Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1987, Page 19

Æskan - 01.01.1987, Page 19
^Ljóðaskrá Stephan G. Stephansson: amma sabakhthani!“ í jólablaði Æskunnar 1985 birtist viðtal þar sem vitnað var í fyrsta erindi þess kvæðis sem hér birtist með nokkrum úrfellingum. Þar var höfundur ranglega sagður Matthías Jochumsson og er hér með beðist afsökunar á því. Fyrirsögn kvæðisins er hebreska og merkir: „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ — Vísar hún til orða Krists á krossinum. Fyrsti hluti kvæðisins er hugleiðingar skáldsins um líf Jesú Krists. Annar hluti lýsir áhrifum dauðastríðs Jesú á skáldið. Þriðji hlutinn fjallar um örlög margra góðra manna sem vildu bæta og fegra tilveruna en féllu í valinn án þess að sjá árangur erfiðis síns. III En alltaf getur góða menn, og guðspjöll eru skrifuð enn. Hvert líf er jafnt að eðli og ætt sem eitthvað hefur veröld bætt. Og löndin eiga mikla menn — og menningin sér kemur enn og geislar andans allir sér í einnar sálar brennigler. Og sama og hans er sumra mein, og sama þeirra dauðakvein: í smáum brotum byrjað fá á blessun lands og hverfa frá. Þá hugraun líður hetja sú, sem hreinsa vildi sið og trú, en deyr sem andstyggð almúgans í útskúfun síns föðurlands. Og þjóðskörungur böl það ber, á banadægri er þreyttur sér, að fólk hans loksins sveik sig sjálft og sættum tók við minna en hálft. Sem grimmd og lymsku lengst til ver °ð láta aðra þjóna sér — sem aldrei sér, að auðna þín er allra heill og sín og mín. Hann kenndi, að mannást heit og hrein dl himins væri leiðin ein. Hann sá, að allt var ógert verk, sern ekki studdi mannúð sterk. II Að geta ei friðað bræðra böl varð beiskjan í hans dauðakvöl — af slíkri ást og andans þrá hvað afdrifin þau virtust smá! „Minn guð, hví yfirgafstu mig?“ frá gröf hans hljómar kringum þig, er sérðu heift og hjátrú lands sig hópa undir nafnið hans. Og skáldið hreppir hlutfall það, sem hversdagslífið þrengir að, sem hnígur undir önn og töf með öll sín bestu Ijóð í gröf. Og sjálfur bóndinn veit það vel, sem vildi græða kalinn mel, en hnígur svo að séð ei fær, að sveitin af hans starfi grær. Um okurkarl og aurasöfn bans orð ei vóru gælunöfn. Hann tók í forsvar fallinn lágt, Sem féll af því hann átti bágt. Stephan G. Stephansson (1853-1927) var fæddur að Kirkjuhóli í Skagafirði. Hann fluttist vestur um haf til Wisconsin 1873, en síðar til Kanada. Hann var bóndi í Alberta fylki frá 1889 til dauðadags. Ljóðabækur hans, Andvökur I-VI, voru fyrst gefnar út í Reykjavík og Winnipeg árin 1909-1938. 19

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.