Æskan - 01.01.1987, Qupperneq 20
eftir
Kristínu
Steinsdóttur
gírar og hand-föng -*■ 1
svifu fyrir augum Jóa.
Risastór kíkir
var í einum glugganum. CIDDDD oogoo/a A o o r= 1
stólar, sennilega dótið
hans Spúka.
Allt í einu sá Jói tvær
konur, sem stóðu á haus
í skugganum.
Önnur var voða gömul.
„Af hverju standa
þær á haus?“
spurði Jói.
„Standa á haus!“
kallaði Spúki.
„Þær eru sofandi.“
„Ekki sofa þær á haus,“
mót-mælti Jói.
En nú var Spúki orðinn leiður
á masinu í Jóa.
„Sko, heima hjá okkur
á hnettinum Bonus
sofa allir svona.
Þarna sef ég
og þarna sefur pabbi.“
Og hann benti á
litlar holur í gólfinu,
©OQDDoaa' 3SSOC
OAV oooqs |0oAV
oo ^ZÍ 0°Q0(;
°°n.^POO o=
/llU[JoOOO(Sl0QO
o o o
S fl l
AVooo OOS2 Cfl DD[I
■ ‘ El enas aHaoa
ro Q-o \
sem rauðu kúlurnar á þeim
pössuðu í.
„Ég veit ekki hvernig
þið hafið það en hjá
okkur er það svona.“
Jói skammaðist sín
og hvíslaði:
„Við sofum bara á bakinu.“
„Ha, ha, ha, á bakinu!“
Spúki hló svo hátt
að amma vaknaði.
Hún stóð á fætur,
rumdi og klóraði sér
í kúlunni.
„Fuss og svei,
hvað eru jarð-búar
að gera hér?“
Hún kom til Jóa með
miklum látum.
Það var eins og hún ætlaði
að henda honum út.
„Amma, við erum vinir,“
kallaði Spúki mjög hátt.
20
Framhaldssaga
barnanna
Myndskreyting:
Haraldur Haraldsson
og Guðný Haraldsdóttir
Amma var hætt að heyra vel.
Hún var með mjög langar,
bognar neglur.
Jóa fannst hún ætla að reka
þær í sig eins og sverð.
»Komdu, Jói, nú er amma
vöknuð. Hún er alltaf
að rífast.
^ið skulum
heldur leika okkur úti,“
sagði Spúki.
Hann dró Jóa niður úr
geim-farinu.
Jói hikaði aðeins,
hann langaði til að skoða
Slg betur um. En hann var
líka hræddur við ömmu
svo hann lét Spúka teyma
sig afstað.
Og nú skoðuðu þeir skóginn
fram og aftur.
Spúki var hrifinn af
leyni-stígunum hans Jóa,
felu-stöðunum, brunninum
og kalda vatninu
1 hndinni.
keir fóru fram að Barði.
Það var næsti bær.
Þar sáu þeir kýr á beit.
Spúki hafði aldrei séð kýr.
Hann spurði hrifinn:
„Eru þetta frænkur þínar?“
Jói hló,
hann Spúki var
nú smá skrítinn.
Jói passaði sig að koma
ekki nálægt Víðihlíð.
Hann var ennþá reiður
og ætlaði ekki að fara
að láta þau glápa á Spúka
og spyrja hann
bjánalegra spurninga.
Spúki sagði Jóa að allir á
Bónus hefðu rauða kúlu
á hausnum.
Þeir notuðu hana til að
gefa hver öðrum merki.
Þeir svæfu á haus
á kúlunni.
Þá gæti enginn náð
sambandi við þá á meðan.
Það fannst Jóa sniðugt.
Hann kenndi Spúka
að þekkja fífla og
sóleyjar, blágresi
og berjalyng.
Berin voru ennþá græn
og Spúki spýtti þeim
út úr sér.
Hann spýtti líka hunda-
súrunum,
sem Jói tíndi
handa honum.
Og svona leið dagurinn
meðan sólin hellti geislum
sínum yfir skóginn
og vinina tvo.
21