Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1989, Side 47

Æskan - 01.02.1989, Side 47
þú.J Eiríkur Hauksson ■ • .að norska hljómsveitin hans Eiríks Haukssonar, Artch, fékk frábæra dóma fyrir fyrstu plötu sína, „Another Return", 1 ensku þungarokksblöðunum. Bæði Kerrang og Metal Forces gáfu plötunni hæstu einkunn og líktu Artch við Iron Maiden og Metalica. Platan kemur á ntarkað í Bandaríkjunum í marslok eða nokkrum mánuðum síðar en á Evrópu- markað. í Bandaríkjunum verður plöt- unni fylgt eftir með hljómleikaferð sem hefst reyndar á íslandi um miðjan mars. • • -að gagnrýnendur allra helstu popp- blaða heims völdu plötu Sykurmolanna, >.Lífið er of gott“, sem eina af bestu plöt- um ársins 1988, þ.á.m. Rolling Stone, Q, NME og Sounds. Fæst blaðanna raða Plötum ársins í ákveðin sæti. En þau sem faða plötunum niður settu plötu Sykur- molanna ofarlcga í röðinni. T.a.m. setti Melody Maker plötuna í 2. sæti (á eftir »Surfer Rose“ með Pixies). • • að hljómsveit Hilmars Arnar Hiimarssonar, Ornamental, hefur vakið fetknaathygli í útlöndum fyrir lagið „Chrystal Nights". M.a. var lagið valið »lag vikunnar“ hjá breska poppblaðinu Record Mirror. Einnig hafa birst aUt upp 1 heilsíðuviðtöl í poppblöðunum við liðs- menn Ornamentals, þau Hilmar og Rósu McDowell Skosku söngkonuna úr Strawbery Switchblade - hún söng einnig með Björk „Sykurmola" á plötu Megasar, »Höfuðlausnir“). Breiðskífa með Orna- mental er á dagskrá síðar á árinu. ! II!!! . . .að íslensku hljómsveitirnar, Ham og Risaeðlat cru komnar á plötusamning hjá breska útgáfufyrirtækinu One Littlc Indi- an. Plata með Ham kcmur á alþjóðamark- að snemma í vor. Á hcnni er m.a. gamla Abba-lagið „Voulez Vous“. Plata Risaeðl- unnar kemur út síðar á árinu. . . .að undanfarin ár hefur Poppþátturinn valið bestu lög liðins árs. f þetta skipti teljum við að þessi lög hafi vinninginn: „Sóli“ m/S-h draumi, „Foxtrot" m/Bubba. Morthens og „Tekið í takt og trega“ m/ Sykurmolunum. Undanfarin ár höfum við birt nið- urstöður vinsældakannana bresku poppblaðanna. Nú í upphafi árs birtu þessi blöð úrslitin í könnunum sín- um. Niðurstaðan varð þessi (fremst eru úrslit hjá „vinsælasta“ blaðinu, Melody Maker. í fyrsta sviganum nýrokkblaðinu NME, í öðrum svig- anum þungarokksblaðinu Sounds og í aftasta sviganum blaðinu RM): Besta almenna hljómsveitin 1 (-) (1) (-) Mission 2 (4) (2) (3) U2 3 (-) (4) (-) Fields Of The Nephilim 4 (15) (8) (-) Wonder Stuff (nr. 2 sem „Bjartasta vonin“ hjá MM, nr. 10 hjá RM) 5 (11) (-) (-) Sykurmolarnir MM, nr. 4 hjá Sounds) 5 (-) (11) (-) All About Eve . . .að bestu plötur liðins árs eru að dómi Poppþáttarins þessar: „Lífíð cr of gott“ m/Sykurmolunum, „Bless“ m/S-h draumi og „Bláir draumar“ m/Bubba & Megasi. Merkilegustu erlendu plöturnar telur Poppþátturinn vera: „The Tenemcnt Year“ m/Pere UBU, „Tiggarans Tal“ m/ Imperiet og „Tribute To Woody Guthrie & Leadbelly" m/U2, Bruce Springsteen, Pete Seeger o.fl. . . .að bróðurpartur Stuðkompanísins og Foringjanna hefur runnið saman í eitt. Sameinaður kallast hópurinn Hitt liðið. osnmgarnar Besta söngkonan (ekki kannað hjá NME og Sounds) 1 (1) Júlíanna Regan í All About Eve 2 (2) Björk Guðmundsdóttir í Sykur- molunum 3 (9) Liz Frazer í Cocteau Twins Besti söngvarinn (ekki kannað hjá NME og Sounds) 1 (2) Morrissey 2 (1) Wayne Hussey í Mission 3 (4) Karl McCoy Besta platan »,,•).» 1 (-) (1) (-) Children m/Mission tilÆ 2 (-) (4) (-) Nephilim m/Fields Of ' The Nephilim 3 (2) (2) (2) Rattle & Hum m/U2 4 (-) (-) (-) Surfer Rose m/Pixies 5 (6) (16) (-) Lífið er of gott m/Sykur- molunum Besta óháða hljómsveitin, þ.e. hljómsv. sem njóta hvorki dreifmgar- kerfis, auglýsingavéla né áhrifa stóru fáu plöturisanna sem nánast eiga vin- sældalistana beint og óbeint. Pessi liður var aðeins kannaður hjá Sounds - fremri talan - og RM. 1 (5) Wedding Present 2 (-) Fields of Nephilim 3 (2) New Order 4 (4) Sykurmolarnir 5 (1) Erasure ÆSKAN 47

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.