Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 40

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 40
þeirra. Útlit þeirra þræðra er sér- stætt. Þeir eru burstaklipptir og með þykk gleraugu. Músík þeirra er framandi blanda af eins konar kvak- andi laglínu og þjóðlagapoppi. Til viðbótar eru söngtextar þeirra óvenju ljóðrænir og efnismiklir mið- að við dægurlagatexta yflrleitt. Þegar lagið „Letter from Amer- ica“ stökk skyndilega upp í annað sæti breska vinsældalistans 1987 hcldu margir að þessi sterku sér- kenni músíkur Proclaimers yrðu leiðigjörn til lengdar. En tvíburarnir reyndust hafa yfir nægilegri fjöl- breytni að ráða til að festa vinsældir sínar í sessi. Póstáritun Proclaimers er: Proclaimers, P.O. Box 309, Edinburg EH9 ÍJE, Scotland. Meira um þýdd manna- nöfn Háttvirta Popphólf! Við mótmælum því að popparanöfn séu þýdd. Nöfn stjórnmálamanna, s.s. Reagan, Gorbachev og Arafat, eru aldrei þýdd. Nöfn músíkfólks eru sjaldnast þýdd nema f Æskunni. Þó að nafn Sykurmolanna sé þýtt erlendis er það vegna þess að þeir gerðu það sjálfir. Það ætti líka að nægja að nota þýðingu á nafni einu sinni í frétt fremur en staglast á t.a.m. Brúsa frænda út alla fréttina. T'íær úr Tungunum, Mosfellsbæ Svar: Þó að skoðanir séu skiptar um það hvort þýða eigi erlend nöfn þá fljóta menn ekki sofandi að fcigðar- ósi mcðan umræðan lifir. Við sem fullorðin erum sjáum hlutina e.t.v. í sögulegra samhengi en þið sem eruð ung. Fyrr á öldinni var íslenskt mál mengað dönsku. Síðan komu hingað breskir hermenn og þar á eftir bandarískir. Fyrir aðeins aldarfjórð- ungi var bara hægt að sjá bandaríska sjónvarpsdagskrá hér. Sömuleiðis cru cinungis nokkur ár síðan popp- músíkunnendur hlýddu aðallega á poppmúsík í bandarísku herstöðvar- útvarpi (kanaútvarpinu). Auðvitað er kostur að kunna erlend tungu- mál. En einhliða mötun á aðeins cinu erlendu tungumáli er líkleg til að deyfa tilfinningu fyrir cigin móð- urmáli. Dæmum um enskumengað orðaval fjölgar ört. Við könnumst við slíkt orðaval úr auglýsingum („Tími fyrir ís!“) og úr stjórnmála- umræðu („Ég mundi telja að. . .“). Samhliða þessari óheillaþróun eru fallbeygingar á manna- og staðar- heitum á undanhaldi, íslenskum jafnt sem erlendum. Ef fólki þykir ekki þægilegra að tala um Brúsa og Jón í stað Bruce og Jon (Bon Jovi) þá skortir eitthvað á tengsl við móð- urmálið. (Hér getum við upplýst - innan sviga - hvernig frændanafn Brúsa cr til orðið. í Bandaríkjunum er nafnið Sámur frændi notað sem samheiti yfir bandarísku þjóðina og föður- landið. Þegar Brúsi Springsteen gerði plötuna „Fæddur í Bandaríkj- um Norður-Ameríku" varð hann í hugum fólks ameríski draumurinn holdi klæddur: Verkamannssonur- inn sem varð ein ríkasta rokkstjarna Bandaríkjanna. Að auki þótti Brúsi frændrækinn og góður við fátæka. Hann gaf fé í verkfallssjóði og til þurfandi fólks. Þessu fólki þótti við hæfi að kalla poppstjörnuna góð- hjörtuðu „frænda" í stíl við Sám frænda. Reyndar er Brúsi oft kallað- ur „Stjórinn". (The Boss) Sú nafn- gift hljómar ekki eins vel á íslensku svo að við höldum okkur hcldur við „frænda") Hvað varðar nöfn þeirra stjórn- málamanna sem þið nefnið þá eru þau vart þýðanleg. Raunar eru þau austrænu stafsett að vestrænum hætti og ýmsir rita Gorbatsjov. Að öðru leyti vitnum við í Kjartan Ragnars („Íslcnskt mál“-Mbl. 20. maí 1989): „Nafn Margrétar Danadrottning- ar, svo og nöfnu hennar, járnfrúar- innar bresku, er í útvarpi hér einatt beygt skv. íslcnskum reglum; virð- ist við hæfi að sami háttur sé á hafð- ur um nöfn eins og Georg (Bush) og Jónatan (foringja SWAPO).“ Gísli Jónsson íslenskufræðingur og umsjónarmaður þáttarins tekur undir málfærslu Kjartans á sama vettvangi: „Okkur er tamt af mannkynssög- unni að tala um JÓHANN land- lausa á ensku JOHN Lackland. En. . .væri ekki of langt gengið, ef IVAN grimmi breyttist í JÓN grimma?. . .Það er enginn vandi með JÓSEF(p) Stalín. Og stórfrúrn- ar, sem Kjartan nefndi, verða, held ég, að heita MARGRÉT hjá okkur og nafnið að taka íslenskri beyg- ingu.“ Við þetta er því að bæta að nafn Vissir þú...? . . .að sú hljómsveit, sem átt hefur flestar plötur á breska vinsældalist- anum „10 efstu" á þessum áratug, er tölvupoppsveitin Depeche Mode? Platan „101" varð tíunda plata þessarar vinsælu nýróman- sveitar til að gista „10 efstu". Helsti keppinautur Depeche Mode á þessu sviði er reggísveitin UB 40 með 7 plötur á „10 efstu"-listanum. . . .að ein af yngstu og kraftmestu nýrokksveitum íslands, Dýrið geng- ur laust hefur nú innanborðs einn af forsprökkum íslensku rokkbylt- ingarinnar '80/'81? Gunnþór Sig- urðsson (Ólafssonar, söngvara) heit- ir kappinn. Hann var yfirrótari Bubba og Utangarðsmanna og síðar bassaleikari og framvörður hljóm- sveitarinnar Q4U. Aðrir liðsmenn Dýrsins koma úr unglingarokksveit- unum Sogblettum og Óvæntri ánægju. . . .að margir kunnir poppsöngvarar hafa lært söngkúnstina hjá viður- kenndum söngkennurum? Meðal þeirra söngvara eru: Egill Ólafsson, Anní Lennox (Eurythmics), Curt Smith (Tears For Fears), Rosa McDowell [syngur með Megasi og Hilmari Erni Hilmarssynij, söngtríó- ið Bananarama, Siouxsie (The Bans- hees), Liz Fraser (Cocteau Twins), Marc Almond, Boy George, Paul Young, Ozzy Osborne, George Michael og Joan Baez. Jóns Lennons er oft nefnt og beygt > Ríkisútvarpinu í samræmi við kenn- ingu okkar. En eins og Gísli drepur á í tilvitnuninni hér að framan þarf að gæta þess að þýða einungis nöfn a þann hátt að augljóst sé við hvern er átt. Liðsmenn Sykurmolanna kalla hljómsveitina Sugarcubes erlendis vcgna þess að enskumælandi fólkt þykir þjálla að tala um hljómsveitir á sínu eigin tungumáli. Af sönw ástæðu þýðir spænskumælandi fólk nafn Sykurmolanna yfir á sttt tungumál o.s.frv. . . ,að Madonna hefur komið fle'rl lögum í efsta sæti breska vinsælda- listans en aðrar söngkonur? Lagiö „Like A Prayer" var sjötta lagið með Madonnu sem komst í þetta eft'r' sótta sæti. . . .að Madonnu skortir töluvert á til að ná metum vinsælustu karlpopp' aranna? Jón Lennon og McCartney hafa komið yfir tveimur tugum laga í efsta sæti breska vin- sældalistans. Þar af 17 í sameiningu undir Bítla-heitinu. . . .að Madonnaer sjálf skráð upP, tökustjóri sinnar músíkur (að visu samvinnu við aðra tæknimenn)? -> vinna gefur Madonnu enn eitt met ið: Vinsælasti kvenupptökustj°ri heims. . . .að fáir vita hver er næst-vinsa^ asti kvenupptökustjórinn? Pa^ Yoko Ono, ekkja Jóns Lennons- Yoko stýrði upptökum á fjölda vin sælustu laganna sem Jón Lenn söng. 40 ÆSKAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.