengur að líða en venjulega hjá ungum rithöfundum í landinu, að minnsta kosti hjá þeim sem sendu inn sögu í smásagnasamkeppni Æskunnar, Rásar 2 og Flugleiða. Þátttakendur vissu fyrirfram að tilkynnt yrði um verðlaunasöguna á hádegi á Rás 2 þennan dag og einnig að verðlaunahaf- inn fengi helgarferð til Stokkhólms að launum. Það var því til mikils að vinna. 123 sögur bárust í keppnina víðs vegar að af landinu. Höfundar voru á aldrinum 8-16 ára. Dómnefndarmenn, sem voru þrír, einn frá hverjum aðila sem stóð að keppninni, voru sammála um að meirihluti sagnanna hefði verið athyglisverður og skemmtilegur af- lestrar. Söguefnið var margþætt. Þarna voru í bland sögur um ævintýr, sakamál, ferðalög, ástamál og ýmis vandamál. Skilafrestur í smásagnakeppninni rann út 10. desember sl. og þá tóku dómnefndarmenn til við að lesa sög- urnar. Þeir lásu hver í sínu lagi en hittust svo snemma morguns á Þor- láksmessudag til að kveða upp úr um það hvaða saga hlyti verðlaunin. Hver þremenninganna tilnefndi nokkrar sögur og síðan var hringurinn þrengd- ur og að lokum stóð ein saga upp úr. Sjö mínútum eftir að nefndin hafði komist að niðurstöðu var nafn höfund- ar tilkynnt alþjóð. Hann heitir Rakel Heiðmarsdóttir og á heima á Mæli- fellsá í Skagafirði. Rakel er 14 ára. ■ Saga hennar heitir Slysið og birtist hér á næstu opnu. í þessu blaði birtist einnig önnur saga en hún fékk auka- 4

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.