Æskan - 01.04.1990, Qupperneq 15
jyktaði 5:2 Val í vil. Peir voru firnasterk-
ir.“
~! huaöa stööu lékstu?
■:Eg var tengiliður - eins og pabbi!
k J°rn Helgason) Hann lék með íþrótta-
andalagi ísafjarðar; í meistaraflokki
®anieinuðust menn til þátttöku í ís-
^ndsmótinu. Raunar fluttist fjölskyldan
Ur í tvö ár meðan hann Iék með
. arn: A þeim tíma var hann í landslið-
inu. ~
ara.
Eg var i Reykjavík fimm og sex
fl ^ hætti að æfa knattspyrnu eftir 3.
, , ^á var áhuginn farinn að beinast
.ýnnsu öðru
g var líka mikið á skíðum sem
F kUr’ æ^' °9 keppti í alpagreinum.
9 nætti snemma að keppa, kannski af
vi að ég vildi helst alltaf vera bestur í
Vl s.ern ég tók mér fyrir hendur ...“
~^ttu systkini?
ek'k ^ ^ Ernm systur. - Nei, það var
þ. ert erfitt. Ég var eins og prins í
þ°P^UrnI Líklega hef ég getað stjórnað
^a/a þær stundaö íþróttir?
s ” fjórar þeirra hafa leikið knatt-
yrnu rneð kvennaflokki ÍBÍ.“
Var svo heppinn að
fá að leika Hans
- Vaknaöi leikáhuginn snemma?
„Já, ég var farinn að leika ungur að
árum. Það má líklega segja að „bakterí-
an“ hafi kviknað í barnastúkunni. Þar
lékum við ýmis stutt atriði, gerðum
leikþætti úr skrýtlum. Ég var svo hepp-
inn að vera beðinn um að taka þátt í
skrautsýningu barnastúkunnar þegar ég
var sjö eða átta ára. Ævintýrið um
Hans og Grétu var fært á svið. Ég fékk
að leika Hans.
Barnastúkan, Litli leikklúbburinn og
kvenfélagið sáu um skemmtiatriði á há-
tíðisdögum, svo sem sumardeginum
fyrsta og 17. júní. Ég lék oft í leikþátt-
um við þau tækifæri.
Fyrsta „alvöruleikritið", sem ég kom
fram í, var Sandkassinn. Það verk hefur
verið flutt víða um land. Yfirleitt fara
unglingar, 12-14 ára, með hlutverkin. I
Sandkassanum eru börn að leik og
stæla stríðsleiki og veröld hinna full-
orðnu.“
- Var nokkur tími til þess aö sinna
hljómlist?
„Ég gaf mér að minnsta kosti tíma til
þess. Ég var í bílskúrshljómsveitum frá
ellefu ára aldri. Við komum fram á
skólaskemmtunum og við önnur slík
tækifæri. Við Hörður Ingólfsson sömd-
um mikið og fluttum saman. Hann lék
á píanó. Við vildum gjarna fá aukinn
hljóm í píanóið heima hjá honum og
settum því teiknibólur framan á
hamrana. - Já, það var látið gott heita
og fékk að vera þannig!
Við áttum eitt sinn að skemmta á
árshátíð í skólanum og ákváðum að
skella bólum á hamra hljóðfærisins þar.
Þegar við höfðum flutt atriðið áttuðum
við okkur á að skólakórinn var næstur
á dagskrá! Það er hætt við að stjórn-
anda hans og undirleikara, Ragnari H.
Ragnars tónskáldi, hefði ekki fallið sá
hljómur sem kominn var í hljóðfærið.
Við brugðum því skjótt við og hömuð-
umst við að plokka bólurnar af áður en
að kórnum kæmi. Það tókst með
naumindum!
Lög eftir okkur Hörð voru flutt í leik-
ritinu Sabína eftir Hafliða Magnússon á
Bíldudal. Það var sýnt víða, m.a. á leik-
Síðan skein sól - Ingólfur (trommur), Helgi (söngur), Eyjólfur (gítar), Jakob (bassi).
Æskan 15