Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1989, Side 34

Æskan - 01.02.1989, Side 34
Kristín Loftsdóttir: íMSi .•..;.'. :•.: r-".- . •‘ « #- » I * **§!P|p Úr 4. kajla. Hann nefnist Bókin. . . Kitta var í góðu skapi þegar hún mætti í skólann daginn eftir. Hún flýtti sér inn í kennslustofuna og svipaðist um eftir El- íasi. Krakkarnir voru sestir þegar Elías kom þjótandi inn. Kinnar hans voru rjóðar og augun tindruðu. „Hæ, öllsömul,“ hrópaði hann og sett- ist hjá Kittu, „þú verður að afsaka seina- ganginn Lára.“ Elías brosti einlæglega til Láru kenn- ara. Hún reyndi að fela bros sitt og sagði ávítandi, „Elías, þetta má ekki koma fyr- ir aftur, þú ert allt of seinn.“ „Kitta,“ hvíslaði Elías þegar Lára kennari hafði sett þeim fyrir verkefni í vinnubókinni. „Ég hef fundið bókina okkar.“ „Ha, bókina.“ Kitta kom alveg af fjöllum enda í óðaönn við að leysa verk- efnið. „Já, þú veist,“ hvíslaði Elías áfram óþolinmóður, „það sem maður skrifar niður gleymist aldrei. Ef við skrifum allt niður núna, getum við lesið það, þegar við verðum stór, og skilið krakka betur.“ Ehas hló, „fólk getur jafnvel lesið það eftir mörg hundruð ár!“ „Elías,“ kallaði Lára kennari hvasst. „Steinþögn.“ Elías þóttist skrifa af kappi, Kitta brosti í laumi til hans. Jú, þetta gæti ver- | ið gaman. Að skrifa alvöru bók, eins og 1 þau væru fullorðnir rithöfundar. | Elías fékkst ekki til að taka þessa | merku bók úr töskunni fyrr en þau | | komu heim til Kittu. Þá settist hann í | I mitt rúmið með krosslagða fætur eins og I I indverskur fakír. Með hátíðleik dró f f hann bókina upp úr töskunni. Bókin var f f ljómandi falleg. Kápan var úr tré og auð- | f ar blaðsíðurnar voru innbundnar. Bókin f 1 var engu að síður mjög þykk. Það sem j | Kittu leist best á voru fagurlega gerðar j I myndir sem voru skornar í viðinn, þar j | mátti greina menn, dýr og plöntur. j | Kittu datt helst í hug að þær túlkuðu j f eitthvert ævintýri. I „Hún er eldgömul,“ sagði Elías hreyk- j I inn. f I „Afi minn keypti hana í útlöndum, f | fyrir pabba þegar hann var lítill strákur. f I Pabbi skrifaði aldrei neitt í hana heldur | f skoðaði bara myndirnar utan á. Og núna | | eigum við hana. Pabbi sagði það.“ | „Finnst þér hún ekki flott?“ I Kitta gat ekki neitað því, þótt bókin j | hefði virst öllu mikilfenglegri í lýsingum : f Elíasar. Falleg var hún, því var ekki : f hægt að neita. f EHas hvíslaði leyndardómsfullur, „á j f fremstu síðu skrifum við nöfnin okkar j I og gerum kross úr blóði, sem tákn um j I fóstbræðralag okkar.“ f Kitta varð vandræðaleg, var hann að | f meina þetta, fóstbræður! Elías hló að \ f svipnum á henni. | f „Svona nú, eigið þið ekki títuprjón j f eða eitthvað?“ j I Kitta náði í stóra hvassa nál sem j | mamma hennar átti. Elías virti nálina j f fyrir sér. f „Þú vilt vonandi örugglega sverjast í j f fóstbræðralag með mér og verða þar með j j fóstbróðir minn?“ f I Kitta kinkaði kolli brosandi, það vildi f f hún svo sannarlega. Fóstbræður. Það f hljómaði vel. Það hlaut að vera miklu f meira en að vera kærustupar, allavega f átti engin stelpa í skólanum fóstbróður. f 1 Elías tók í hönd Kittu. f f „í eldgamla daga,“ sagði hann hátíð- f f lega „sórust menn í fóstbræðralag með f f því að blanda saman blóði. Þannig urðu f f þeir órjúfanlegir vinir. Sem tákn um j j fóstbræðralag okkar, skulum við gera f j kross úr blóði í bókina.“ Hann tók upp f nálina og lyfti henni upp, svo glampaði á f hárbeittan oddinn. f „Ég sting þig og þú mig,“ útskýrði f hann. Hann stakk nálinni snöggt í fingur j Kittu, hún gretti sig ógurlega. Hún tók nálina af Elíasi og stakk hann varlega í fingurinn. Ekkert blóð. „Svona þetta er allt í lagi,“ sagði Elías karlmannlega, „gerðu þetta almenni- lega.“ Kitta stakk nálinni á kaf, Elías öskraði af sársauka, „ekki alveg svona fast!“ „Fyrirgefðu,“ sagði Kitta aumingja- lega. „Ég ætlaði ekki. . .“ Þau litu í augu hvors annars, og sprungu síðan úr hlátri. Krossinn var gerður úr blóði, og nöfnin rituð með bla- um kúlupenna. Þau virtu fyrir sér verk sín. Þetta leit svo sannarlega leyndar- dómsfullt út. „Hvað eigum við nú að skrifa?“ sagði Kitta loks, og horfði spyrjandi á Ehas. Elías nagaði pennann spekingslega; „það verður eiginlega að vera mjög merkilegt sem kemur fyrst,“ sagði hann og hugsaði sig um. Kitta hugsaði líka- Skyndilega brosti Ehas. „Nú veit ég. Það er ein setning sem mér finnst alltaf mjög falleg. Hún er ur Biblíunni. „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þe'111 gjöra.“ Hann leit á Kittu með glampa 1 augunum. „Ertu samþykk því?“ Kitta kinkaði kolli. Fyrsta setningin af mörgum var þvl skrifuð í bókina. Þegar þau höfðu skrif" að, lokuðu þau bókinni og komu henm síðan fyrir í læstri skúffu í herberg1 Kittu. Þau ætluðu ekki að skrifa meira * dag. „Komdu,“ sagði Elías. „Förum niður á bryggju og skoðum bátana.“ Þau hlupu af stað fram á gang. Nú skyldi verða gaman. Næsti skóladagur var hræðilegur fyrir Kittu, það fannst henni að minnsta kosti. Það byrjaði í fyrstu frímínútun- um. Kitta beið brosandi eftir því að Beta kæmi út. Þær voru nefnilega svo góðar vinkonur eða eins og Beta hafði sagb þeirra vináttu yrði aldrei að eilífu slitið, ekki eins og vináttunni við hina svikulu Heiðrúnu. Þetta allt hafði Beta tilkynnj Kittu með breiðu brosi. Og Kitta hafð* auðvitað verið sá kjáni að trúa því. Pað uppgötvaði hún núna. Þegar Beta kom úr kennslustofunm var hún ekki ein, þær Heiðrún héldust arm í arm. Þetta fannst Kittu nú hálf skrítið, eftir fyrri orðum Betu að dæma> en hún ályktaði samt ánægð að nú væru þær kannski ekki eins ósáttar og áður- Að vera óvinir er vont, það hafði Elías sagt. En þegar stelpurnar komu út hvísj- uðust þær á og flissuðu. Þær störðu ill1' lega á Kittu. Allt einu sagði Beta „besta 34 ÆSKAJST

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.