Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Síða 40

Æskan - 01.06.1989, Síða 40
þeirra. Útlit þeirra þræðra er sér- stætt. Þeir eru burstaklipptir og með þykk gleraugu. Músík þeirra er framandi blanda af eins konar kvak- andi laglínu og þjóðlagapoppi. Til viðbótar eru söngtextar þeirra óvenju ljóðrænir og efnismiklir mið- að við dægurlagatexta yflrleitt. Þegar lagið „Letter from Amer- ica“ stökk skyndilega upp í annað sæti breska vinsældalistans 1987 hcldu margir að þessi sterku sér- kenni músíkur Proclaimers yrðu leiðigjörn til lengdar. En tvíburarnir reyndust hafa yfir nægilegri fjöl- breytni að ráða til að festa vinsældir sínar í sessi. Póstáritun Proclaimers er: Proclaimers, P.O. Box 309, Edinburg EH9 ÍJE, Scotland. Meira um þýdd manna- nöfn Háttvirta Popphólf! Við mótmælum því að popparanöfn séu þýdd. Nöfn stjórnmálamanna, s.s. Reagan, Gorbachev og Arafat, eru aldrei þýdd. Nöfn músíkfólks eru sjaldnast þýdd nema f Æskunni. Þó að nafn Sykurmolanna sé þýtt erlendis er það vegna þess að þeir gerðu það sjálfir. Það ætti líka að nægja að nota þýðingu á nafni einu sinni í frétt fremur en staglast á t.a.m. Brúsa frænda út alla fréttina. T'íær úr Tungunum, Mosfellsbæ Svar: Þó að skoðanir séu skiptar um það hvort þýða eigi erlend nöfn þá fljóta menn ekki sofandi að fcigðar- ósi mcðan umræðan lifir. Við sem fullorðin erum sjáum hlutina e.t.v. í sögulegra samhengi en þið sem eruð ung. Fyrr á öldinni var íslenskt mál mengað dönsku. Síðan komu hingað breskir hermenn og þar á eftir bandarískir. Fyrir aðeins aldarfjórð- ungi var bara hægt að sjá bandaríska sjónvarpsdagskrá hér. Sömuleiðis cru cinungis nokkur ár síðan popp- músíkunnendur hlýddu aðallega á poppmúsík í bandarísku herstöðvar- útvarpi (kanaútvarpinu). Auðvitað er kostur að kunna erlend tungu- mál. En einhliða mötun á aðeins cinu erlendu tungumáli er líkleg til að deyfa tilfinningu fyrir cigin móð- urmáli. Dæmum um enskumengað orðaval fjölgar ört. Við könnumst við slíkt orðaval úr auglýsingum („Tími fyrir ís!“) og úr stjórnmála- umræðu („Ég mundi telja að. . .“). Samhliða þessari óheillaþróun eru fallbeygingar á manna- og staðar- heitum á undanhaldi, íslenskum jafnt sem erlendum. Ef fólki þykir ekki þægilegra að tala um Brúsa og Jón í stað Bruce og Jon (Bon Jovi) þá skortir eitthvað á tengsl við móð- urmálið. (Hér getum við upplýst - innan sviga - hvernig frændanafn Brúsa cr til orðið. í Bandaríkjunum er nafnið Sámur frændi notað sem samheiti yfir bandarísku þjóðina og föður- landið. Þegar Brúsi Springsteen gerði plötuna „Fæddur í Bandaríkj- um Norður-Ameríku" varð hann í hugum fólks ameríski draumurinn holdi klæddur: Verkamannssonur- inn sem varð ein ríkasta rokkstjarna Bandaríkjanna. Að auki þótti Brúsi frændrækinn og góður við fátæka. Hann gaf fé í verkfallssjóði og til þurfandi fólks. Þessu fólki þótti við hæfi að kalla poppstjörnuna góð- hjörtuðu „frænda" í stíl við Sám frænda. Reyndar er Brúsi oft kallað- ur „Stjórinn". (The Boss) Sú nafn- gift hljómar ekki eins vel á íslensku svo að við höldum okkur hcldur við „frænda") Hvað varðar nöfn þeirra stjórn- málamanna sem þið nefnið þá eru þau vart þýðanleg. Raunar eru þau austrænu stafsett að vestrænum hætti og ýmsir rita Gorbatsjov. Að öðru leyti vitnum við í Kjartan Ragnars („Íslcnskt mál“-Mbl. 20. maí 1989): „Nafn Margrétar Danadrottning- ar, svo og nöfnu hennar, járnfrúar- innar bresku, er í útvarpi hér einatt beygt skv. íslcnskum reglum; virð- ist við hæfi að sami háttur sé á hafð- ur um nöfn eins og Georg (Bush) og Jónatan (foringja SWAPO).“ Gísli Jónsson íslenskufræðingur og umsjónarmaður þáttarins tekur undir málfærslu Kjartans á sama vettvangi: „Okkur er tamt af mannkynssög- unni að tala um JÓHANN land- lausa á ensku JOHN Lackland. En. . .væri ekki of langt gengið, ef IVAN grimmi breyttist í JÓN grimma?. . .Það er enginn vandi með JÓSEF(p) Stalín. Og stórfrúrn- ar, sem Kjartan nefndi, verða, held ég, að heita MARGRÉT hjá okkur og nafnið að taka íslenskri beyg- ingu.“ Við þetta er því að bæta að nafn Vissir þú...? . . .að sú hljómsveit, sem átt hefur flestar plötur á breska vinsældalist- anum „10 efstu" á þessum áratug, er tölvupoppsveitin Depeche Mode? Platan „101" varð tíunda plata þessarar vinsælu nýróman- sveitar til að gista „10 efstu". Helsti keppinautur Depeche Mode á þessu sviði er reggísveitin UB 40 með 7 plötur á „10 efstu"-listanum. . . .að ein af yngstu og kraftmestu nýrokksveitum íslands, Dýrið geng- ur laust hefur nú innanborðs einn af forsprökkum íslensku rokkbylt- ingarinnar '80/'81? Gunnþór Sig- urðsson (Ólafssonar, söngvara) heit- ir kappinn. Hann var yfirrótari Bubba og Utangarðsmanna og síðar bassaleikari og framvörður hljóm- sveitarinnar Q4U. Aðrir liðsmenn Dýrsins koma úr unglingarokksveit- unum Sogblettum og Óvæntri ánægju. . . .að margir kunnir poppsöngvarar hafa lært söngkúnstina hjá viður- kenndum söngkennurum? Meðal þeirra söngvara eru: Egill Ólafsson, Anní Lennox (Eurythmics), Curt Smith (Tears For Fears), Rosa McDowell [syngur með Megasi og Hilmari Erni Hilmarssynij, söngtríó- ið Bananarama, Siouxsie (The Bans- hees), Liz Fraser (Cocteau Twins), Marc Almond, Boy George, Paul Young, Ozzy Osborne, George Michael og Joan Baez. Jóns Lennons er oft nefnt og beygt > Ríkisútvarpinu í samræmi við kenn- ingu okkar. En eins og Gísli drepur á í tilvitnuninni hér að framan þarf að gæta þess að þýða einungis nöfn a þann hátt að augljóst sé við hvern er átt. Liðsmenn Sykurmolanna kalla hljómsveitina Sugarcubes erlendis vcgna þess að enskumælandi fólkt þykir þjálla að tala um hljómsveitir á sínu eigin tungumáli. Af sönw ástæðu þýðir spænskumælandi fólk nafn Sykurmolanna yfir á sttt tungumál o.s.frv. . . ,að Madonna hefur komið fle'rl lögum í efsta sæti breska vinsælda- listans en aðrar söngkonur? Lagiö „Like A Prayer" var sjötta lagið með Madonnu sem komst í þetta eft'r' sótta sæti. . . .að Madonnu skortir töluvert á til að ná metum vinsælustu karlpopp' aranna? Jón Lennon og McCartney hafa komið yfir tveimur tugum laga í efsta sæti breska vin- sældalistans. Þar af 17 í sameiningu undir Bítla-heitinu. . . .að Madonnaer sjálf skráð upP, tökustjóri sinnar músíkur (að visu samvinnu við aðra tæknimenn)? -> vinna gefur Madonnu enn eitt met ið: Vinsælasti kvenupptökustj°ri heims. . . .að fáir vita hver er næst-vinsa^ asti kvenupptökustjórinn? Pa^ Yoko Ono, ekkja Jóns Lennons- Yoko stýrði upptökum á fjölda vin sælustu laganna sem Jón Lenn söng. 40 ÆSKAH

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.