Æskan - 01.02.1989, Side 30
Þegar
kóngurinn
kom í
heimsókn
Framhaldsþættir eftir
Báru Þórarinsdóttur
Maggi mörgæs stóð næstum á haus,
það var svo mikið að gera. Kóngin-
um hafði verið boðið í heimsókn.
Aldrei hafði svona merkileg persóna
komið að heimsækja íbúa héraðsins.
Allir voru önnum kafnir við að und-
irbúa komuna. Svo var þetta líka op-
inber heimsókn.
Hann Silli selur var lengi búinn að
velta vöngum yfir því af hverju þetta
héti opinber heimsókn. Áttu kannski
allir að vera að opna eitthvað? Nei,
það gat ekki verið. Hann bar þetta
samt undir sæljónið, vin sinn.
- Bull, sagði Svarri sæljón, - það
verður ekkert opnað nema nýja dag-
heimilið. Selamömmurnar koma litlu
kópunum hvergi orðið fyrir. Það er
bara ekkert pláss.
En Svarri mátti ekkert vera að því
að ræða þetta frekar. Hann átti að
fara að hreinsa nýju flugbrautina.
Það hafði snjóað mikið um nóttina og
kóngurinn átti að koma daginn eftir.
En nú kom Maggi mörgæs auga á
Silla litla.
- Einmitt sá sem mig vantaði,
sagði Maggi mörgæs. - Geturðu ekki
gæskurinn, hnoðað nokkrar þang-
kúlur til þess að nota í veisluna. Við
þurfum svona þúsund.
Og Maggi mörgæs vaggaði svolítið
á ská um leið og hann sagði þetta.
Hann notaði hvert tækifæri til þess
að sýna hvað hann var fær í skávaggi.
Hann var nefnilega Suðurpóls-meist-
ari í þeirri list og átti að halda sýn-
ingu fyrir kónginn. Svo var hann líka
búinn að bjóða öllum mörgæsunum í
nágrenninu í veisluna og þangkúlur
voru það besta sem mörgæsirnar
vissu.
En þarna kom þá aðalumsjónar-
maðurinn, hann ísak ísbjörn. Það
var nú karl í krapinu. Hann gat allt
eða næstum því og öllum fannst
hann afar merkilegur.
- Heyrið þið strákar, kallaði ísak
ísbjörn. - Getið þið ekki farið að
raða skrautþanginu á borðin? Það fer
að liggja á þessu.
Silli selur bauðst til að ná í sela-
stelpurnar, þær gætu þetta alveg,
þeir hefðu svo mikið að gera.
- Jæja, sagði ísak ísbjörn, - þið
hafíð þetta eins og þið viljið en farið
þið að drífa í þessu, strákar. Það fer
að koma kvöld og allir eiga að fara
snemma í háttinn.
Sjálfur ætlaði ísak ísbjörn að finna
rauða dregilinn sem átti að nota.
Svo kom kóngurinn daginn eftir.
Auðvitað var hann húfulaus. Þetta
var nefnilega rostungakóngur. En
hann var með kórónu á höfðinu, alla
úr ískristöllum. Hann var í rauðri
flauelskápu með hvítum jaðri úr
safalaskinnum. En þegar hann sá
rauða dregilinn, sem hann átti að
ganga á, harðneitaði hann.
- Ég geng ekki á rauðum dregl-
um, þrumaði hann. - Þeir verða að
vera grænir svo að ég geti notað þá.
Enginn skildi neitt í neinu. Kóng-
urinn hlaut að vera eitthvað skrítinn.
En nú datt ísaki ísbirni nokkuð í
hug. Rostungaamma, sem átti heima
uppi í hlíðinni, var alltaf að vefa-
Kannski ætti hún grænan dregil-
Hann ætlaði að athuga það. Rost-
ungakóngurinn yrði bara að bíða. Og
mikið rétt. í vefstólnum hjá rost-
ungaömmu var einmitt grænn dreg-
ill.
- Heyrðu hérna, sagði ísak ís-
björn við rostungaömmu, - má ég
ekki fá hann lánaðan, þennan hérna?
- Þennan hérna hvað? hváði rost-
ungaamma.
Hún var farin að heyra hálfílla.
- Nú, dregilinn manneskja, sagði
ísak ísbjörn, um leið og hann benti a
græna dregilinn í vefstólnum.
- Ertu að fara að búa, ísak minn?
spurði rostungaamma.
- Hverskonar þvæla er þetta?
hvæsti ísak ísbjörn.
- Þetta er fyrir rostungakónginn,
hann er hér í opinberri heimsókn.
- Jahá, sagði rostungaamma, -
hann kominn, blessaður? Þetta er nú
hann frændi minn ef ég er þá ekki
illa svikin.
Svo dæsti hún af ánægju.
- Ég kem með þér, sagði hún-
- Fyrst ég óf dregilinn sem þarf að
nota þá rúlla ég honum út sjálf.
Aumingja ísak ísbjörn. Nú var
hann kominn í vanda. Hvað átti
hann að gera? Honum datt gott ráð i
hug.
30 ÆSKAN