Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1987, Side 23

Æskan - 01.01.1987, Side 23
UR YMSIIM ATTUM Talandi iiskar Maður hefir skilningarvit og getur heyrt, séð, talað, bragðað og þefað og flest spendýr geta þetta líka. En hvern- er þessu háttað með fiskana? Við v'tum að þeir sjá. En geta þeir líka heyrt, talað, fundið bragð, greint lit o.s.frv.? Nú skulum við athuga eitt og e’tt í senn og heyra hverju vísinda- mennirnir svara um það. Mál er svo flókið að réttara er að Segja um dýr að þau gefi frá sér hljóð. Sumir djúpfiskar, sem lifa í gruggugu vatni þar sem skyggni er slæmt, geta §efið frá sér hljóð. En ekki gera þeir Það með neinum raddböndum heldur a svipaðan hátt og engispretturnar. ^eir núa saman liðum í bakuggunum, svo að brakhljóð heyrist greinilega í vatninu. Aðrir fiskar geta framleitt hljóð með sundmaganum. Þeir „ropa“ með sundmaganum þegar þeir koma upp úr sjónum á önglinum. Fiskarnir hafa engin eyru eða hlustir en heyrar samt og innra eyrað er furðu líkt og í manninum. En þeir heyra miklu verr en maðurinn. Þegar þú vilt njóta bragðsins, t.d. af súkkulaði, sem best þá þrýstir þú mol- anum upp í góminn með tungunni. í henni eru bestu bragðtækin. Fiskarnir finna bragð með tungunni en líka með Rcikningslist - Eað er afar nauðsynlegt að læra vel að reikna og getur oft komið að gagni í lífinu. Ef ég til dæmis margfalda fæð- ingarár mitt með flibbanúmerinu mínu, legg þar við númerið á banka- bókinni og deili svo í útkomuna með bílnúmerinu mínu fæ ég nákvæmlega út númerið sem ég nota af skóm! vörunum og með roðinu. Þess vegna er sennilegt að þeir finni bragð af vatn- inu sem þeir synda í. Fiskar eru mjög þefnæmir. Og loks má geta þess að tilraunir sýna að þeir geta greint sundur liti. Þeir sjá meira að segja útfjólubláu geislana sem eru huldir mannsauganu. í fiskakerum var kveikt rautt ljós þegar fiskarnir voru fóðraðir. Smám saman fóru þeir að koma undir eins og rauða Ijósið var kveikt en þeir komu ekki ef ljósið var með öðrum lit. SPAKMÆLI Spakmælin eru sígild og fyrnast aldrei. Hvert mannsbarn á landinu, sem kom- ið er til vits og ára, ætti að geta haft þeirra not og brotið þau til mergjar með því að lesa þau með íhugun og eftirtekt og oftar en einu sinni. 1. Til þess að láta eitthvað gott af sér leiða gefa sumir öðrum heilræði sem þeim sjálfum auðnast ekki að fara eftir. 2. Sumt fólk getur ekki notið þess sem það á fyrir löngun í annað og meira. 3. Skrafskjóða er sá sem alltaf talar um annað fólk við þig. 4. Leiðindaskjóða er sá sem alltaf er að tala um sjálfan sig. 5. Bráðskemmtilegur er sá maður sem talar við þig um sjálfan þig. 6. Fólki má skipta í þrennt: Þá fáu sem láta atvikin gerast, þá mörgu sem horfa á það sem gerist og allan þann aragrúa sem enga hugmynd hefur um það sem gerst hefur. Við safnaramir Kæru krakkar! Eg safna spilum, bæði gömlum og nýj- Ufn. Getið þið sent mér spil? Það þurfa ekki að vera heilir stokkar. Bless, Unnur B. Garðarsdóttir 10 ára, Sólheimahjáleigu, 871 Vík. Hæ, hæ, krakkar! Þið megið gjarna senda mér myndir af Madonnu, Rob Lowe og Tom Cruise. Fyrir þær gef ég myndir af A-Ha, Söndru, Falco, Jennifer Rush, Nick Kershaw, Depechi Mode, Wham, Modern Talking, Nenu, Rick Springfi- eld og ýmsum fleiri. Guðný Jónsdóttir, Lagarfelli 14, Fellabæ, 701 Egilsstaðir. Safnarar! Ég þigg með þökkum bréfsefni og um- slög af sama tagi. Ég get launað með glansmyndum, munnþurrkum, spil- um, veggmyndum, úrklippum, lím- miðum eða bréfsefni. Bless, Aðalbjörg Hermannsdóttir, Bláskógum 5, 700 Egilsstöðum. 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.