Æskan - 01.01.1987, Page 42
Eyvi litli, sem þessi saga er um, er nú
orðinn gamall maður. Hann fæddist á
síðustu öld. Það var um haust — í
sláturtíðinni eins og sagt er í sveitinni.
Mamma hans og pabbi voru ung og
þetta var fyrsta barnið þeirra.
Fæðingin gekk illa. Og þegar þessi
litli strákur fæddist loks var eins og
hann vissi ekki hvort hann ætti að lifa
eða deyja. Ljósmóðurinni leist ekki á
blikuna. Eins og allir vissu í þá daga
var stundum gripið til þess ráðs að
hella brennivíni ofan í lömb sem voru
að deyja úr kulda og volæði. Það hit-
aði þeim. Og nú var farið eins að við
strákinn. Sjálfsagt hefur mömmu hans
fundist stundin löng þangað til hún
heyrði barnið sitt orga í fyrsta sinn og
kannski hefur það verið vegna þess
sem Eyvi var alltaf strákurinn hennar
- svolítið meira en hin börnin.
Eftir þvf sem árin liðu stækkaði
krakkahópurinn heima hjá Eyva.
Strákar og stelpur fæddust, lærðu að
skríða og svo að ganga. Þegar þau
voru komin á annað ár bar mamma
þeirra kaffirót á brjóstin á sér og lék
þannig á krílin. Brjóstamjólk og kaffi-
rót er ekki sérlega gott saman og
krakkinn hætti að rella í mömmu sinni
og fór að drekka kúamjólk og sauða-
mjólk því að á þessum tíma voru ærnar
mjólkaðar.
Eyvi var ekki stór þegar hann ramb-
aði með mömmu sinni á kvíarnar, litla
rétt þar sem ærnar voru mjólkaðar.
Kvíarnar stóðu undir fallegri brekku
með hallandi klettum efst. Pabbi Eyva
tók sig einu sinni til og sprengdi heil-
mikið grjót úr klettunum með
járnkarli. Síðan var hlaðin lítil girðing
úr grjótinu þar sem kindurnar voru
hafðar á nóttunni svo að ekki þyrfti að
leita að þeim þegar átti að fara að
mjólka þær á morgnana. Svona girð-
ingar hétu nátthagar og voru til á öll-
um bæjum.
En eftir allt þetta grjótnám komu
alls konar stallar og syllur og stigar í
klettana og þar var gaman að leika sér.
Þar uxu burknar í agnarlitlum skútum
og stórir brúskar af ljónslappa sem
stundum var hafður í seyði og það
drukkið við lasleika. Og þegar rigndi
varð krökkt af stórum fallegum snigl-
um. Þeir röðuðu sér á steinfletina eins
og mektarbokkar og sperrtu augun út í
loftið.
Eyvi og Jesús
í gamla daga var lítið til af leikföng-
um og bókum. í staðinn voru krökk-
unum sagðar sögur um huldufólk og
vættir, drauga og útilegumenn - og
um Guð og Jesúm og góðu englana
sem voru vísir til að hlaupa undir
bagga með góðum og hlýðnunr
krökkum.
Eyvi litli var ekkert hissa á öllum
þessum sögum. Hann sá oft sjálfur ljós
í stórum klettum sem voru nokkuð
langt frá bænum og vissi að þá var
huldufólkið búið að kveikja hjá sér.
- eftir
Steinunni
Eyjólfsdóttur,
Stykkishólmi
42