Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1987, Qupperneq 49

Æskan - 01.01.1987, Qupperneq 49
9- En Happa-Andri dó ekki ráðalaus. Hann dró saman rekavið og kynti bál, skaut sjófugia og safnaði skeljum. Hann sló saman fleka og veiddi fisk með færabútum sem höfðu legið eftir í kofanum. Leið svo af haustið. 11. Það var afar einmannalegt á Brimskeri. Ósjaldan svipaðist Andri um eftir ferðum fiski- manna. Og dag nokkurn kom hann auga á lítinn bát. Hann batt skyrtu á stöng og veifaði ákaft. En bátsverjar reru óðar frá því að þeir voru sannfærðir um að þar væru bjargbúar. 10. Dag nokkurn sá hann djúpt far í sandinum. Bað líktist kjölfari eftir stóran bát og náði frá sjónum að bröttum klettavegg. Þá varð honum Ijóst að þær sögur voru sannar sem sagðar höfðu verið um bjargbúa. Þeir kváðu eiga heimili í klettunum og róa til fiskjar frá eyjunni. 12. Að kvöldi jóladags heyrði Andri fiðluleik og söng af hafi. Þegar hann leit út sá hann stóran bát skríða að landi. Gullinn bjarmi stóð af bátnum og geysistórt seglið sýndist af silki.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.