Æskan - 01.02.1989, Blaðsíða 16
Ævintýri Bjössa bollu
TeiKningar: Hákon Aasnes
Texti: Velle Espeland
Litir: Anders Kvále Rue
- Hér er varla von á jólakökum, hugsar
Bjössi. En Mjási ætlar ekki að yfirgefa staðinn
matarlaus. Hann verður var við mús úti í
horni og rekur hana upp á borð. Á hlaupun-
um raknar geim-búningurinn af honum og
þau velta um sýrópskrukkum og bollum.
- Þetta var ekki sem allra bestur viðburður,
flýgur um huga Bjössa. - Best mun að koma
sér út svo íljótt sem auðið er. Björg og Þránd-
ur fylgja í fótspor hans. Elsa og Óli skima
felmtri slegin á eftir þeim. - Hjálpi okkur all-
ir heilagir! hljóða þau.
Óli hraðar sér að símanum og hringir í bæjar'
blaðið. - Ég get sagt ykkur verðlaunafréttj
stynur hann. Undarlegar verur, sem eflaust
hafa komið úr fljúgandi furðuhlut, höfðu
næstum numið okkur á brott. Þeir hræddu
konu mína ákaflega og tóku með sér mús. • •
- Ég skil ekki af hverju þau urðu svona
hrædd, segir Björg. - Þau hafa kannski hald-
ið að við værum vofur eða ófreskjur, segir
Bjössi. - Af hverju? - Fyrr meir var haldið
að ýmislegt af slíku tagi væri á ferð milli jóla
og nýárs.
- Þeir sem urðu á leið þess á geysireið um
grundir gátu ekki búist við góðu. Þess vegna
voru flestir inni við milli hátíða. Ekki hefur
Bjössi fyrr sleppt orðinu en bíll lýsir upp veg-
inn framundan. Þar sjá þau fjórar skuggalegar
verur! - Hjálp! hrópar Bjössi.
- Við höfum mætt forynjunum! Forðu111
okkur strax! Þau þjóta út af veginum yfír
snjóruðninginn og inn á milli trjánna. Æ-ð1'
bunugangurinn er svo mikill að þau mega
ekki vera að því að hugsa! - Burt, burt! æp*r
hetjan okkar hástöfum. - Heppin vorum v*t"'
að sleppa óséð, stynur Þrándur.