Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1990, Page 22

Æskan - 01.04.1990, Page 22
EifóBaP Frá Hornafirði Kæra Æska! Ég er ellefu ára og á heima á Hornafirði. Ég á fjóra ketti (þrjá kettlinga), fjórar kind- ur, einn hund og sextán fiska. Ég ætla að senda ljóð eftir átta ára systur mína. Fiðrildi Fiörildi er fallegt, bœði gult, rautt, grœnt og blátt, og flýgur eins og fugl. Bless, Brynja Dögg. Rokklingarnir Kæra Æska! Mig langar til að vita hver eru nöfnin á krökkunum í Rokklingunum og hver stofn- aði söngsveitina. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir. Svar: Birgir Gunnlaugs- son kom Rokklingunum á fót og hefur stjórnað þeim. Hljómsveit hans leikur undir. Margir krakkar kannast við hljómsveitina frá Bindindismótinu í Galtalœkjarskógi. Þar lék hún við miklar vinsœldir 1988 og 1989. Rokklingarn- ir eru margir og verða ekki taldir upp hér. Raunar eru þeir nefndir á plötuumslag- inu. Ef þú skrifar BG-útgáf- unni, Skeifunni 19, 108 Reykjavík, getur verið að Birgir svari þér. Eflaust gleður þig að vita að önnur Rokklinga-plata kemur út í haust. Nokkrar skrýtlur Æska mín góð! Ég sendi þér nokkrar skrýtlur: Palli: Af hverju bætir þú ekki vatni í kerið hjá fiskinum þín- um? Pési: Hann hefur ekki drukkið allt vatnið úr skálinni enn þá. Frúin: Hundurinn okkar er týndur. Hann fór út í morgun og er ekki kominn heim aftur. Maðurinn: Við verðum að setja auglýsingu í dagblað. Frúin: Vertu ekki svona vit- laus. Hann kann ekki að lesa. í síma: Skólastjóri: Einmitt. Sagði læknirinn að Jón yrði að vera í rúminu af því að hann væri svo kvefaður? Rödd: Já, það er rétt. Skólastjóri: Við hvern tala ég? Rödd: Við .. við pabba minn Klara Kristjánsdóttir. Mikjáll og Mötley Sæl, Æska! 1. Má senda mörg bréf í sama umslagi? 2. Hvað koma límmiðar oft á ári? 3. Michael Jackson er að vinna að nýrri plötu. Veistu hvenær hún kemur út? 4. Viljið þið birta límmiða með Michael Jackson og Mötley Crue? XJMILKX Svar: 1. Já, gjarna. - 2. Fjórum sinnum. 3. Stefnt var að útgáfu safnplötu með lögum Mikjáls frá árunum 1980 • 1989 og tveimur nýjum lög- um. Hún átti fyrst að koma út fyrir jólin 1989, síðar var talað um sumarið og nú haustið 1990. Jónatan Garðarsson hjá Steinum hf. gaf þessar upplýsingar og kvað sér ekki koma á ó- vart þó að hljómplatan kœmi ekki út fyrr en eftir áramót... Raunar mun þessi vtfí' sœli lagasmiður þegvr hafa í fórum sínum efni a nýja plötu; það hefnr hann samið meðan á una' irbúningi safnplötunnor stóð. Því er ekki Ijóst hvod út verður gefin safnplu,a’ plata með nýjum lögu,n eða hvort tveggja ... 4. Það verður gert - fyrr eða stðar. Erlendir pennavinir Kæra Æska! Mig langar afskaplega nfl^' ið til að eignast útlenskan pennavin eða vinkonu sefl1 er 14-16 ára og ákafur KisS' aðdáandi eins og ég. Hvert get ég skrifað? Kolla. Svar: (Einnig til Ev,lí 0 Seyðó ...) í 8. tbl. Æskunna 1989 var birtur listi ýf‘r * ' lenda pennavinakluu og erlend barna- og uíJ®, lingablöð. Þangað getW P sent bréf. Klúbbarniv 111 vega pennavini frú 0 löndum. Veggmyndir Æskunnar Kæra Æska! ^\r Einu sinni birtir þú *flyn af þekktu fóki undir heihfl Eftirlæti. Ertu hætt þv*’ 22 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.