Æskan - 01.02.1989, Page 14
Ég sé ekki betur en allir verði sár-
svangir af að hlusta á þessa lýsingu.
Krakkarnir fá mikinn áhuga á slíkri mat-
argerð og spyrja hvort hægt sé að nota
vöfflujárn í þessum tilgangi. Ægir telur
víst að það skemmist.
Jafnskjótt snýst umræðan öll um ann-
ars konar vöfflujárn og telpurnar segja
frá því hver í kapp við aðra þegar þær
„vöffluðu“ einhvern við takmarkaða
ánægju móður. . . til að mynda einhvern
lítinn frænda sem auðvitað varð ofsalega
sætur þannig. . . .
Þannig getur allt farið úr skorðum ef
reynt er að tala við stóran hóp af fjörug-
um krökkum í einu. . .! Þess vegna hef
ég dálítið hátt til að halda samtalinu í
réttum farvegi - og verð að kalla til að
heyrist í mér. . .
- Hefur það vakið athygli að þið eruð
tíðir gestir á sjónvarpsskjánum?
(Kannski var ég ekki alveg svona há-
tíðlegur. . .)
Þau segja að það sé varla orð á gerandi
en þó hafa þau orðið vör við viðbrögð,
bæði jákvæð og neikvæð. Ýmsir hafí sagt
„Iss, þetta er svo lélegt lag. . .“ og annað
í þeim dúr en þau telja að það sé einung-
is af því að sumir fínni til öfundar. Það
séu langt frá allir. Ægir segir að krakk-
arnir hafí klappað þegar hann kom í
skólann eftir fyrsta þáttinn og Elísabet
og Elsý nefna upphrópanir eins og „Sjá
sjónvarpsstjörnurnar“. Það hafí oftast
verið í gríni. . .
í „aparólu"
Þau taka öll þátt í skátastarfi, eru í
skátaflokkum nema Gísli. Hann er ylf-
ingur. Þeim kemur saman um að það sé
afskaplega skemmtilegt og Ægir segist
vilja hvetja alla krakka til að verða skátar
því að það sé afar gaman og allir hafi
mjög gott af því.
Ég spyr hvað sé skemmtilegast og Sig-
ríður segir að það séu kvöldvökur og að
læra að hnýta hnúta, Nolli nefnir útileg-
ur og diskótek, Elísabet útileiki, Elsý
leðurvinnu, að búa til mokkasínur.
Gísli segir að margt sé skemmtilegt en
líklega beri dvöl að Úlfljótsvatni af.
Hann hafi farið þangað með pabba sín-
um sem er félagsforingi Hraunbúa í
Hafnarfirði. Gaman sé að ganga þar upp
á fjall og mikið fjör hafi verið í leik þegar
bundið var fyrir augun á skátunum og
þeir áttu að skríða og lesa sig eftir þræði.
Það átti að vera ullarþráður og þeir í
dimmum helli þar sem þeir sáu ekki
neitt. Farið var meðfram læk og ef
krakkarnir gættu sín ekki var eins víst að
þeir enduðu í honum. Sjálfur sagðist
hann hafa sloppið við bað.
Ægir nefnir líka útilegur að Úlfjljóts-
vatni og man einna best eftir vatnaferð
(safarí) þegar krakkarnir áttu að sveifla
sér í aparólu. í hana var bundinn spotti
sem kippt var í þegar þeir voru yfir læk
svo að þeir duttu í ískalt vatnið!
„Og auðvitað diskótek,“ bætir hann
við.
- Eigið þið fleiri áhugamál en skáta-
starf?
Elísabet: „Skíðaferðir! Ég „elska skíði“!
Það er líka gaman á skautum. Svo er ég í
fimleikum.“
Elsý: „Skíða- og skautaferðir. Stundum
fer ég niður að Tjörn. Stundum sprautar
vinkona mín vatni á götuna á kvöldin.
Þá frýs það um nóttina. Ég hef líka gam-
an af knattspyrnu og borðtennis.“
Ægir: „Sömu og þær: Skauta- og skíða-
ferðir og knattspyrna. Og ótal margt
annað. Ég hef áhuga á mjög mörgu. . .“
Nolli: „Ég æfi júdó, hef gert það í tvö
eða þrjú ár. Bróðir minn? Já, hann var í
júdó en er hættur. Hann var alltaf að
brjóta sig. . . - Ég leik mér hka í knatt-
spyrnu.“
Gísli: „Ég hef mest gaman af skák - auk
skátastarfsins. Ég tefli stundum við
bróður minn, þann sem er sjö ára. .
Sigríður: „Ég æfi dans hjá Dansnýjung
Kollu. Við erum núna að æfa Mikkjáls-
dansa. Svo finnst mér gaman á skautum
- og að gæta barna ef þau eru stillt. . .“
(Ég verð að játa að ég skrifaði Mikkj-
áls-dansa þó að Sigríður segði Michaels
Jacksons-dans. Er ckki þægilegra að
nefna dansinn (eða dansana) því nafni?)
Við létum þetta gott heita og eftir að
krakkarnir höfðu brosað í hálftíma saffl-
fleytt framan í myndavéhna hans HeimlS
- nema þá stund sem þau hlógu og mín-
úturnar sem þau sungu og trölluðu
- settum við undir okkur höfuðið og
hlupum út í rokið og élið. Það var einn
af þessum dögum, þið vitið, þegar veðrið
er vitlaust og afskaplega skemmtilegt-
Eða þannig. . .
Raunar ætluðum við að taka myndit
úti en það hefði allt fokið út í veður og
vind og kannski farið í allt annað blað-
- Nei, nú hef ég smitast af fjörinu 1
krökkunum eða misst tökin á pennanum
í rokinu og verð að fara að setja upp al-
vörusvipinn og halda fast um stílvopnið
(það merkir penni) og enda þetta af ein-
hverri skynsemi. Þá er best að líta í verk-
efnabókina. . .
mynd, hetja sem þau herma allt eftir.
A. Gerðu lista yfir hluti sem þú gerir og
vilt að þeir geri eins.
B. Gerðu lista yfir hluti sem þú gerir en
vilt ekki að þeir geri líka.“
Þetta er umhugsunarvert. í rauninm
felst í því að þú reynir ávallt að koma vel
fram við alla, vera hjálpsamur, hlýðinn
og hæverskur. . . Sjálf(ur) getur þú talið
ýmislegt fleira upp!
Samstarfsverkefni skáta og Kiwanis-
manna er þarft átak. Vonandi hafa börn
og foreldrar brugðist vel við, rætt um
það, unnið saman að því og leyst það. Þa
má með sanni segja að börnin séu ávallt
viðbúin.
í augum yngri krakka ert þú fyrif'
iyV Vr -•*' \/£ I
„Það er gaman að láta farða sig! - Svo fengum við að sjá alls konar hárkollur, af
Elsu, Þórði húsverði og mörgum öðrum. . . “
14 ÆSKAU