Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1988, Page 27

Æskan - 01.08.1988, Page 27
gáfaður náungi í hópnum. Annar vildi, að stofnað yrði knattspyrnufélag og völlur gerð- Ur til æfinga. f>að kostar peninga að gera slík- an völl, sagði hann. En menn voru ekki anægðir með þessar uppástungur. Peningun- um hafði verið safnað í því skyni að gera góð- Verk með mætti þeirra. Hverng gat nokkur Verið svo heimskur að láta sér koma til hugar, að hægt væri að skemmta sér fyrir þá pen- lnga, sem dauður maður eiginlega átti? Nei, Pað varð að verja þessum peningum skyn- satnlega. Þetta voru engir venjulegir pening- ar- Sjálfsagt var auðvitað að stofna knatt- spyrnufélag, en ekki kom til mála að verja Pessum peningum til þess. Stúlkurnar hér Pottust líka eiga hlutdeild í peningunum. ær höfðu ekkert við knattspyrnuvöll að gera. Þær sögðust ekki kæra sig um að vera í elagi, nema það væri réttlátt félag. Væri Petta óréttlátt félag, sögðust þær ganga úr því allar með tölu. Sumir voru svo illkvittnir að ið ágætt fólk fyrir því, en mér finnst ekki hægt að setja legstein á leiði svoleiðis fólks. Það er náttúrlega ekkert atriði, hver mað- urinn er, sagði Júlíus Bogason og hafði fengið snert af mikilli lífsspeki bæði í svip sinn og málróm. Sigrún nefndi þetta við mig hér einu sinni um daginn, og ég hef hugsað dálítið um þetta. Það, sem máli skiptir frá mínu sjónar- miði, - og ég er nú eins og þið vitið gjaldkeri félagsins, - það sem máli skiptir er það, að ég óttast, að peningarnir muni hrökkva æði skammt til að láta gera legstein, er okkur sé samboðinn. Og svo er nú annað, og það er aðalatriðið. Við ætluðum okkur að gleðja Gunnar lifandi, en ekki fara að sjá fyrir hon- um dauðum. Síðan settist Júlíus Bogason og hélt ekki lengri ræðu. Enda þótti mönnum auðsjáan- lega þetta hafa verið góð ræða. Menn sátu hljóðir, því að hér voru svo margir gæddir þeim góða eiginleika að finnast sá, er síðast laginu grundvöll til að starfa á. Mér hefur komið ráð í hug, sem ég held, að feli þetta allt í sér, og það felur líka í sér flest af því, sem þið hafið verið að stinga upp á, og reynd- ar miklu meira. Það felur í sér næstum ótæm- andi möguleika. Við fáum okkur land til ræktunar. Allir fundarmenn steinþögðu og gláptu á formann sinn og skildu víst ekki enn sam- hengið í hugmyndum hans. Hann hélt því áfram að útskýra hugmynd sína. Þau áttu, sagði hann, að byrja í smáum stíl, fá sér land, girða það, rækta þar kartöflur, kál og annað grænmeti, vinna að þessu öllu á kvöldin, um helgar og ætíð, er þau hefðu fría stund. Þau áttu að byrja strax í vor. Garðurinn átti að vera hér, því að hingað var svo stutt frá flest- um bæjunum, en þeir, sem lengst áttu, gátu komið á hjóli. Síðan seldu þau uppskeruna næsta haust og fengju miklu peninga í sam- eiginlegan sjóð, er þau gætu varið til áfram- ! j j ! ' i J L ^e8Ía, að þær mættu þá fara, en það sýndist ninum vitrari óviturlegt. Sigrún Jónsdóttir sagðist mega til að segja er nokkur orð, enda þótt hún væri ritari undarins. Hún sagði, að sér hefði nefnilega nornið í hug, að verja mætti peningunum til Pess að setja legstein á leiði Gunnars. Þetta yrgi að vera fallegur legsteinn, og mjög væri æskilegt, ef hægt yrði að skrá nöfn allra barn- a°na með gylltu letri á steininn. gerum það! Gerum það! kvað við marg- raddað, og uppástungan hefði án efa verið samþykkt í miklum fögnuði, ef Jón á Bergi Pefoi ekki gerst svo djarfur að andmæla. ilann kvaðst hafa góðar heimildir fyrir því, 30 legsteinar væru ekki settir á leiði annarra en heldri manna. Það væri bara til að gera sig lægilegan að ætla að setja legstein á leiði unnars gamla í Kambi. Ég fyrir mitt leyti, ^fgði Jón á Bergi, get ekki litið svo á, að unnar hafi verið neinn höfðingi fremur en nt fólkið í Kambi yfirleitt er. Það getur ver- talaði, alltaf hafa rétt fyrir sér. Aftur á móti var málið komið á ískyggilegan rekspöl, þar eð helst leit út fyrir, að ekkert væri hægt við þessa peninga að gera. Ritarinn tók ekki til máls á ný, en sat við hornið á kennaraborðinu og hallaði mjög undir flatt yfir fundargjörð sinni. Þá var það, að Hlífar Hjálmarsson reis úr sæti sínu. Hann var fölur í andliti, alvar- legur á svip, svo sem vera bar um mann í slíkri stöðu. Ég hef mikið hugsað um þessi mál, sagði formaðurinn, og það er þá fyrst að segja, að ég legg til, að félagið okkar verði kallað Geisl- inn. Það á að verða geisli, sem lýsi þessu þorpi og í þessari sveit, og það á einnig að bera birtu miklu lengra. Mér finnst þetta fal- legt nafn. Öllum fundarmönnum þótti Geislinn fal- legt nafn, og nafnið var samþykkt. Síðan hélt Hh'far áfram ræðu sinni. Peningunum þurf- um við að verja skynsamlega, við þurfum að láta þá ávaxtast, og við þurfum að skapa fé- haldandi starfsemi. Hlífar sagðist vera viss um, að fullorðna fólkið myndi líta til þessarar starfsemi af mikilli velvild og veita þeim mik- ilvæga aðstoð. En sennilega þyrftu þau engr- ar aðstoðar með. Það var mikill fögnuður í kennslustofunni, þegar Hlífar hafði lokið ræðu sinni. Öll skipuleg fundarstarfsemi fór úr skorðum. Menn töluðu hver í kapp við annan, og þeir, sem ekki gátu látið heyra til sín, stigu upp á stóla og jafnvel upp á borðin, en það heyrðist ekkert til þeirra samt. Því miður var fundar- u'minn úti, og næsta kennslustund átti að fara að hefjast. Þessi tími hafði verið undarlega fljótur að líða, en því miður var svo óendan- lega langt til vors.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.