Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1988, Page 44

Æskan - 01.08.1988, Page 44
Sunnudagur 5. júní Við vöknuðum um níuleytið eftir að hafa talað saman og horft á sjónvarpið langt fram eftir nóttu. Við fengum okkur morgunmat og fórum síðan í vatns- skemmtigarðinn Blautt og brjálað (Wet’n Wild). Þar nutum við okkar ofsa- vel - eða, eins og tekið er til orða, „við fíluðum það alveg í botn.“ Þegar við vor- um búin að busla þar í nokkra klukku- tíma og fara í flestar vatnsrennibrautirn- ar tróðum við okkur í tuskurnar og ók- um í átt að Sæheimi (Seaworld)- Auðvitað villtumst við á leiðinni þangað og hlógum mikið að því. Sæheimur er sædýrasafn Flórída og er það heldur betra en það sem við íslend- ingar eigum að venjast. Við sáum þar há- hyrninga, sæljón, hákarla, höfrunga> hraðbátakeppni, skíðastökk og galdra- sýningu. Höfðum við mjög gaman af þvl öllu en þó einkum háhyrningunum °S galdrasýningunni. Þegar við komum út Ferðasaga Flórídafara Helgi og Berglind ásamt Litla Jóni, einum manna Hróa hattar Framhald var komin grenjandi rigning svo að við syntum að bílnum og drifum okkur heim. Mánudagur 6. júní / vatnsskemmtigardinum „Blautt og brjálað Við byrjuðum auðvitað á morgunverði °g fórum svo í sólbað við sundlaugina- Við notuðum síðan fjóra tíma í „Moll' inu“ þar sem við skiptum liði og fórum hvert í sína áttina. Fengum við öll hæl' særi af rápinu og innkaupunum. Við þurftum að skila herbergjunum fyrir klukkan tvö og vorum við búin að því áður en við fórum að versla svo að öllu því sem við keyptum þurftum við að troða í töskurnar í bílnum. Gekk það ágætlega þó að þröngt væri um okkur. Við fengu kort hjá dyravörðunum °& sýndi það hvaða leið við ættum að fara út á flugvöll. Var klukkan þá fimmtán mín- útur yfir fjögur. En því miður snerum r/tSK**

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.