Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 14

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 14
Ný unglingabók eftir íðvarð Ingólfsson X Hér fer á eftir hluti 4. kafla bókarinnar. Edda ogHemmi, 16 og 17 ára, hafa kynnst nán- ast af tilviljun. Þaö varð ást við fyrstu sýn! Þegar hér er komið sögu hafa þau gengið að bátaskýli hjá sumarbústað við Þingvallavatn en \ þar dveljast þau um helgi ásamt vinum sínum - í \ tilefni af afmœli Helga, vinar Hemma. Árabáturinn er úr tré og gulur að lit. Hann er nýlegur / og orkar traustvekjandi á Eddu. Hún hefði aldrei tekið í m mál að sigla á einhverjum fúnum og lekum báti. Hún veit ekki hræðilegri dauðdaga en að drukkna eða farast í flugslysi; fá enga rönd við reist. Þegar Hemmi réttir henni björgunarvesti til að vera í hverfur sá litli beygur sem er í henni. Það tekur ekki langan tíma að koma bátnum á flot. fc Edda sest í skutinn en Hemmi undir árar. Þau sitja hvort gegnt öðru. Svo er róið af stað. Það er byrjað að gjóla. Áttin er sennilega að snúast. Það er bjart ennþá þó að komið sé fram yfir miðnætti. Þetta er ein af þessum björtu og fallegu júnínóttum. 1 ^ Hemmi gerir hlé á róðrinum til að þau fái notið kyrrðarinnar. Fuglasöngur rýfur hana stöku sinnum en það spillir ekki fyrir. Stundum heyra þau smáfiskinn vaka t í vatninu og sjá hvar hann hefur rekið upp trýnið til að veiða sér flugu. Edda horfir dreymnum augum út á vatnið. Það er langt síðan hún hefur átt svona skemmtilegt og róman- tískt kvöld. í stað þess að vera í rúminu heima og sofa á sitt græna er hún stödd á einum fallegasta stað landsins í 11 besta veðri sem völ er á. Það er ótrúlegt að hún skuli njóta þessa einmitt með stráknum sem hún er skotin í. Þau eru þarna bara tvö ein í tilverunni. Enginn veit af þeim. Þetta er þeirra eigið ævintýr. - Hvað hugsar þú svona djúpt? spyr Hemmi kíminn. ' - Ha? Hún hrekkur upp af hugsunum sínum og brosir á móti. - Æ, ég var bara að njóta þess að vera til. Ég var að hugsa um hvað það sé ótrúlegt að ég skuli vera hérna í kvöld. Ég var að hugsa um sumarbústaðinn, afmælið, veðrið og vatnið. - Og ekki er öll nótt úti enn, segir Hemmi leyndar- dómsfullur á svip. - Þetta er stórkostlegur staður, segir hún. Maður ein- hvern veginn sameinast náttúrunni, skynjar hana sem hluta af sjálfum sér. Finnur þú fyrir því sama? - Ha? segir hann annars hugar. Já, ég hef stundum hugsað um það. Hún er viss um að hann er bara að látast. Hann hefur lítið sem ekkert gefið þessu gaum. Hún veltir því fyrir ser hvort hann muni vera ólíkur sér að þessu leyti. - Viltu kók? spyr Hemmi og dregur tvær dósir upp úr jakkavasanum að innanverðu henni til mikillar undrunar. Þetta var, svei mér, djúpur vasi! Hún var búin að taka eftir smá bungu á jakkanum hans en datt ekki í hug að þar leyndust dósir. Hún hélt að þetta væri eitthvað sem tengdist árabátnum, einhverjir aukahlutir. Hann hafði lík' lega stungið þessu inn á sig áður en hann kom út á ver- öndina. Hann hefur þá verið búinn að ráðgera einhvers konar ævintýri með henni! Hann bíður ekki eftir svari og réttir henni aðra dós- ina. Þau láta bátinn reka á meðan þau gefa sér góðart tíma til að drekka úr dósunum. Edda fer allt í einu að virða fyrir sér kraftalegan vöxt Hemma. - Ertu mikið í íþróttum? spyr hún áhugasöm. Hann kinkar kolli. - Já, flestum stundum þegar ég er ekki að vinna, svarar hann og teygar stórum. Síðan tekur hann til við að róa að nýju. Ég hef mestan áhuga á fótbolta og körfu- bolta. Hvað um þig? - Ég var mikið í íþróttum en er það ekki lengur. Hafði mestan áhuga á blaki og sundi. Þetta var aðallega i tengslum við skólann. - Af hverju hætta stelpur miklu fyrr að stunda íþróttir en strákar? Ég hef oft verið að hugsa um það. Hún yppir öxlum, veit það ekki. - Ætli það sé ekki bara áhugaleysi, segir hún til að segja eitthvað. - Við höfum kannski ekki eins mikla þörf fyrir að fá útrás í íþróttum og þið, heldur hún áfram. En hvernig er það, ertu góður íþróttamaður? Hann hikar andartak en segir síðan: - Maður getur kannski ekki dæmt um það sjálfur. - En hvað? Hann tekur bakföll og hlær. 14 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.