Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1987, Page 8

Æskan - 01.01.1987, Page 8
„Félagsskapurinn Handknattleiksmenn okkar voru mikið í sviðsljósinu á ný- liðnuári, m.a. vegna frœkilegrar frammistöðu í heimsmeistara- keppninni í Sviss þar sem þeir lentu í 6. sœti. Það er besti ár- angur landsliðsins á heimsmeistaramóti til þessa. Þar sýndu strákarnir og sönnuðu hvað íþeim býr. Það var engin tilviljun að þeir náðu þessum glœsilega árangri. I vináttu- leikjum við sterk landslið hafa þeir haft ífullu tré við þau og er skemmst að minnast leikjanna við Austur-Þjóðverja, bronsliðið úr heimsmeistarakeppninni, fyrir tveim mánuðum en þá sigr- aði síðarnefnda liðið með aðeins eins marks mun og mátti teljast heppið þar sem íslendingar voru yfir þegar nokkrar sekúndur voru eftir en misstu tök á leiknum í miklum darraðar- dansi. Kristján Sigmundsson, annar tyeggja markvarða landsliðsins, átti stjörnuleik á móti Austur-Þjóðverj- um, bókstaflega lokaði markinu um tíma eins og íþróttafréttamenn kalla það. Önnur eins markvarsla hefur varla sést hérlendis í langan tíma. Og hann hefur áreiðanlega ekki verið öf- undsverður af því að taka á móti þrumuskotum frá Þjóðverjum. Sagt er að aðalskytta þeirra, Frank Wahl, geti kastað bolta á 160 km hraða. Og það var einmitt frá þeirri skyttu sem Krist- ján fékk boltann í andlitið eftir víta- kast og rotaðist í stutta stund. Sem betur fór jafnaði hann sig fljótt og efldist allur. Aldrei hræddur við boltann Hver er þessi frábæri markvörður sem við höfum svo oft heyrt af og séð í fjölmiðlum en vitum lítið meira um? Blaðamaður Æskunnar fór á stúfana og spurði hann sjálfan um það. Við komumst m.a. að því að hann hefur 134 landsleiki að baki, er 29 ára, kvæntur og á eitt barn og er Reykvík- ingur í húð og hár. Kristján er alinn upp í Vogahverfi og þar hófst hand- boltaferillinn. Hann byrjaði að æfa með 5. flokki Í.R. 10-11 ára. Tveir bræður hans æfðu líka handknattleik. Svo skemmtilega vill til að þeir voru líka í marki eins og hann. Þeir eru hættir núna. Kristján telur ekki fráleitt að þetta sé meðfæddur áhugi hjá þeim. Ólafur Benediktsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, og Einar Þor- varðarson eru náfrændur þeirra svo að okkur fer að gruna að eitthvað sé til í þeirri kenningu. Kristján var fyrst valinn í landsliðið 1976. Um það leyti lék hann með Þrótti en fór yfir til til Víkings ári seinna þegar Þróttur féll niður í aðra deild. Hann leikur með þeim enn í dag. En hvernig strákur var Kristján? Við spyrjum hann að því eftir að hafa komið okkur vel fyrir á skrifstofu hans. Hann er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Halldór Jónsson hf. „Ég held ég verði að segja að ég hafi verið fjörugur," segir hann. „Ég var alltaf á fartinni og þótti vera frekar kaldur strákur. Ég var óhræddur við að reyna eitthvað nýtt. Mamma segir að ég hafi gengið upp slétta veggi. Kannski þess vegna hef ég valist til að standa á marklínunni. Nei, ég hef aldrei verið hræddur um að fá boltann í andlitið. Ef það hefur verið einhver smávegis hræðsla í byrjun þá hef ég verið fljótur að yfirvinna hana.“ - Færðu boltann oft í andlitið? „Ætli það sé ekki 2svar-3svar að meðaltali á keppnistímabili.“ - Var ekki leiðinlegt að tapa leikj- unum gegn Austur-Þjóðverjum nýlega eftir að þú hafðir sýnt stórglæsilega markvörslu? „Vissulega er alltaf gaman að vinna 8

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.