Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1988, Síða 14

Æskan - 01.08.1988, Síða 14
Ævintvrid 1 Eftir Steinunni Eviólfsd Ég heiti Klumpadís. Pabbi minn heitir Strumpur og mamma min Málvís. Þau hittust í skólatöskunm hans Kobba og urðu alveg ótrúlega ástfangin. Kobbi fékk nefnilega Strumpabók í afmælisgjöf og hann lét hana í tösk- una sína og fór með hana í skólann til að sýna vinum sínum. En svo kom jólafríið og Kobbi lét töskuna með öllu sem í henni var inn í skáp og var allan daginn úti í snjón- um að leika sér. Aumingja pabba fannst nú heldur leiðigjarnt í skápnum. Það var alveg ólíkt ljósadýrðinni í búðinni þar sem allir voru að skoða hann og dást að honum. Og eitt kvöld þegar bræður hans sváfu, skreið hann út úr bók- inni sinni og fór í gönguferð um skólatöskuna. Þá var það að hann hitti mömmu. Hún hafði líka skriðið út úr sinni bók. En í öllum bókum eiga heima litlir strákar eða stelpur eða karlar eða kerlingar. Mamma á heima í málfræðinni hans Kobba. Nú, svo fóru þau að reyna að tala saman. En það gekk nú ekki vel þvl að hjá Strumpunum þykir ekkert fínl að kunna að tala. Mamma hafði aldrei á ævi sinni hitt svona vitlausan strák, ekki einu sinni í skólanum. En aftur á móti kunni pabbi að galdra og það fannst mömmu sniðugt. En allt í einu kom ógurlega reiður karl út úr reikningsbókinni og steytti hnefana framan í pabba. „Snáfaðu heim til þín,“ sagði hann. - „Við hér erum heiðarlegt fólk og viljum ekki sjá neinar fígúrur og aurasleikjur á okkar heimili- Aumingja pabbi dauðskammaðist sín því að hann vissi vel að Kob fékk oft aura fyrir kókómjólk og þeir voru alltaf silfurgljáandi þegar hann kom í skólann. Strumparnir sleiktn þá nefnilega alla leiðina. Þeim finnst svo gott peningabragð. En mamma sagði: „Láttu hann vera. Hann er vinur minn. Hann hjálpar mér að muna allt sem ég á að kenna honum Kob af því að hann veit ekkert sjálfur- „Ja, svei,“ sagði reikningskarlinm - „En ég skal vera sanngjarn- hann getur lært margföldunartöfluna má hann vera.“

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.