Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Síða 10

Æskan - 01.10.1990, Síða 10
Pétur fer f sveit Smásaga eftir Birgittu Halldórsdóttur - 2. hluti. Svo fór mamma. Pétur langaði mest til að hjúfra sig að henni og skæla en hann gerði það ekki. Mamma var ekki góð lengur. Hún var að svíkja hann. Mamma var að fara langt í burt og ætlaði að skilja hann eftir einan í sveitinni. En mamma faðmaði hann. Hún sagði: - Vertu nú duglegur strákur, Pétur minn. Þú veist að ég kem svo aftur um næstu helgi og kveð þig áður en ég fer utan. Ég verð í önnum þessa viku að ganga frá leigunni á íbúðinni og taka mig til. Þess vegna er best fyrir þig að vera hérna. En um næstu helgi ætla ég að vera hér. Þá er ég viss um að þú verður farinn að una þér vel í sveitinni. Pétur sagði ekkert. Hann vissi að það tjóaði ekki. Mamma gat ekki skilið að hann vildi ekki verða eftir. Hann var búinn að reyna að segja henni það svo oft. Mamma skildi ekki neitt. Þegar mamma var farin vissi Pétur ekkert hvað hann átti að gera. Árni setti dótið hans inn í herberg- ið hennar Lísu. Þau áttu að hafa sama herbergi. Pétri var alveg sama. Töskurnar máttu standa þarna. Hann ætlaði ekki að taka upp úr þeim. Pétri leið illa. Árni, Inga og Lísa voru alltaf að tala við hann. Inga frænka spurði mikið um skólann og hrósaði Pétri fyrir hvað hann hefði verið duglegur. Mamma hafði sagt henni það. Lísa hoppaði í kring um Pétur og sagðist hlakka til að hafa hann í allt sumar til að leika við. Svo ættu þau líka að vinna ýmislegt, sækja og reka kýrnar og hjálpa til við heyskapinn. Pétur var í vandræðum- Hann vildi ekki tala en hann varð að svara. Árni sagði krökkunum, Pétri og Lísu, að koma með sér út. Hann þurfti að gá að kindunum. Þær voru úti á túni. Sumar voru bornar en aðrar voru enn með lömbin í maganum sínum. Litlu lömbin voru mjög falleg. Þau voru allavega á litinn, hvít, svört, grá, mórauð og flekkótt. Þau voru líka skemmtileg. Þau hoppuðu og skoppuðu í sólskininu. Pétur sá líka tvö lömb koma í heiminn, úr sömu kindinni. Árni sagði að þá væri hún tvílembd en kindur væru einlembdar ef þær ættu bara eitt lanib. Litlu nýfæddu lömbin voru rennandi blaut en mamm- an sleikti þau. Litlu seinna voru þau farin að reyna að standa á fætur og finna spenana á ánni. Pétur var hissa á hvað þau voru dugleg. Árni sagði ef Pétur yrði duglegur í sumar þá fengi hann kannski að eiga eitt lamb sem seinna yrði full- orðin kind og sjálf eignaðist lömb. Þá yrði Pétur hálf- gerður bóndi. Það væru allir bændur sem ættu kind- ur. Pétur sagði ekkert. Hann langaði ósköp mikið til að fá að eiga eitt lamb en það var ekki hægt. Hann yrði aldrei duglegur í sveitinni. Það var ekki hægt að vera duglegur þegar manni leiddist. Pétur reyndi að kingja kökknum sem sat í hálsin- um á honum. Þetta var allt svo leiðinlegt. Ef mamma hefði verið á Hofi líka þá hefði Pét- ur orðið duglegur og fengið lamb. Þegar kaffitíminn kom var Pétur orðinn svo svang- ur að hann verkjaði í magann. Hann vildi helst ekki borða neitt en hann fékk sér sarnt eina brauðsneið og mjólkurglas. Hann dauð- langaði í meira en stillti sig. Það var girnileg súkkulaðiterta á borðinu en Pétur vildi hana ekki. Hann sagði kurteislega: „Nei, takk, þegar Inga frænka bauð honum sneið. Dagurinn silaðist áfram. Pétur fór með Árna, Ingu og Lísu í fjósið. Hann sá litla, fal' lega kálfa og svo allar kýrnar. Hann þekkti kýrnar með nöfnunt. Lísa hafði kennt honum 10 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.