Æskan - 01.01.1987, Qupperneq 11
er alltaf farið í lítils háttar skoðunar-
ferðir í tengslum við þessa leiki ytra.
Svo hefur þessi góði andi og félags-
skapur í handknattleiknum mikið að
Segja fyrir mann.“
- Eins og fram hefur komið f
spjallinu fara allar tómstundir þínar í
að æfa eða keppa í handknattleik.
Hvað um fjölskylduna?
„Ég hef verið heppinn með það
hvað konan mín hefur sýnt þessu
mikinn skilning. Mér hefur gengið vel
t>æði hjá Víkingi og landsliðinu og það
réttlætir kannski helst allan þann tíma
sem hefur farið í þetta. Á meðan gæf-
an er manni hliðholl er erfitt að
stökkva í burtu.“
Kona Kristjáns heitir Guðrún Her-
dís Guðlaugsdóttir. Þau eiga einn son,
Sigmund 3ja ára. Hann er byrjaður að
tara á völlinn með mömmu sinni til að
sjá pabba. Hann hefur meira að segja
°rðið fyrir því að meiða sig á æfingu
hjá honum. f>á var hann að leik með
bolta úti í horni og tognaði í fingri svo
aö það varð að setja á hann spelku.
fabbi hans hefur líka meitt sig einu
sinni en þó hefur hann langtum fleiri
leiki að baki. Hann meiddist á ökkla í
B-keppninni í Hollandi 1982 og átti í
þeim meiðslum í nokkra mánuði.
Við spyrjum Kristján næst að því
hvort hann og fleiri handknattleiks-
menn dreymi um að leika með liðum
erlendis.
„Ég held að þessi draumur blundi
innst inni í öllum handknattleiks-
mönnum. Þetta er líka aðaláhugamál
okkar og því ekki óeðlilegt að okkur
dreymi um að geta lifað af íþróttinni.
Hvað mig varðar þá held ég að ég sé
kominn yfir þetta. Ég hef meira að
segja fengið atvinnutilboð frá spænsku
félagi en hafnað því. Það var þegar
Víkingur tók þátt í Evrópukeppni á
Spáni. Ástæðan var einkum sú að ég
var hálfnaður í námi og svo hefði kon-
an mín ekki getað hlaupið auðveldlega
í vinnu þarna ytra.“
— Verðurðu aldrei leiður á þessum
þrotlausu æfingum og keppni?
„Jú, það koma slík tímabil hjá öllum
handboltamönnum, einkum seinni
hluta vetrar. En við komumst yfir
þetta; þetta líður hjá og eftir gott sum-
arleyfi er mann farið að kitla í fingur-
gómana aftur.“
— Hvernig gengur þér að sofna á
kvöldin eftir erfiða leiki?
„Ekki nógu vel. Streitan er lengi að
fara úr mér og ég á bágt með að slíta
hugsunina frá leiknum. Ég skoða hann
aftur og aftur í huganum. Stundum
sofna ég ekki fyrr en um tvöleytið en
vakna svo sprækur morguninn eftir.“
- Hvað tekur við þegar þú hættir í
handknattleiknum?
„Ætli ég bæti ekki fjölskyldunni upp
þann tíma sem ég hef verið fjarvistum
frá henni. Væntanlega eigum við eftir
að eignast fleiri börn og það verður
nóg að gera við að hlúa að þeim í
uppeldinu. Ég býst jafnvel við að snúa
mér að innanhússfótbolta til að halda
mér í einhverri æfingu.“
— Kvíðir þú því að hætta?
„Nei, alls ekki. Ég set markið hátt
þangað til og hætti svo ánægður."
- Finnst þér hlúð nægilega vel að
yngstu flokkunum?
„Ég held að forystumenn íþróttafé-
laga séu að gera sér æ meiri grein fyrir
mikilvægi þess að byggja upp sterka
yngri flokka. Það skilar sér í betri ár-
angri en ella hjá meistaraflokki. Nú í
seinni tíð eru gerðar meiri kröfur um
góða þjálfara fyrir yngri flokkana en
ekki bara að fá einhvern til að þjálfa
þá, jafnvel kauplaust.“
Við Kristján höfðum setið að spjalli
á skrifstofu hans í tvær klukkustundir
og það var mál að linnti. Að síðustu
spurðum við hann hvort hann vildi
gefa ungum handknattleiksunnendum
einhver ráð.
„Já, ég vil hvetja þá til að leggja
góða rækt við íþrótt sína. Reglusemi
hefur mjög mikið að segja ef árangur á
að nást. Félagsþroski barna eykst mik-
ið við að stunda íþróttir af einhverju
tagi og það er vissulega af hinu góða.
Foreldrar eru líka ánægðir ef þeir vita
af börnum sínum í heilbrigðu tóm-
stundastarfi,“ sagði Kristján Sig-
mundsson, einn af máttarstólpum
landsliðsins, að síðustu.
Viðtal: Eðvarð Ingólfsson
Myndir: Heimir Óskarsson
11