Æskan - 01.01.1987, Page 10
Kristján Sigmundsson
í opnuvidtali
Málin rædd á vinnustað.
„Það er fyrst og fremst farið eftir því
hvernig þeir hafa staðið sig í íslands-
mótinu og svo skiptir leikreynslan
miklu máli.
Það er oft sagt að markmaður sé
fimmtíu prósent af liðinu. Hann
skiptir mjög miklu máli eins og fólk,
sem eitthvað þekkir til handknattleiks,
getur getið sér til um. Hann er síðasta
hálmstráið þegar allar aðrar varnir
bregðast.“
— Er það tilviljun þegar markvörð-
um tekst að verja?
„Nei, síður en svo. Því fylgja miklar
vangaveltur að standa á marklínunni.
Ég tek vel eftir hvernig leikmenn
leika. Sumir halda að það sé einhver
„grís“ að standa sig vel í marki en það
er misskilningur. Stundum sjáum við
ekki boltann og þá getum við verið
heppnir að ná að verja en þá njótum
við kannski góðs af því að þekkja leik-
manninn og vita hvernig hann skýtur
og eins hvaða horn hann velur oftast."
í framhaldi af þessu fræðir Kristján
okkur um það hvernig austurblokkin
(lið frá austantjaldsþjóðum) skipu-
leggur leiki sína. Hún vinnur þannig
að markvörður tekur annað hornið en
varnarmenn hitt. Þetta er auðvitað
ekki hægt nema markvörðurinn geti
treyst vörninni mjög vel.
„Við markmennirnir höfum stund-
um í flimtingum að það væri munur ef
10
við þyrftum bara að hafa áhyggjur af
öðru horninu," bætir Kristján við og
hlær.
- Eru strákarnir í landsliðinu gam-
ansamir?
„Já, og eins er alltaf létt yfir þessum
ferðalögum okkar. Nýliðarnir fá oft að
vita af okkur. Það er nánast regla að
hrekkja þá ofurlítið. Þeir hafa allir
orðið fyrir því að hella úr fullum salt-
stauk yfir steikina sína vegna að búið
var að losa lokið. Þegar þeir hafa
skafið mesta saltið af steikinni hafa
þeir fengið sér pipar og nákvæmlega
það sama gerst við mikinn hlátur við-
staddra.
Það hafa fleiri strákapör verið not-
uð. í stórborgum er mikið af stórum,
vígalegum hundum. Oft höfum við
læðst aftan að nýliðunum, klipið þá
fast í hælana og gelt illilega. Það verð-
ur ekki neitt lítið fum á þeim þegar
þeir átta sig á því að einn hundanna er
að ráðast á þá. Viðbrögðin verða
sprenghlægileg eins og við er að
búast.“
— Geturðu nefnt okkur einhverja
minnisstæða landsleiki af þessum 134
sem þú hefur leikið?
Kristján veltir vöngum litla stund en
segir svo:
„Ég held að það fari ekkert á milli
mála. Það eru leikirnir á móti Rúmen-
um og Tékkum á HM í Sviss í fyrra-
sumar. Ég var varamarkmaður í þess-
um leikjum og lék lítið sem ekkert en
það var æðisleg tilfinning að fylgjast
með þeim og finna stemmninguna í
húsinu.“
Við höldum áfram að tala um
heimsmeistarakeppnina og það kemur
fram hjá Kristjáni að andrúmsloftið í
búðum landsliðsins hafi verið mjög
rafmagnað næstu tvo sólarhringa eftir
fyrsta leikinn í mótinu gegn Suður-
Kóreumönnum. Strákarnir voru mið-
ur sín eftir tapið því að flestir töldu að
einu möguleikar liðsins til að komast í
milliriðil fælust í því að sigra Suður-
Kóreumenn. Bogdan þjálfari beitti
leikmennina heraga í refsingarskyni og
þeir fengu ekki einu sinni að grípa í
spil sér til dægrastyttingar. Þeir not-
uðu því tímann til að stappa stálinu
hver í annan. Sú uppörvun skilaði góð-
um árangri því að næstu tveir leikir á
móti Rúmenum og Tékkum unnust og
þeir skiptu sköpum fyrir okkur eins og
alþjóð man.
„Já, það er stutt á milli gleði og
sorgar í handknattleiknum,“ segir
Kristján í framhaldi af þessu spjalli
okkar. „Þú veist í raun ekki hvernig
leikur endar fyrr en dómari flautar til
leiksloka. Við höfum mörg dæmi þess
hvernig úrslit hafa umsnúist á síðustu
sekúndunum. Af þessum sökum leika
handboltamenn undir miklu álagi. Sér-
hver mistök á lokamínútum geta verið
afdrifarík.“
Félagsskapur og fcrðalög
„Handboltinn gefur mér ótrúlega
mikið. Ég fæ gífurlega útrás við að
stunda hann. Svo fær maður mörg
tækifæri til að ferðast. Ég hef komið til
flestra Evrópulanda, meðal annars til
nokkurra landa í Austur-Evrópu. Það
Með opinn faðm mót þrumuskoti.
(Ljósm.: Mbl/Einar Falur)