Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1987, Page 39

Æskan - 01.01.1987, Page 39
■ Þegar landnemar lögðu upp frá Vesturhliði eða Hlöðvisborg r u þeir að hafa öll matföng meðferðis nema kjöt en þess var gt að afla á leiðinni. Mataræði var einfalt. Aðalvistirnar voru 1 e*ti, maís, kaffi, te og sykur. Sumir tóku með sér þurrkaða avexti. Þá urðu menn að hafa hlýjan fatnað, ábreiður og Iyfja- v°rur. Flestar fjölskyldur reyndu að taka með sér dýrmætustu eigur sínar svo að auðveldara yrði að koma upp heimili í nýju heimk ynnunum. Tóku menn þá helst með sér fatakistur, rúmstæði og fatnað, matarílát og silfurmuni. Að sjálfsögðu var það mjög lítið sem hægt var að taka með sér af slíkum varningi því að þröngt var á vögnunum. Þá þurfti að nota til að flytja brýnustu nauðsynj- ar vegna sjálfrar langferðarinnar og tæki sem nauðsynleg voru til að koma nýju heimili á laggir. Landbúnaðarverkfæri og sáðkorn voru efst á blaði, auk tækja til að ryðja land og kassa með nöglum svo að hægt væri að reisa sómasamlegt hús. • Með hverri lest fór leiðangursstjóri. Var það maður sem §erþekkti leið þá sem fara átti og landið umhverfis hana, vissi um emmstu og greiðfærustu leiðir svo og hvar vatn var að finna og 1 hbráð. Leiðangursstjórinn setti einnig niður deilur sem upp unnu að koma. Með hverri vagnalest fóru einnig nokkrir njósn- arar sem báru að miklu leyti ábyrgð á öryggi hennar. Einn ^nnaði landið framundan, aðrir voru til hliðar og loks var einn að ahi. Hlutverk manna þessara var margþætt en einkum áttu þeir að finna veiðibráð og afla kjöts handa ferðafólkinu, svo og að vara það við ef Indíánar gerðu óvæntar árásir. Það var mikill dagur þegar vagnalest lagði upp í leiðangur sinn. Það táknaði oftast að nú voru menn að hefja síðasta áfangann til þess staðar þar sem þeir byggju að líkindum til dauðadags. Þegar leiðangursstjórinn gaf merki um að upp skyldi lagt ráku allir þátttakendur upp gleðióp og síðan var haldið úr hlaði við söng og hljóðfæraslátt. 39

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.