Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 13

Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 13
Hvernig á að gera umferðarfræðslu fyrir börn skemmtilega? Margt hefur verið reynt og núna nýlega frumsýndi Alþýðuleikhúsið leikritið Keli þó! en þvf er ætlað að fræða börn um um- ferðina og þær hættur sem henni fylgja. Höfundar leikritsins eru systurn- ar Iðunn og Kristín Steinsdætur en tón- listina samdi Ólafur Haukur Sfmonar- son. Leikritið fjallar um Kela, átta ára strák sem er nýfluttur til Reykjavíkur að vestan. Hann kynnist Völu og sam- an lenda þau í ýmsum ævintýrum. Margir koma við sögu en mest ber á lögreglumanninum sem er alltaf ein- hvers staðar nálægur. Vala er ágætlega að sér í umferðarreglunum en Keli hættulega fáfróður. Með hlutverkin í leikritinu fara Baltasar Kormákur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Gunnar Guðmunds- son. Búninga og leikmynd gerði Gerla. Umferðarráð og Menntamálaráðuneyt- ið standa að þessari sýningu í sam- starfi við Alþýðuleikhúsið en Lands- banki íslands hefur stutt framtakið með myndarlegum hætti. Leikritið er sýnt í grunnskólum og börnin fá að sýningu lokinni möppu með ýmsu fræðsluefni og endurskins- merki. Þannig er gert ráð fyrir að kennarar haldi áfram að fjalla um um- ferðina og þær hættur, sem henni fylgja, eftir sýninguna. I möppunni eru einnig textarnir við lögin en þau eru mjög fjörleg. Gunnar Þórðarson útsetti þau. Það er heilmikið ævintýri að fá leikhúsið inn í skólann og víst lífgar það upp á skólastarfið en einnig er um að ræða mikla og mikilvæga fræðslu. Börnin kunna greinilega vel að meta leikritið, Keli þó! ÆSKAN 1 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.