Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1987, Page 5

Æskan - 01.01.1987, Page 5
SIGURVEGARINN í SMÁ SAGNASAMKEPPNINNl Heillaóskum rígndi! Við slógum á þráðinn norður í land til Rakelar til að forvitnast lítillega um hana sjálfa og verðlaunasögu hennar. „Ég sá auglýsingu í Æskunni og langaði til að vera með,“ sagði hún um aðdraganda þess að hún tók þátt í keppninni. „Ég skrifaði söguna helg- ina áður en skilafresturinn rann út. Ég var ekkert sérstaklega ánægð með hana eftir að hafa skrifað hana tvisvar sinnum en mömmu leist vel á og hvatti mig til að senda hana. Þannig byrjaði þetta allt saman.“ - Gerðirðu þér miklar vonir um að vinna? „Nei, satt að segja gerði ég mér engar vonir.“ - Hefur ekki heillaóskum rignt yfir Þig? „Jú, það virðast ótrúlega margir hafa heyrt þetta í útvarpinu. Ég giska á að 20-30 manns hafi hringt í mig á Þorláksmessudag. “ - Þú hefur verið alveg í skýjunum um jólin? „Ég get ekki neitað því. Maður Viðtal við Rakel Heiðmarsdóttur komst ekki hjá því að hugsa um þetta stöku sinnum.“ — Hefurðu áður komið til Stokk- hólms? „Nei, aldrei. Ég hef aðeins einu sinni farið til útlanda, til Danmerkur í hitteðfyrra. Ég hlakka mikið til að koma til Svíþjóðar." „Er Slysið sönn saga? „Nei, ekki get ég sagt það. Hins vegar fékk ég hugmynd að söguþræð- inum þegar sams konar atburður gerð- ist í skólanum mínum. Við getum sagt að hún sé að sumu leyti sönn.“ — Hefurðu skrifað margar sögur? „Nei, aðeins nokkrar smásögur sem fáir hafa fengið að sjá eða heyra. Ég hef aðallega skrifað þær handa sjálfri mér.“ Rakel er í Varmahlíðarskóla, í 9. bekk. Hún hefur enn ekki ákveðið hvort hún heldur áfram námi næsta vetur, ætlar bara að sjá hverju fram vindur. Helstu áhugamál hennar eru frjálsar íþróttir og knattspyrna. Hún á fjóra bræður en enga systur. Að síðustu spurðum við Rakel hvernig henni hefði liðið um jólin. „Mjög vel!“ svaraði hún. „Ég borð- aði mikið af góðum mat og las bækur. Lét mér líða vel í alla staði.“ Og svo mikið er víst að ekki hafa verðlaunin, sem hún fékk á Þor- láksmessudag, spillt jólagleðinni. HASAR 2 OG FLUGLEIÐA: verðlaun. Hún heitir Karen og er eftir Helga Snæ Sigurðsson. Við ætlum að halda áfram að birta sögur, sem fengu aukaverðlaun, í næstu blöðum. Rannveig Oddsdóttir, 13 ára, Dagverðareyri, 601 Akureyri. Særún Harðardóttir, 14 ára, Hvítárbakka, 801 Selfoss. Matthildur Sigurðardóttir, 14 ára, Ægissíðu 129, 107 Reykjavík. Unnur Gyða Magnúsdóttir, 10 ára, Melbæ 41, 110 Reykjavík. Aukaverðlaun: Eftirtaldir höfundar hlutu aukaverð- laun fyrir sögur sínar: Sigrún Elsa Smáradóttir, 14 ára, Vestmannabraut 52, 900 Vestmanna- eyjum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, 10 ára, Miðvangi 77, 220 Hafnarfirði. Sigurbjörg Þrastardóttir, 13 ára, Esjubraut 5, 300 Akranesi. Anna Pétursdóttir, 13 ára, Ásabyggð 12, 600 Akureyri. Anna Sigríður Gunnarsdóttir, 11 ára, Yrsufelli 38, 111 Reykjavík. Kristjana Nanna Jónsdóttir, 12 ára, Rauðumýri 8, 600 Akureyri. Guðbjörg Magnúsdóttir, 13 ára, Vogatungu 28, 200 Kópavogi. Erla Sigurðardóttir 10 ára, Breiðvangi 3, 220 Hafnarfirði. Fríða Oddsdóttir, 14 ára, Dagverðareyri, 601 Akureyri. Bjarni Gaukur Sigurðsson, 11 ára, Árbraut 10, 540 Blönduósi. Sigrún Erlingsdóttir, 15 ára, Háholti 6, 210 Garðabæ. Erna Magnúsdóttir, 12 ára, Skjöldólfsstöðum, 701 Egilsstaðir. Helgi Snær Sigurðsson, 12 ára, Hjallavegi 54, 104 Reykjavík. 5

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.