Æskan - 01.08.1988, Síða 50
Vísindaþáttur
Umsjón: Þór Jakobsson
Landnám á Mars
í júlí síðastliðnum skutu Sovétmenn
(Rússar) upp geimfari sem vó hvorki
meira né minna en sex tonn. Það var hið
fyrra af tveimur slíkum sem eru nú á leið
til reikistjörnunnar Mars. Þar með hófst
viðamesta verkefni sem Sovétmenn hafa
tekið sér fyrir hendur í geimnum frá
upphafi geimaldar árið 1957. Geimför
þessi heita Fóbos-1 og Fóbos-2. Alls
kyns mælitæki eru um borð.
Þegar geimförin hafa lagt að baki alla
hina löngu leið til Mars munu þau hefja
svif sitt umhverfis reikistjörnuna, ótal
hringi í 120 daga, taka myndir af yfír-
borði hnattarins, mæla geislun á ýmsum
bylgjulengdum, geislun sólar og margt
fleira. Ef allt gengur að óskum verður
þetta á næsta ári og mun verða frétt-
næmt, að minnsta kosti í heimi vísind-
anna.
Mars er ýmist kallaður reikistjarna eða
hnöttur. Sama er að segja um aðra hnetti
sólkerfisins en eins og þið vitið er Mars
fjórði hnöttur frá sólu. Næst sólu gengur
Merkúr, þá Venus en þriðja í röðinni er
okkar eigin jörð.
Þegar geimförin tvö hafa gert skyldu
sína þessa 120 daga eða fjóra mánuði
mun Fóbos-2 verða stýrt að stærra tungh
Mars en það heitir reyndar Fóbos.
Geimfarið mun kanna tunglið með svip-
uðum hætti og Mars sjálfan.
Ykkur fínnst kannski skrítið að hugsa
til þess að það skuli svífa tvö tungl um
Mars. Hugsið ykkur ef við hér á jörðinni
hefðum tvö tungl að dást að á kvöldin,
kannski mismunandi stór til að sjá frá yf-
irborði jarðarinnar! Sjálfsagt væru til ótal
kvæði um tunglin tvö. Sumar reiki-
stjörnur hafa reyndar fleiri tungl en tvö.
En látum okkur nægja að hugsa uffl
Fóbos að þessu sinni - stærra tungl
Mars. Tunglið fannst árið 1877. Umferð-
artími þess um Mars er hér um bil átta
klukkustundir. Fjarlægð Fóbosar fra
Mars er um sex þúsund kílómetrar. Fo-
bos litli er heldur ólögulegur í vextinuni
og „bólugrafinn“, alþakinn gígum ^
ýmsum stærðum.
Þegar geimfarið Fóbos-2 hefur hring-
sólað ákveðinn tíma um nafna sinn °S
tekið af honum myndir í bak og fynr
hefst spennandi stund. Vísindamennirn-
ir hér heima á jörðinni ætla geimfarinu
þá að líða í átt að Fóbosi og allt niður í
50 m hæð en það er minna en hæð Hall-
grímskirkju. Þetta er sannkallað lágflug
sem mun standa í 20 mínútur. Hrað1
geimfarsins verður aðeins tveir til fimrn
metrar á sekúndu svo að búast má við
mjög góðum myndum af tunglinu.
Meðan á þessu stórmerka lágflug1
stendur verður leysigeislum beint að yf'
irborði tunglsins og munu þeir valda eðl-
isfræðilegum breytingum. Breytingar
þessar má kanna með vissri litrófstækm
og verða menn þá nær um eðli yfirborðs-
ins. Einnig verður notuð ratsjá.
Áður en geimfarið kveður verður
sjálfvirkri rannsóknastöð varpað niður
og hún skilin þar eftir. Ætlunin er að
láta stöðina endast í þrjá mánuði. Tæk1
stöðvarinnar eru margvísleg en þar a
meðal verða ljósmyndavélar og jar^'
skjálftamælar.
Auk rannsóknastöðvarinnar mun
geimfarið Fóbos-2 varpa niður á tunglið
allskoplegu farartæki sem við missum
því miður af að prófa. „Bíll“ þessi hefur
hlotið heitið „Stökkvarinn“ en hann
mun fara um landið í 20 metra stökkum-
Verður þannig unnt að mæla víðar á Fo-
bosi.
Það verður spennandi að fylgjast með
geimförunum tveim kanna nafna sinn
með undratækjum tækninnar.
-rrr11