Æskan - 01.08.1988, Síða 11
/ glöðum hópi.
Ljósm. Hófí
. aUaði hann: „Já, Hófí! Hófí Karlsdótt-
'r' Ég hef séð hana. Þetta er frábært!“
Ulsn’t it great!“) Hann var ekki lítið
^finn og sjálfsagt hefur þetta verið rétt
. 1 að hún fór til Malasíu meðan hún bar
^tilinn Ungfrú Alheimur. Hann ræddi
^ikið við okkur.“
kn nú er ráð að við kynnumst þessum
"Serlegu sendimönnum“ íslands nánar
en við höfum getað af ferðasögunni.
”Ég er Akureyringur“, segir Sólveig,
”®g hef alltaf átt heima þar. Ég á heima
® Jörfabyggð 12 og er í Gagnfræðaskóla
^kureyrar. Mér fínnst leikfími skemmti-
. j=asta námsgreinin - þar næst enska og
s enska. Annars er það misjafnt hvað
jj^nni líkar best. Það getur farið eftir
ennurum og köflum í námsefninu.
k-8 æfl handknattleik og knattspyrnu
^eð Þór. Ég er í þriðja flokki. Ég keppti
f^hvern tíma í víðavangshlaupi, annars
^ e8 einbeitt mér að boltaíþróttum. Ég
°k líka þátt í Afríkuhlaupinu fyrir
Veirnur árum.
. Já> ég hef leikið knattspyrnu í nokkur
r; Það er orðið all-algengt að stelpur æfi
^a Srein. Ég er aftasti maður í vörn. Ég
ann ágætlega við að vera í þeirri stöðu
0 að það sé oft erfítt.
g hef farið margar keppnisferðir; oft
A ^eykjavíkur og til flestra bæja á
‘ orðausturlandi. Við kepptum einu
nnt á Þórshöfn en mótherjar okkar þar
■ ru flestir strákar; aðeins tvær stelpur
lék
u með. Jú, það var dálítið erfiðara en
venjulega, strákar hrinda meira en stelp-
ur og eru stundum fantar. . .
Ég hef líka ferðast allvíða um ísland,
meðal annars upp á hálendið, en þetta er
í fyrsta skipti sem ég fer til útlanda. Ég
var afar undrandi þegar ég frétti að ég
ætti að fara til Reykjavíkur og ætti
möguleika á að taka þátt í þessari ferð.
Ég var auðvitað yfir mig ánægð að verða
fyrir valinu. Ég bjóst alls ekki við því.“
„Ég er Hafnfirðingur og á heima að
Stekkjarhvammi 1,“ segir Karl. „Ég æfí
líka handbolta og knattspyrnu - er í
Haukum. Við fórum í fyrra á alþjóðlegt
handboltamót í Danmörku og tókst að
sigra í keppninni. í sumar fór ég aftur til
Danmerkur og keppti þá á knattspyrnu-
móti. Það nefnist Dana Cup og er næst
stærsta unglingamót sem haldið er í
heiminum. Þar voru 108 lið. í riðla-
keppninni unnum við tvö norsk lið en
töpuðum fyrir dönsku liði, Jörringcn.
Við komumst áfram en vorum svo slegn-
ir út í næstu umferð af bandarísku liði,
Stars frá Cinncinnatti.
Annars hef ég ekki æft knattspyrnu
nógu vel, ég hef verið í sveit á sumrin, að
Valdastöðum í Kjós.
Nei, það eru ekki einu utanlandsferðir
mínar. Ég hef áður komið til Englands
og tvisvar til Bandaríkjanna. 1980 fór ég
með foreldrum mínum til Missouri; í
heimsókn til frændfólks míns. í vor fór-
um við til Flórída.
Ég fór líka með foreldrum mínum til
Englands eina helgi 1984. Við fórum til
að sjá eftirlætislið okkar, Manchester
United, leika við Liverpool. Ég tók þá
oft þátt í getraunum Knattspyrnusam-
bandsins. Pabbi hafði lofað mér því að
ég fengi að fara til Englands ef ég ynni í
getraununum. Ég fékk tvisvar ellefu
rétta og allháa vinninga.
Ég hef mikinn áhuga á tónlist. Ég
hlusta oft á músík og leik á gítar. Ég hef
lært á gítar í sex ár í Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar en er að byrja að læra á
rafmagnsgítar núna. Ég hef mest dálæti á
Cure, U2 og Eric Clapton - og fleirum,
það er breytilegt.“
- Ég spyr þau að lokum hvort ferðin
hafi ekki orðið til þess að opna augu
þeirra enn betur en áður fyrir hve mikill
munur sé á kjörum fólks í heiminum -
og hve óblíð veröldin sé mörgum börn-
um.
„Jú, hún hefur vakið okkur enn frekar
til umhugsunar um það. Við, börn og
unglingar á íslandi, sjáum margt um
þetta í sjónvarpi og lesum í blöðum.
Kannski erum við samt að nokkru leyti
ónæm fyrir því nema eitthvað alveg sér-
stakt komi til, atburður eins og Heims-
hlaupið.“