Æskan - 01.02.1989, Side 24
Æ skuvandi
Hann gefur mér oft auga en litur
strax undan þegar ég lít vid. . .
En ég er bara svo feimin þegar
hann svarar eöa mamma hans eöa
pabbi aö þá get ég ekki talaö. . .
ur mikilvœgari en áður og ósk ur'i
að kynnast nánara á ýmsum svið-
um vaknar. Allt sem hann eða
hún gerir skiptir afar miklu máli■
Spurningin um það hvort hann
eða hún sé líka hrifin verður mik-
ilvœg.
A unglingsárum verður þessi
tilfinning mjög sterk um tíma■
Það kemur líka mörgum á óvart
hve fljótt hún getur breyst og
fœrst frá einum cinstaklingi &
annars. Sumir eiga mjög auðvelt
með að verða hrifnir en fyrir aðra
tekur það lengri tíma. Margir
unglingar hafa oft áhyggjur afþtt
að verða ekki hrifnir eða „skotn-
ir“ eins og maður „á að vera“ a
þessum aldri. Stundum verðut
þetta metingur, metnaðarmál og
þykir fínt í vinahópnum að hafa
„verið með“ einhverjum. í flest-
um tilvikum er þó um að rceða
einhvers konar goðsagnir og ýkj-
ur. Flestir krakkar eru óöruggit
og óreyndir í þessum efnum.
í þessu sambandi er gott að
gera sér grein fyrir því að hrifn-
ing og tilfinningar tengdar henm
eru mjög merkileg og mikilvceg
reynsla fyrir alla - alveg án tillits
til þess hvort tilfinningarnar eru
endurgoldnar eða ekki. Það er
mikilvœgt að bera virðingu fyrir
tilfinningum sínum, líta á þcer
sem dýrmœta eign sem máli skipt-
ir hvernig annast er um. Vegna
þess hve tilfinningar breytast oft
fljótt er mikilvœgt að vera ekki
með þœr „á útsölu“. Öll tilfinn-
ingaleg reynsla skilur eftir ein-
n
5kot og hrifning
Eftiifarandi fjögur bréf eru
dæmigerð fyrir mörg önnur sem
blaðinu berast um sama efni.
Þau fjalla öll um „skot“ og hrifn-
ingu; áhyggjur og öryggisleysi
sem fylgja því að vita ekki hvori
hrifningin er gagnkvæm og
hvernig hægt sé að kanna málið
nánar.
Kæra Æska!
Ég er hrifin af strák sem er
einu ári eldri en ég. Sjálf er ég 14
ára. Við erum í sama skóla. Þess
vegna sé ég hann á hverjum degi
og veit nærri allt um hann. Hann
er ekki á föstu en hefur samt ekk-
ert ákaflega mikinn áhuga á stelp-
um. Vinkonur mínar sögðu hon-
um eitt sinn að ég væri hrifin af
honum og hann vissi það því að
ég hef oft hringt í hann og talað
við hann. Eftir þetta horfir hann
stundum þannig á mig að ég fer
nærri hjá mér en ég veit ekki
hvað honum finnst um mig.
Hvað heldur þú? Heldur þú að ég
eigi möguleika? Ég vona að þú
svarir mér.
Ein ástfangin
Kæra Æska!
Ég er í alveg ógurlegum vand-
ræðum og veit ekki hvert ég á að.
snúa mér. Þess vegna tók ég upp
penna og blað og byrjaði að skrifa
þér þetta bréf. En þannig er mál
með vexti að ég er hrifin af strák
eins og margar aðrar stelpur og sá
strákur veit það ósköp vel. Hann
er einu ári eldri en ég. Ég er
þrettán ára. Hann gefur mér oft
auga en lítur strax undan þegar
ég lít við. Hann spurði einu sinni
strákinn sem vinkona mín er með
hvort hann vissi eitthvað um mig.
Strákurinn sagði vinkonu minni
það og hún sagði mér það.
Spurningarnar, sem vaka fyrir
mér, eru þessar:
Er þetta merki um að hann sé
skotinn í mér eða hvað?
Hvað get ég gert til að nálgast
hann betur?
Stúlka í ógnar vandrœðum
Kæra Æska!
Ég er afar, afar ástfangin af
strák sem er með mér í bekk. Ég
gæti ekki lifað einn dag án þess
að sjá hann. Ég ligg oft andvaka
um nætur. Stundum þegar ég er
að reyna að einbeita mér kemur
hann í huga minn og þá verð ég
að hringja í hann. En ég er bara
svo feimin þegar hann svarar eða
mamma hans eða pabbi að þá get
ég ekki talað. Hvað á ég að gera?
Afar, afar ástfangin
Elsku Æska!
Ég er 13 ára stelpa úr . . . og
langar til að fá svör við spurning-
um. Ég er mjög hrifin af strák
sem heitir . . . Hann er 14 ára og
í sama skóla og ég. Þegar ég er í
návist hans roðna ég og fer alveg í
klessu því að hann starir svo á
mig. Þegar hann er spurður hvort
hann sé hrifinn af mér þá segir
hann aðeins „Glætan!" Er hann
kannski svona feiminn eða er
hann bara ekkert hrifinn af mér?
Hvað á ég að gera? Á ég að bjóða
honum upp á diskótekum eða
bara að láta hann eiga sig.
Elsku Æska, ekki láta þetta
fara í ruslið! Ég verð að fá svör
við spurningunni.
Stúlka úr 7. bekk
Svar:
Flestir kannast við þœr tilfinn-
ingar sem lýst er í þessum bréf-
um. Eins og fram kemur í þeim
verða þœr stundum svo sterkar að
þcer yfirskyggja allt annað um
tíma. Öll athyglin beinist að þessu
eina. Þarna getur verið um að
rœða persónu sem maður hefur
þekkt lengi án þess að það hafi
haft minnstu áhrif, skólafélaga,
vin eða vinkonu. Skyndilega er
allt breytt og við hrifninguna
vakna nýjar þarfir og langanir.
Nálœgð þessarar manneskju verð-
24ÆSKAN