Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 13

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 13
Hvernig á að gera umferðarfræðslu fyrir börn skemmtilega? Margt hefur verið reynt og núna nýlega frumsýndi Alþýðuleikhúsið leikritið Keli þó! en þvf er ætlað að fræða börn um um- ferðina og þær hættur sem henni fylgja. Höfundar leikritsins eru systurn- ar Iðunn og Kristín Steinsdætur en tón- listina samdi Ólafur Haukur Sfmonar- son. Leikritið fjallar um Kela, átta ára strák sem er nýfluttur til Reykjavíkur að vestan. Hann kynnist Völu og sam- an lenda þau í ýmsum ævintýrum. Margir koma við sögu en mest ber á lögreglumanninum sem er alltaf ein- hvers staðar nálægur. Vala er ágætlega að sér í umferðarreglunum en Keli hættulega fáfróður. Með hlutverkin í leikritinu fara Baltasar Kormákur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Gunnar Guðmunds- son. Búninga og leikmynd gerði Gerla. Umferðarráð og Menntamálaráðuneyt- ið standa að þessari sýningu í sam- starfi við Alþýðuleikhúsið en Lands- banki íslands hefur stutt framtakið með myndarlegum hætti. Leikritið er sýnt í grunnskólum og börnin fá að sýningu lokinni möppu með ýmsu fræðsluefni og endurskins- merki. Þannig er gert ráð fyrir að kennarar haldi áfram að fjalla um um- ferðina og þær hættur, sem henni fylgja, eftir sýninguna. I möppunni eru einnig textarnir við lögin en þau eru mjög fjörleg. Gunnar Þórðarson útsetti þau. Það er heilmikið ævintýri að fá leikhúsið inn í skólann og víst lífgar það upp á skólastarfið en einnig er um að ræða mikla og mikilvæga fræðslu. Börnin kunna greinilega vel að meta leikritið, Keli þó! ÆSKAN 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.