Æskan - 01.02.1989, Side 46
U2 voru nokkuð lcngi að ná verulcgum
vinsældum cf miðað er við nýrokksveitir
þessara ára, Clash, Sex Pistols o.þ.h.
T.a.m. komu aðeins 9 manns á hljómleika
U2 í London fyrir rúmum 9 árum. Fyrsta
plata þeirra, „U23“, seldist í svo fáum
eintökum að strax var hætt að dreifa
henni. Síðar tókst umboðsaðilum þcirra
að fá þessa plötu afmáða af plötulista U2 á
þeirri forsendu að einvörðungu hefði verið
um kynningarplötu (demó) að ræða. Þó
var staðið að útgáfu plötunnar á nákvæm-
lega sama hátt og um alvöruplötu væri að
ræða. Auk þess hefur aldrei tíðkast að fá-
tækar hljómsveitir gefi út kynningarplötur
á þennan hátt. Vaninn er að gefa út kynn-
ingarsnældur merktar „demo“í bak og
fyrir. Og þær cru ekki settar á almennan
markað heldur dreift ókeypis til útvarps-
stöðva, hljómlcikahaldara o.s.frv.
Að öðru lcyti svipar risaskrefum U2
upp vinsældalista til sigurgöngu Sykur-
molanna. Bresku poppblöðin kölluðu U2
„framtíð rokksins" þegar fyrsta opinbera
alvöruplata þeirra kom út, „Boy“ 1980.
Skallapoppvinsældalistarnir sniðgengu U2
framan af en þeir urðu fljótt fyrirferðar-
miklir í bresku poppblöðunum og stóðu
sig vel í vinsældakönnunum. (Það táknar
að kvertettinn hefur notið ómældrar virð-
ingar umfram vinsældir.) Útvarpsstöðvar
um allan hinn vestræna heim voru röskar
að spila lög eins og „Gloría" með U2 upp
úr 1981.
Þriðja alvöruplata U2, „War“, náði 1.
sæti breska vinsældalistans. Um svipað
leyti voru lög þeirra að verða fyrirferðar-
mikil í bandarískum háskólaútvarpsstöðv-
um. Tveimur árum síðar urðu þeir óum-
deilanlega sigurvegarar á „Hljómleikum
aldarinnar", „Live Aid“, sem var sjón-
varpað til tugmilljóna manna um víða ver-
öld. Dagskráin var fólgin í poppmúsík
fluttri af Bob Dylan, Paul McCartney,
Joan Baez, David Bowie, Phil Collins og
fjölda annarra vinsælustu poppara heims
auk sigurvegaranna, U2.
1987 náðu þeir stöðunni „vinsælasta
rokksveit heims" þegar þeir sendu frá sér
plötuna „Joshua Tree“. Af henni náðu tvö
lög, „With Or Without You“ og „I Still
Havn‘t Found“, 1. sæti bandaríska vin-
sældalistans. Nokkur önnur lög af plöt-
unni náðu einnig hátt á vinsældalista.
Með kvikmyndinni „Rattle & Hum“ og
samnefndri plötutvennu virðist U2-kar-
tettinn ætla að halda stöðu sinni sem vin-
sælasta rokksveitin áfram.
Plötulisti U2 lítur þannig út:
Boy, 1980
October, 1981
War, 1983
Under A Blood Red Sky, 1983
The Unforgettable Fire, 1984
Joshua Tree, 1987
Rattle & Hum, 1988
Til viðbótar hafa einstakir liðsmenn U2
komið fram á nokkrum plötum án félaga
sinna í U2. Þar ber hæst þátttaka Bonos í
plötunni „Sun City“. Þar syngur hann citt
lag við undirleik Rolling Stones og annað
lag syngur hann með Brúsa Springsteen,
Gil Scott-Heron, Dylan o.fl. Einnig komu
U2 skemmtilega á óvart í haust er leið er
þeir fluttu lagið „Jesus Christ" eftir
Woody heitinn Guthrie á sérstakri minn-
ingarplötu sem Brúsi Springsteen, Pete
Seeger o.fl. gerðu um Woody.
Póstáritun U2 er:
U2 WORLD SERVICE/PROPA-
GANDA,
P.O. Box 61, Liverpool L69 8 BB, Eng-
land.
Póstáritun DD er:
DURAN DURAN
P.O. Box 600, London SW 18 1 EN,
England.
Róbert Smith, söngvari Cure
Plötulisti Cure er þannig:
3 Imaginary Boys, 1979
Faith, 1980
17 Seconds, 1980
Japanesc Whispers, 1980
Pornography, 1982
Boys Don‘t Cry, 1983
Live, 1984
The Top, 1984
The Hanging Garden, 1985
Standing On A Beach, 1986
Kiss Me Kiss Me Kiss Mc, 1987
Þegar þetta er skrifað hafa borist fréttir
af nýrri Cure-plötu. Hún á að koma á
markað um svipað leyti og þetta blað
Æskunnar. Sú plata er sögð vera hrárri og
einfaldari en síðustu plötur Cure.
Af S/H draumi er fátt að segja. Þetta
ágæta tríó úr Kópavogi er hætt. Þeir
Gunnar Hjálmarsson, söngvari og bassa-
leikari, og Baldur Birgisson trymbill hafa
stofnað hljómsveitina Bless. Þar spilar
Gunnar á gítar en Ari Eldon (bróðir Þórs
gítarleikara Sykurmolanna) úr hljómsveit-
inni Sogblettum spilar á bassann.
Eftir S/H draum liggja þessar plötur:
Bensínskrímslið skríður, 1986
Goð, 1988
Bless, 1988
Hvað varðar fyrirspurnina, Tinna, um
að við birtum dægurlagatexta þá kemur
vel til grcina að birta erlcnda texta á frum-
málinu og þýðingu á honum með. íslensk-
ir dægurlagtextar eru aftur á móti nánast
undantekningarlaust svo óljóðrænir og illa
ortir að það er engum greiði gerður mcð
því að skilja þá frá undirleik og laglínu og
birta þá eina sér á prenti.
MiKKjáli Jackson
Kæra Popphólf!
Getur þú sagt frá Mikkjáli Jackson
kannski birt myndir eða veggmynd a
honum.
Ein aö austan
Kæra Popphólf!
Mig langar að fá eitthvað birt ult)
Mikkjál Jackson. Hvað lestu úr skriftin111-
Hvað heldur þú að ég sé gömul? Ég
oft sent ykkur bréf en ef þetta birtist ekk1
þá gefst ég upp.
Karen Rut Konráösdóttir,
Sunnuvegi 10, 680 Þórshöfn.
Svar:
Við höfum oft áður gert Mikkjáli JaC*)
son skil, bæði í myndum og máli. En 11 rL
eins og ykkar berast alltaf öðru úver|u'
Þess vegna birtum við nú væna grein unl
þennan vinsæla dreng. Ef við göngum ut
frá því að þú sért nálægt fermingaraUrl’
Karen, þá segir skrift þín þetta: Fu ert
skrautgjörn og listhneigð (það kemur fm*?
í því hvernig þú endar sum orð mcð þvl a,
stílfæra síðasta stafinn og svo teiknar Þa
upphrópunarmerkin og fyllir þau m
þverstrikum og setur krúsindúllur unU ,
aukasetningar). Þú ert þrá en þó ert Þu
bæði óþolinmóð og tvístígandi (þú hcl
oft skrifað okkur áður, bréfin cru löng
við styttum þctta mikið - og full af rökultl
fyrir þínu máli. Þó er þetta bréf greinile?3
skrifað í flýti og skriftin er misjöfn m1
hna. Hún hallast m.a. ýmist til hægfi c
vinstri). Þú ert metnaðargjörn og gct
verið ákveðin (undirskriftin er falleg 0i
skrifuð af þjálfaðri röggsemi).
46 ÆSKAU